Kvennablaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 7
15
einn blómknapp rauðan með blöðin græn
hún banð mjer úr faðminum BÍnum.
Með Bkjálfandi hendi jeg hirti það blðm,
í hjarta mitt djúpt það setti,
enn sorgin nisti það knldaklóm,
jeg kenni’ enn til í þeim bletti.
Jeg borizt hef síðan með stormviðri og stranm,
því stopull er mannlegur kraftur.
Jeg þekki ekki veraldar glys eða glaum,
og — gleðina finn jeg ei aftur.
Vestfirzk kona.
Nýtt rit (sent Kvennablaöinu). Arsrit
Garðyrkjufjelagsins 1896.
Þetta er gott kver, þótt það sje lítið. í þvi er
ritgjörð um blómrækt úti og inni eftir Schierbeck,
grein um kálrækt eftir sama höfund, grein um
gulrótarækt eftir Árna landfógeta, um hvannir,
heimilisnjóla og rhabarber eftir sama höfund, um
ribsrækt eftir Binar Helgason garðyrkjumann,
um geymslu matjurta, eftir Aðalstein Halldórsson,
„sitt af hverju“ eftir Björn sýslumann á Sauða-
felli og ýmisl. smávegis eftir form. félagsins lektor
Þórh. Bjarnarson. Kverið kostar 20 au.
Hannirðir.
Að „stoppau og klœða gamla trjestola. Trje-
stólar eru hentugir til hversdagsbrúkunar, því
þeir eru bæði ódýrir og sterkir. Auk þess má
kostnaðarlítið skreyta þá, þegar þeir fara að Blitna.
Þá er bezt að fá sjer svartan „farfa“ eða svart-
an „fernis“ og mála yfir þá. Það getur hver
kona sjálf gjört, með litlum „pensli“. Þegar
stóllinn er orðinn þur, skal leggja þykkt lag á
setuna af bómull, ull, eða búkhári af nautgrip-
um eða hestum, og þenja yfir það sterkt ljereft
eða striga, sem skal ná út fyrir setubrúnina og
negla í kring neðan undir setunni. Siðan skal
klæða yfir setuna með einhverju, dúk eða hverju
sem sýnist. Utan með setunni er fallegt að láta
kögur með tilheyrandi lit og festa honum með
látúnsbólum allt um kring. Kögurinn má búa
þannig til, að hekla þjett 1—2 stuðia umferðir,
og hnýta svo neðan í kögurinn. Bezt er að bora
fyrir með mjög mjóu borjárni, svo ekki rifni
þegar bólurnar eru reknar inn. Sje svo til gylt-
ur „bronce“-farfi, er fallegt að mála stryk hingað
og þangað um trjeð á stólnum með „bronce".
A sama hátt má fara með trjestóla, sem strá-
setur hafa verið í, en eru slitnar úr. En þá þarf
fyrst að negla dúk eða striga yfir gatið og láta
vera slakt, svo laut verði þar sem „stoppið“
á að liggja.
Þessir stólar geta verið laglegir, þótt í gesta-
stofum væri.
Eldhúsbálkur.
Kartöflusúpa. Tak hýðið af 6 meðalstórum
kartöflum og sker þær í bita, sjóð þær í rúmum
1 potti af vatni, með nokkrum smábitum af
(nauta) kjöti. Hrær eina matskeið af hveiti saman
við mjólk í bolla, svo bollinn verði fullur og hell
því, þegar það er orðið hrært, saman við kart-
öflujafninginn, þegar þær eru soðnar. — Salt og
pipar er látið eftir vild.
Rhabarberkaka. Rhabarberleggirnir eru af.
hýddir og bitaðir í sundur, lagðir í bleyti í Bjóð-
andi vatn, og síðan látnir upp í pott yfir eldi,
með litlu af köldu vatni, hrært vel í og látið
sjóða. Þetta er siðan jafnað með svo miklu af
kartöflumjöli, að það verði þykkur grautur. Hæfi-
lega margar tvíbökur eru steyttar saman við
hvítasykur, ásamt steyttum kardemommum og
sítrónuberki. Svo er kökumótið hitað, smjör bor-
ið innan í það og steyttar tvibökur. Síðan er
eitt lag af tvibökunum látið i mótið og drepið
yfir það ofurlitlu af bráðnu smjöri, svo annað lag
af grautnum, og svo sitt lagið af hverju og efst
lag af tvíbökum. Kakan er bökuð í vel heitum
bakaraofni og borin á borð með rjómafroðu og
berjamauki.
Góð ráð.
— Mjög óþægilegt er að nota hnífa, sem eru
lausir í skaftinu. Þeir losna venjulega af því,
að þeir hafa legið niðri í heitu vatni, meðan þeir