Kvennablaðið - 01.07.1899, Page 5

Kvennablaðið - 01.07.1899, Page 5
53 gengni er fyrsta skilyrði fyrir góðri heilsu. 5. Kenna þeim að þvo, slétta, stoppa, bæta og sauma fötin sín. 6. Kenna þeim að ekki séu nema 100 aurar í krónunni, og að sá einn kunni að fara með eigur sínar sem eyði minna en hann afli. 7. Kenna þeim að þau föt, sem þær hafi borgað, fari þeim miklu betur en þau sem séu óborguð. 8. Kenna þeim að eitt rjótt og hraust- legt andlit sé meira vert en fimtíu fölar og þreytulegar fríðleiksdrósir, úttaugaðar af dansi og næturvökum. 9. Láta þær sjálfar kaupa nauðsynjar sinar, og leggja svo saman hvort tekjur og útgjöld standa heima. 10. Segja þeim að ef þær fyrir alvöru vilji aflaga vöxt sinn og skapnað, þá skuli þær vera í þröngum lífstyklcjum. 11. Kenna þeim að guð hjálpar þeim sem hjálp- ar sér sjálfur, og í því tilliti sé hver sinnar lukku smiður, að reiða sig jafnan mest á sjálfs síns hjálp, vera vandur að virðingu sinni, samvizku- samur og starfsamur. 12. Sýna þeim að starf- semin, þó hún birtist í lítilfjörlegum búningi með svuntu framan á sér og tvær hendur tómar, sé margfalt meira virði en margir skrautklæddir slæpingar. 13. Kenna þeim að fyiárlíta allan hégómaskap, að vera áreiðanlegar, orðheldnar, sannsöglar og réttsýnar. 14. Kenna þeim að hamingjan i hjónabandinu sé hvorki komin und- ir auð né skrauti, heldur sé hún að öllu leyti komin undir hreinleik og drenglyndi skapferlisins og virðingu og trausti á báðar hhðar. ------o------- Konan sem kunni fyrir sér. Þessi saga stendur nýlega í Stokkhólms Dagblaðinu og getur vel verið sönn, að minsta kosti eru lík dæmi til víða. Norðarlega í Svíþjóð bjó fyrir, nokkrum ár- um læknir nokkur, sem var mjög hjálpsamur og viðfeldinn, en var líka allra mesti æringi. Einu sinni kom til hans ung bóndakona, sem nýlega hafði mist manninn sinn og kvartaði um bágindi sín. „Komdu bara hingað þegar þú vilt“, sagði læknirinn og fáðu þér matarbita. Til að byrja með geturðu núna farið fram í eldhúsið.“ En konan grét og andvarpaði jafnmikið fyrir því og sagði: Nei, ónei, svo meinti ég það nú ekki. Eg vildi vita, hvort herra læknirinn gæti ekki útvegað mér eitthvað til að lifa af. Eg er fús að vinna hvað sem fyrir kemur, ef það að eins gefur svo mikið af sér, að ég geti lifað á því“, „Ja, skollinn má vita, hvað það ætti að vera. Bíddu við, ég sé ekki önnur ráð en að kenna þér eitthvað fyrir þér“ — sagði læknirinn og gekk inn í annað herbergi og sótti flösku með terpentinu í. „Þegar þú kemur inn til sjúklinga, þú skihir það, þá skaltu láta færa þér eldker með glóð í og setja það á borðið. Svo spyr þú hvort sjúk- dómurinn sé innvortis eða útvortis. Ef hann er útvortis, þá nuddar þú þann stað með þessu, sem er í flöskunni, en ef hann er innvortis, þá gefur þú sjúklingnum 30 dropa af því í skeið. En áður en þú gerir það, hellir þú fáeinum dropum á glóðina, réttir handlegginn yfir glóð- arkerið og tautar með sjálfri þér: Arakó! arakó! arakó! Veslings konan margþakkaði lækninum og fór leiðar sinnar. Nú liðu 25 ár, og læknirinn var orðinn grá- hærður maður, og mjög vel metinn í héraðinu. Einu sinni fékk haftn svo illkynjaða ígerð í háls- inn, að hann gat engu rent niður, og hvorki étið þurt né vott. Ráðskonan hans var ráðalaus. — Hinn lækn- irinn, sem þar var áður, gat ekki neitt hjálpað. En alt í einu mundi hún eftir, að hún hafði heyrt, að hinummegin við ásinn byggi kona, sem „kynni talsvert fyrir sér“ og hefði mikið orð á sér þar í sveitinni. Nú var í flest skjól fokið, svo hún varð að reyna þetta seinasta meðal. Hún sendi eftir konunni. Konan kom líka um kvöldið. — Það var lag- leg görnul kona, með hvítan klút ofan yfir höfð- inu.

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.