Kvennablaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 4
urinn vel, enn húsfreyjan varð jafnan að ganga í öllu með stúlkunum, þvo gólf auk heldur annað. Hún var góð kona og reglusöm, enn hún kvartaði jafnan um erfiðleikana við búskapinn, fannst fólkið vera margt, og allt gengi til armæðu, ó- mögulegt að ljetta sjer upp, því þá fær- ist svo margt fyrir, sem átt hefði að gjöra. Þangað komu gestir oft, en flestum fannst að þeir hefðu litla ánægju af því, nema góðgjörðirnar, þegar þeir sáu, hve húsfreyjan var þreytuleg og áhyggjufull. Mönnum fannst ljetta af sjer torfu við að komast af stað, þrátt fyrir allar góðgjörðirnar. Á þessu heim- ili sýiidist ekki vanta annað en hagsýni húsmóðurinnar til að nota fólk sitt án þess að ganga sjer til húðar sjálf. Hún sýndist geta haft ofur hæga og rólega daga, en hún kvaðst aldrei sjá út úr því, sem hún þyrfti að vinna. Það er mjög mikill munur á öllum heimilisbrag á heimilum þeim sem stjórn- ast af svona ólíkum húsmæðrum. Á heim- ilum þar sem húsmóðir er svoönnumkafin, aðsegja má, að hún sje bókstajlega sokkin ofan í vinnuna, fara menn ósjálfrátt að gæta að árangrinum, taka eftir hvað heim- ili þessi hafi fram yfir hin sem ekkert kvarta um tímaleysi, og mönnum fiunst oft að þessi armæða sje gagnslítil, tak- markið sýnist oftast langt í burtu, og gestum finnst oft, að þeir liafi tafið mik- ið fyrir, er þeir finna að húsmóðirin hef- ir bara fyrirhöfn og umstang af komu þeirra, en litla ánægju eða gleði. En flestum mun finnast hressandi að koma á þau heimili, þar sem engin breyting sýnist verða fyrir gestkomuna. Hús- móðirin er glöð og kát, og ekkert sýn- ist ganga á trjefótum, þótt hún gefi sjer litla hvíldarstund, til að taka þátt í sam- ræðum þeirra, og sýni að hún geti þó verið dálítið meira en eintóm húsmóðir. En til þess að geta notið hvíldar og tómstunda sjer til andlegrar og líkam- legrar hressingar, þarf húsmóðirin að vinna eftir ákveðnum reglim. Annars er hætt við að allt verði í ólagi. Það dugar ekki, að eyða mörgum dögum í iðjuleysi, eu setja sjer svo fyrir einhver ósköp á dag. Það verður að leita fyrir sjer, þreifa sig áfram, reyna heilsu sína og krafta, og skifta svo deginum og vik- unni svo hyggilega og reglulega, sem unnt er. Þessu má svara, að ruglingur geti komizt á þessar reglur oft á dag, auk heldur 1 hverri viku. Já, það er auðvitað, að oft kemst glundroði á, af ýmsum ófyrirsjáanlegum atvikum, svo sem eftir því, hvort við erum i sveit eða kaupstað, hvort margir koma, hvort börn eru á heimilinu og ýmsu öðru. En samt er mikið gagn að slíkri skiftingu tímans, því með henni er fengið takmark til að keppa að. En auðvitað ríður á að við verðum ekki gramar þótt við sjeum trufl- aðar þegar hæst stendur á. Nei, bara að reyna að ’fá það bezta út úr því‘, og byrja svo aftur næst. Og svo þegar við höfum lokið því fyrirsetta verki, þá höf- um við náð 'því takmarki, og höfum þá leyfi til að hvílast á einhvern hátt, sem okkur er geðfeldur. Með því móti verð- ur vinnan ekki eintómt strit og basl. Fátt af störfum húsmæðra erí sjálfu sjer mjög skemmtilegt, en sjeu þau vel gjörð, eru afleiðingar þeirra ánægjulegar.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.