Kvennablaðið - 17.04.1895, Qupperneq 7

Kvennablaðið - 17.04.1895, Qupperneq 7
38 jeg uni mjer vel fram yið blásævar ból, þars brimhviti fossinn minn rennur. Tign hans og fegurð er töfrandi nóg og tárafríð ljððharpan bláa; harmstunum þrunginn, en hlæjandi þó hann hrynur af berginu gráa. Braghörpu-strengir hans glóa sem gull; glaum þeirra’ í kvöldsólar ljóma sælla er að heyra en hjegóma bull heimsins og rangláta dóma. Jeg fyrirlít heiminn með heimsku og tál, hans hnýflar mig lengur ei særa, en fossinn minn elska eg, hans ómsæta mál og iðunnar straumfallið skæra. G. Handavinna. Sawmakarfa. í körfunni er botn og 4 hliðar. Botninn er 20 centim. langur, og 10 eentim. hreiður. Hliðarnar eru 10 centim. háar. Að neðan eru þær jafnlangar botninum, en að ofau 3 ceutim. lengri hver. Þessi 5 stykki eru gjörð ör þykkri pappaplötu, sem svo er fóðruð að neðan með mislitu ljerefti, en að ofan með einlitum ull- ardúk. Bæði borðin eru svo köstuð utan um pappann, og snúra fest yfir sauminn nema að neðanverðu. Síðan er gjörður dálítill fóðraður poki til að geyma í fingurbjörg, tvinnakefli, skæri o. s. frv., úr ljerefti; fóðrið er 8 centim. breitt (upp) og jafnlangt hverri hlið. Ytra borðið er látið yfir það i 2 fellingar, sem liggja þvert yfir hliðina eftir lengd hennar. Pokinn er svo saum- aður við hliðina að neðanverðu, en að ofan er honum fest með „slaufu“ úr silkiborða mitt á milli fellinganna á hverri hlið. Síðan eru hlið- arnar saumaðar við botninn og snúra fest yfir samskeytin bæði að utan og innan. í öll efri horn hliðanna eru fest silkibönd. og með þeim eru svo hliðarnar hnýttar saman í „slaufu“. Að lokum er búið til handfang úr þreföldum pappa og sama efni og í pokunum saumað utan um það. ^að er svo brytt í kring með snúru og fest í miðjar hliðarnar. í miðju handfangsins er fest silki-Bslaufa“. Eldhúsbálkur. Marmarakdka. */2 kaffibolli af bráðnu smjöri er hrærður I froðu saman við 1 bolla af steyttu hvíta sykri; 3 bollar hveitis ern teknir og saman við það látið l*/2 teskeið gerpúlver. Hveitið er hrært saman við smjörið og sykrið og þynnt út með 1 bolla af mjólk. Seinast er látin í vel þeytt hvíta úr 3 eggjum. í annari skál er hrært */* bolli af bráðnu smjöri saman við 3 eggjarauður, 1 te- skeið af steyttum kanel, ‘/s steytt múskathnot, V, teskeið allrahanda, V* bolli púðursykur og J/s bolli sírop, 2 bollar hveiti, sem 1 teskeið af natroni j er dreift saman við, hrærist saman við deigið I og þynnist út með '/a bolla af mjölk. Kökumót- ið er smurt vel með smjöri innan, svo er sett þunt lag af hvíta deiginu í botninn, þá lag af dökka deiginu, eða smá-rósir, og svo hvíta deigið o. s. frv. til þess allt er komið í mðtið. Efsta lagið er hvítt deig. Bakast við góðan eld á */*—1 klukkustund. (Allrahanda og múskathnotinni má sleppa). Braurfsúpa er matur, sem er oflítið notaður. Margir fleygja öllum brauðbörðum og brauðmolnm i stað þess, að nota það í súpu einusinni í viku, sem er holl, ódýr og nærandi fæða. öllum brauð- molum skal haldið saman. Bezt er að láta kalt vatn á þá dálitla stund áður en soðið er, þáþarf það minni suðu. 4 pt. af vatni eru hæfil. að sjóða 1 pd. af brauði í; þegar sýður, er brært vel í með þvöru og látið sjóða vel. Þegar súp- an er soðin, er hún síuð á gróft sigti, og látið í hana siróp eða sykur, og súr saft. Eigi súpan að vera vel góð, er soðið lítið eitt af sitrónu-eða appelsínuskurni, eða kanel og látnar i hana rú- sínur eða kórennur og vin. Hún er borin á borð með góðri mjólk eða þunnum rjóma. Góð ráð. Við bruna er glycerin hið bezta með.al. Svo fljótt sem unnt er skal leggja vefju yfir sárið vætta i glycerini. Þessar umbúðir draga úr svið- ann og græða brunann fljótt. Hörð skel kemur yfir sárið, sem hlífir því meðan það er viðkvæmt.

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.