Kvennablaðið - 01.04.1898, Page 5
‘29
Það varð dauðaþögn inni. Loksins
vóru seinustu urabúðirnar teknar utan
af, og þá sást á körfubotninum ung-
barn, sem æpti hvíldarlaust, en þegar
það var tekið upp og farið raeð það til
fólksins, þagnaði það og horfði iitlu,
dökku augunum í eldiun í ofninum.
Allir steinþögðu frá sjer numdir af
hræðslu og vandræðum.
»Elskuverði frændi, getur þú gjört svo
vel og'sagt okkur tilefni þessarar jóla-
gjafar«, sagði garnli greifinn. Hann
var rólegur, en þessi rósemi boðaði
óveður.
Játvarður greifi syudist furða sig minna
á þessu enn aðrir. Hann ypti lítið eitt
öxlum og sagði: »Jeg veit ekki meir
um það enn þjer, frændi góður«.
»Hjer er miði, sem datt ofan á gólfið«,
sagði skrifarinn. »Lesið þjer hann«,
skipaði Konráð greifi.
»En yðar tign, jeg veit ekki hvert
það á vel við«, sagði skrifarinn, sem
hafði litið á seðilinn.
»Lesið þjer hann«, sagði gamli greif-
inn byrstur.
(Framh).
Verið farsæl.
(Indverskt æfintýri).
ina nótt, þegar tunglið skein sem
^ glaðast yfir jörðina, sat hinn mikli
vitri guð Krishna í djúpum hugsunum.
Svo mælti hann:
»Jeg hjelt að maðurinn væri hin fegursta
vera í heiminum, en það er ekki. Þarna
sje jeg lótusblómið vagga sjer í nætur-
golunni. Hversu langtum fegra er það
en allar lifandi verurl Jeg get ekki
þreytzt á að horfa á bikar þess, hvern-
ig hann lýkst upp núna í hinum silfur-
björtu tunglskinsgeislum. Nei, það er
enginn líkur því á meðal mannanna«,
sagði hann og stundi þungan.
Eftir litla stund hugsaði hann sftur:
»Hvers vegua get jeg ekki skapað
einhverja veru, setn er það sama rneðal
mannanna, eins og lótusblómið meðal
blómanna. Jú, jeg vil skapa slíka veru
til þess að gleðja jörðina og böru henn-
ar. 0 lótus, vertu lifandi kona, og
stattu hjer franimi fyrir mjer«. Þá
skalf vatnið, eins og þegar það titrar
kring um svöluna, þegar hún snertir
það með vængjum sínum, nóttin varð
| bjartari, máninn varð fegurri, nætur-
galinn söttg sína feghrstu tóna og allt
varð aftur hljótt. Það var fullkonmað.
Fyrir framan Krishna stóð lótusblómið
í líki mannlegrar veru.
Sjálfur guðinu undraðist fegurð henn-
ar.
»Þú eit blóm vatnanna«, sagði hann,
»vertu nú blóm hugsana minna«.
Og stúlkan fór að tala hvískrandi
eins og hin hvítu lótusblóm tala, þegar
sunnanvindurinu kyssir þau, ogsagði:
»Herra, því gerðir þú mig að lifandi
veru? Hvar byður þú mjer nú að
biia? Jeg bið þig aö miuuast þess, að
meðan jeg var blóm titruðu blöð mín
af ótta við hvern viudblæ. Jeg óttað-
ist hið mikla regu, hina öflugu vinda,
þrumurnar og eldingarnar. Þótt þú
hafir boðið mjer að vetða að mannlegri
veru, þá hefi jeg þó haldið mínu fyrra
eðli; jeg er hrædd við jörðina og allt
sem á henni lifir. Hvar býður þú mjer
að búa?«
Krishna leit hinum alltsjáandi
augum sínum upp til stjarnanna. Hann
spurði hana:
»Viltu búa uppi á fjöllunum?«
»Herra, þar er kalt og þar er snjór-
inn«.