Kvennablaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 3
91 lært svo mikið, að henni þætti skömm að vinnnkonustöðunni. En húsmæðrum Sigríðar þótti vænt um hana. Reyndar kunni hún heldur lítið fyrir sjer; sauma kunni hún alls ekki, og tóskapurinn ijet henni heldur ekki vel, — en hún var svo góð við allar skepnur; hún smaiaði oft vor og haust, og bar oft lömbin heim i svuntu sinni á vorin. Svo var hún svo einstaklega nærfærin við kýrnar — þær eiskuðu hana bókstaflega — og aldrei mjólkuðu þær eins vel og þegar húu var í fjósinu. Hún gjörði oftast iökustu verk- in á heimilinu, en samt var hún aldrei að öfunda hinar stúlkurnar, og húsmæð- ur hennar sóttu oft ráð til hennar um ýmislegt, sem hinar stúlkurnar vissu hvorki upp nje niður í. „Hún er svo <fygg °g húsbóndaholl, greyið“, sögðu allir, „og það er óhætt að reiða sig á hana“. En þegar þessi saga gjörðist, var Sig- ríður orðin gömul og lúin. Hún hafði, sem áður var sagt, aldrei verið fríð, en nú var hún orðin mjög hrukkótt og fyr- irgengileg. Það þótti öllum furða, hvað hann Páll sonur hennar var laglegur pilt- ur. Því Sigríður gamla hafði eignazt barn — meira að segja fleiri en eitt. En mest hafði hún tekið út með yngsta krakkanum, honum Páli. Með hann hafði hún barizt ein í vist á kaupi sínu, og fyrir hann hefði hún viljað láta skera sig í stykki, ef á hefði þurft að halda. En hann var líka einstaklega ræktarlegur við hana, og skamr;aðist sín aldrei fyrir að vera sonur hennar. Hann var auð- vitað dálítið galgopalegur, en engum var þó illa við hann, því hann var alira raun- bezti drengur. En einu sinni hafði hann þó gjört Sigríði gömlu ónotalegan grikk; það var þegar Páll var ofurlítill hnokki og þau áttu keima á þingstað hreppsins, og verið var allstaðar að leita að Sigríði til að taka út refsingu fyrir að hafa komið Páli ólöglega inn í heiminn. En Páli gat ekki skilizt, að mamma hans þyrfti fremur að óttast yfirvöldin en aðr- ar mömmur, og sagði því hreinskilnislega, að húu hefði falið sig í hrískestinum, svo hún hlaut að taka út sín laun — á sjálfri sjer — fyrir bragðið. En nú var Páll orðinn stór og sterk- ur maður og orðinn háseti á skipi, sem fór landa i milli. Við og við skrifaði hann mömmu sinni og það voru mestu gleðistundirnar hennar, þegar brjefin hans komu og einhver las þau fyrir haua, því hún var ekki svo fær í skrift, að hún kæmist vel fram úr þeim sjálf. Hún var líka farin að sjá kálfilla. Við og við sendi hann henni líka eitthvað með brjef- unurn, og þá blessaði hún dreuginn sinn og sagði, að þetta ætti hann ekki að gjöra. En nú upp á síðkastið hafði hún ekki fengið nokkurt brjef í 2—3 ár. Hún var því orðin hrædd um, að drengurinn hennar væri ekki lengur heill á húfi og jók það mjög á bágindi hennar. Það hafði Iengi verið sagt, að hún Ijoti ekki allt fyrir brjósti brenna, þótt lítt væri raulið undir hana, en nú var hún orðin gömul og farin, og var ekki fær um að vera í vist, þótt hún mætti til að gjöra það. Hún var orðinn hálfgerður aum- ingi, kjarkurinn farinn og heilsan þrotin.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.