Kvennablaðið - 01.04.1896, Page 6

Kvennablaðið - 01.04.1896, Page 6
30 getað þakið það rneð pappír með nafni lautenantsins og fðður hans. Þá var það að hin unga og grannvaxna brúður, með sína litlu silkiskó, sem sýndust eiga svo illa við hinar ósljettn steintröppur á Bjark- holti, breyttist á fám mánuðum í þá frú Karen, sem allt hjeraðið dáðist að og virti. Það var strit og stríð frá morgni tii kvelds. Silkiskórnir vóru geymd- ir hátt upp á hyllu í fataskápnum og Ijósleitu danzkjólarnír vóru saumaðir inn í Ijereft. Ostarnir komu hver af öðrum og bóignuðu niðri í mjólkurhúsinu, en fáir þeirra viltust inn á borð húsbænd- anna. Af ávöxtum var hverju hlassinu á fætur öðru ekið til borgarinnar, en stuttur og lítill var úttektarseðillinn, sem Pjetur vinnumaður átti að láta afgreiða þar. Yeilingurinn, sem hjónin borðuðu á morgnana, var tekinn úr sama pottin- um sem vinnufólkinu var skamtað úr. Lautenantinn gekk heima við í frakka, sem var unninn heima. Litlu, mjúku, hvítu hendurnar stækkuðu og urðu breið- ar af vefjarslaginu, og þegar lautenant- inn var ekki heima, var frú Karen á akrinum. Svo fuku þeir smámsaman burtu, þess- ir aflöngu pappírsmiðar, sem breiddust yfir fyrstu kornbingina á hverju hausti. Svo ljetti þeim um síðir þessum þungu veðsetningum af gamla brotna þakinu í Bjarkholti. 0g þegar gamli kapteinninu dó, voru engar skuldir á eigninni, og svo höfðu þau hjónin getað dregið saman með sparnaði dálítið fje; auk þess hafði laut- enant Otto fengið svo miklu betra og dýrara uppeldi en faðir hans. Otto var einkasonur Karenar. Ef þau hefðu átt fleiri börn, hefðu þau orð- ið til hindrunar, tafið tímann og seinkað borgunum síðustu veðskuldanna. En eitt barn þurfti hún að hafa, til þess að taka á móti hennar heitu móðurást, tii að gráta með í raunum sínum, og til að vinna og lifa fyrir þegar faðirinn sviftist burt. Að ytra áliti var iífið í Bjarkholti eins og áður. Herbergi pabba vinstra megin við forstofuna var málað og fóðrað af nýju, skinnsofinn gamli var tekinn burt, en í staðinn var kominn Iegubekkur með spánnýju lagi, gamla púltið var farið og komið í staðinn skrifborð úr valhnotar- trje. Eáðsmaðurinn kom inn og spurði lautenantinn um verkaskipunina, eins og kapteininn áður, og þegar Otto var á fundunum, stóð frú Karen öðru hvoru við útivinnu í regnkápu og vatnsstígvjel- um, eins og hún hafði gjört í þrjátíu ár. En það var ein hugsun, sem kvaldi hana, sera kom aftur og aftur, tíðari og tíðari, einkum þegar eitthvert gildi hafði verið í grendinni, eða Otto hafði verið á danzleik inn í borginni, eða unga fólkið hafði safnazt saman í Bjarkholti. Og í hvert sinn sem henni flaug þetta í hug, dró þungt og dimmt ský yfir enni henn- ar, varirnar herptust saman og hún renndi augunum með viðkvæmu ástartilliti yfir hvern stól i salnum, og yfir forskygnið (veranda) og trjágangana úti fyrir. Það kom að því um síðir, sem hún kveið mest fyrir, hinu eina sem hin kjark- mikla og stolta frú Karen hafði haft beig af. Otto tók hana í fang sjer, margkysti hennar kæra, gamla hrukkótta andiit og sagði henni, frá sjer numinn af gleði, frjett-

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.