Kvennablaðið - 01.04.1898, Blaðsíða 6
30
Þá skal jeg búa þjer til kristallshöll
á mararbotni«.
»Hin stóru skrímsli búa á mararbotni.
Jeg er hrœdd við þau, herra!«
»Viltu heldur búa á hinum óendan-
legu sljettum?«
»0 herra, vindar og byljir leika laus-
um hala á hinum óendanlegu sljettum!«
»Hvað á jeg þá að gera við þig; í
hellum búa hinir feimnu einsetumenn.
Viltu búa í hellum langt í burtu frá
glaum heimsins?«
Krishna sat á steini og studdi hönd
undir kinn. Stúlkan stóð titrandi af
ótta fyrir framan hann. En nú var far-
ið að birta, og gullnum roða sló á sky-
in í austrinu og á sjóinn, og pálmatrjen
og bambusskógana. Hinn bleiki hegri,
hinn blái storkur og hinn hvíti svanur
sungu niður við vatnið. I skóginum
heyrðist söngur páfuglanna, og hreim-
fagur kliður blandaðist saman við manns-
röddu, eins og þegar perlur hrynja af
streng.
Krishna vaknaði af hugsunum sínum
og sagði:
»Það. er skáldið Volamiki, sem er að
heilsa sólaruppkomunni«.
Þá opnuðu liljurnar bikara sína og
Volamiki sást koma á sjónum. En þeg-
ar hann sá mannblómið, hætti hann að
leika. Skelin af perluskelfiskinum, sem
hann hjelt á, datt úr höndum hans og
sökk til bot.ns. Hann stóð alveg graf-
kyr og þegjandi eins og hinn mikli
Krishna hefði breytt honum í trje-
drumb.
Hinn mikli guð varð glaður þegar
hann sá þessa cinlægu aðdáun hans og
sagði:
»Vaknaðu Volamiki, og talaðu«.
Og Volamiki sagði:
»Jeg elska«.
Hann mundi að eins þetta eina orð.
Þá brá gleðisvip yfir ásjónu Krishna
og hann sagði:
»Fagra mær! Jeg hefi fundið stað
handa þjer til að búa á í heiminum,
stað sem þú skalt eiga — það er hjarta
skáldsins«.
Volamiki sagði aftur:
»Jeg elska«.
Og hinn voldugi Krishna leiddi meyna
með vilja sínum að hjarta skáldsins,
sem var var gagnsætt eins og kristall.
Og mærin var björt eins og sumar-
nótt, og hljóðlát sem Gangesfljótið, þeg-
ar það rennur hægt í farveg sínum;
hún gekk inn í musteri sitt. En þeg-
ar hún sá lengra inn í hjarta Volamikis,
varð hún náföl. Ottinn greip hana, eins
og þegar kaldur gustur næðir gégnum
manninn.
Krishna undraðist og sagði:
»Blóm, er það mögulegt, að þú sjert
líka hrædd við hjarta skáldsins?«
»Herra!« sagði hún, »hvernig gaztu
fengið af þjer að skipa mjer að búa
þar. I þessu eina hjarta sje jeg bæði
fjallatindana og undirdjúp hafsins, þar
sem ymsar kynlegar verur eru. Jeg sje
sljetturnar, þar sem vindarnir leika sjer,
og jeg sje dimmu hellana; því er jeg
svo hrædd, herra«.
En hinn vitri og góði Krishna sagði:
»Vertu ekki lirædd. Ef snjór er
í hjarta Volamiki, þá skalt þú vera
vorblærinn, sem bræðirhaun. Ef undir-
djúp vatnanna er þar inni, þá vertu
perlan á botninum, ef kyrð eyðimerkur-
innar ríkir þar, þá átt þú að vera gæfu-
blómið á eyðimörkinni; ef dimmu hell-
arnir eru þar, vertu þá sólargeislinn,
sem fyllir þá með ljós og il«.
Og Volamiki, sem loksins mundi orð
til að tala, sagði:
»0g vertu farsæl!«