Kvennablaðið - 01.07.1899, Qupperneq 6

Kvennablaðið - 01.07.1899, Qupperneq 6
54 Læknirinn benti henni á 8tól að sitja i. „Er það útvortis eða innvortis", spurði konan. „Það er innvortis“, sagði ráðskonan og benti á hálsinn. „Já, já, þá verðið þér fvrst. að koma inn með eldker með glóð í“, sagði konan. það var gert; konan taldi 30 dropa úr glasi í skeið, sem hún hafði með sér, hélt klút fyrir augun, rétti hendina út yfir glóðarkerið og sagði: „Arakó, arakó, arakó.“ Ha, ha, ha, ha, ha, skellihló læknirinn, ígerðin sprakk af hlátrinum, og gröfturinn fðr út. Konunni leið vel áður, en miklu varð hún þó frægari og auðugri á eftir, þegarj það spurð- ist, að hún hafði læknað sjálfan lækninn. Góð ráð. Svört hnífsköft, sem eru orðin gráleit, má gera gljáandi og' svört sem íbenholt, sem hér segir: 1 pt. af vatni skal sjóða með 15 gr.: af „blátrés-extrakt" og bæta þar í 2 gr.: af kromsúru kali. Þegar þetta hefir soðið dálítið saman, verður það fjólu- blátt á lit, en hnífsköftin, sem dýft er ofan í, verða kolsvört og gljáandi þegar þau þorna. — Þvottasvampa er gott að hreinsa í volgu vatni með 2—3 matskeiðum af sal- míakspiritusi. Smælki. Fyrir peninga má kaupa mat — en ekki matarlyst; meðul, -— enn ekki heilsu, mjúk rúm, — enn ekki svefn, læi'dóm, — enn ekki djúpsæan fróðleik, skraut, — enn ekki fegurð, völd og glans, — enn ekki þroska, skemtun, — enn ekki gleði, félaga — enn ekki vini. Árni Garborg. Ef þú hefir verið í samkvæmi, þar sem þú hefir lært að skammast þín fyrir gróf- ar hendur og sprungnar af vinnu, — þá hefir þú verið í illu samkvæmi. Björnson. Með „Vesta“ og „Botnia“ nýkomið 52 Lg tons f1/^ skipsfarmur) af allskonar vörum, í skarðið fyrir það, sem selt hefir verið, síðan vorskipin komu. PÁKKHÚSDEILD IN hefir verið stækkuð að miklum mun; vörurnar verða seldar mjög ódýrt. í GÖMir BÚÐIXA nýkomið: eldhúsgögn alls konar, gullstáss, vindlar og reyktóbak, sígarettur frá Englandi og beint frá Egyptalandi, öl frá Þýzkalandi, sýnishorn af Telefon — og öðrum rafmagns- áhöldum, skrifvélar, stofugögn og ótal fleira.

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.