Kvennablaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 2
90 hún ekki vænta þess, að ná trúnaði þeirra til lengdar. Hennar skylda er að meta þessar sögur eftir verðleikum, banna ó- þarfa mælgi og vekja sómatilfinningu barnanna með að halda loforð sín, þegja, hafi þau lofað því, en segja satt og rjett frá, ef þeim finnst sjer misboðið. En gæta að því, að hlaupa ekki upp með reiði við aðra að orsakalitlu, því það gjörir börnin hefnigjörn og óvinsæl hjá öðrum. En bezt er að taka þau upp í fang sjer og lofa þeim að gráta út, þegar þau hafa orðið fyrir einhverri sorg, t. d. brotið brúðuna sína eða skemmt einhver önnur jafnkær gull. Það er ómögulegt annað en að finna það, hvað smábörnum er eigin- legt að tala við mömmuna um raunir sín- ar. Gangi eitthvað að þeim, kalla þau jafnan á hana, þótt hún sje langt í burtu. Jeg man eftir því að kunningjakona mín sagði mjer, að hún hefði einu sinni sjeð lítinn dreng, sem var í sama húsi og hún, sitja úti fyrir dyrunum og gráta mjög sárt og kalla á mömmu sína. Hún var ekki heima, ea hafði ferðazt eitthvað í burtu um dálítinn tíma. Konan fór út til drengsins og spurði hann hvað gengi að honum. „Ó, það fór augað úr ,dúkku- stráknum* mínumu, sagði hann. Hann vissi vel, að mamma hans var ekki heima, en nafnið kom ósjálfrátt, eins og þegar við biðjum öuð að hjálpa okkur, þegar óvænt óhöpp eða sorgir bera að höndum. Á góðu heimili, hjá góðum foreldrum, finna börnin hluttekningu í sorg og gleði. Það er eins og hæli eða griðastaður, þar sem kærleiksleysið og kuldinn kemst ekki inn fyrir þröskuldinn. Og minningin um það hefir oft aftrað mörgum frá óreglu og illum fjelagsskap síðar á lífsleiðinni. Það muna víst margir, og minnast með söknuði, þegar pabbi sat í rökkrinu með systkinin sitt á hvoru hnje og sagði þeim frá ýmsu, eða útskýrði fyrir þeim ýmis- legt, sem þeim hafði áður verið torskilið. Eða þegar þau á kveldin gátu ekki sofn- að fyr en mamma hafði breitt ofan á þau, lesið með þeim bænirnar og boðið þeim góða nótt. Benedikt Gröndal hefir lýst þessum æskuminningum frá góðu helmili vel í kvæði sínu „Æskan“. Þar standa með- al annars þessi tvö erindi: „Mjer kenndi faðir | mál að vanda, lærði hann mig | þótt jeg latur væri; þaðan er mjer kominn | kraftur orða, meginkyngi | og myndagnótt". „Mjer kenndi móðir | mitt að geyma hjarta trútt | þótt heimur hrygðiet; þaðan er mjer kominn | kraftur vináttu, ástin ótrauða, | sem mjer aldrei deyr“. Þeir eru brjóstumkennanlegir, sem hafa mátt fara á mis við slík heimili, og ekki hafa þekkt ást nje umhyggju for- eldra og vandamanna, því það er satt, að „að fáir eru sem faðir, en enginn sem móðir“. ------<my>------ Sigríður gamla. (Jólasaga handa Kvbl.) ÚN Sigríður gamla á Stað hafði aldrei verið eftirlætisbarn hamingj- unnar. Hún var hvorki af göfugri ætt eða auðugri. Sjálf þótti hún ekki heldur falleg eða skemmtileg. Það gat því ekki hjá því farið, að hún yrði vinnukona, enda hafði hún góða heilsu og hafði aldrei

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.