Kvennablaðið - 01.10.1900, Qupperneq 6
78
takmarkalaust ástúðlega, með tárin í augunum.
Þetta augnatillit sagði honum alt. — —
Hann titraði við að sjá hvað í því fólst. Var
hann nú í raun og veru svo mikils verður? —
Það var hans vegna. — Það var hann, sem
hún hafði altaf hugsað um.-----Já, þau heyrðu
hvort öðru til. Hann tók hana í faðm sér, al-
veg frá sér numinn af gleði og kysti hana aft-
ur og aftur.-------
Eg átti þig þá og nú og ætíð — alla okk-
ar æfi. Er ekki svo, ástin mín?“
„Jú, Eiríkur".
Það var farið að rökkva svo þau urðu að
snúa heim aftur. Þau leiddust og gengu hratt,
én gangurinn var léttur og limaburðurinn fjör-
legur; gleðin og hamingjan skein út úr sérhverri
hreyfingu þeirra. Eiríkur þagnaði aldrei —
hann var svo ósegjanlega sæll, að hann vissi
varla hvað hann geröi eða sagði. — — Beta
var hljóð — hún fann ekki lengur til þreytu
eða óþreyju — við hliðina á Eiríki var kyrlátt
og örugt. —--------Hún fór smámsaman að
skilja, að hamingja hennar var enginn hugar-
burður, og þá fór hún líka að tala ánægjuleg
og áköf. Þau gættu ekki að því að þau voru
bráðum inni í bænum og að allir gætu séð þau
ganga saman og leiðast. - Þau hugsuðu um
ekkert nema hvort um annað. — — Svo stóðu
þau alt í einu augliti til auglitis við eina frú
bæjarins. Hún leit hissa á þau og eins og
hún gæti ekki samþykt þetta atferli þeirra. —
Beta roðnaði og varð hálf teimin, en Eiríkur
heilsaði svo feimulaust, eins og hann hefði
verið trúlofaður í tíu ár.
Eiríkur fylgdi Betu alveg heim til Linde-
grens til þess að segja þeim þessa nýjung. Og
þó undrunin yrði nú ekki sérlega mikil — og
það gramdi Betu dálítið — þá var ánægjan því
meiri. Og svo varð þar kampavínsdrykkja og
heillaóskir, og héraðshöfðinginn hélt ræður, og
frú Ida og börnin föðmuðtt Betu og kystu með
niestu gleðilátum. —
Beta var feimin og fálát — og svo líka
dálítið utan við sig. — Henni var svo nýtt um
þenna hátíðablæ og fögnuð — fyrir hana —
hina fölu og lítilfjörlegu Betu-------— henni
fanst að hjartað í sér mundi springa; það var
svo fult af gleði, lukku og þakklæti — og augu
hennar fyltust tárum.
Eirfkur tók undir hökuna á henni, og Ieit
gletnislega á hana utn leið og hann sagði:
„Nú ertu Betan mín“—hann beið lítið eitt
við -— „alveg eins og eg hafði hugsað að þú
mundir verða að sjá á trúlofunardegi okkar".
„Strákflónið þitt!“
„Strákurl — Hvað ertu að segja". Hann
steytti fingurinn frarnan í hana.
En hvað hún elskaði hann! Hún gat ekki
stilt sig tint að faðma hann að sér og kyssa
hann þótt héraðshöfðinginn og frú Ida stæðu
hjá þeirn.
Það hafði verið ráðgert að Eiríkur skyldi
ferðast í apríl, en nú var ferðinni frestað þang-
að til í júní. — Beta vildi ekki hætta á stofn-
uninni fyr en læknirinn hefði útvegað sér ein-
hvern annan tíl hjálpar. Svo þurfti hun líka
tíma til að búa sig út.
Þau ætluðu að vera burtu í tvö ár, svo
þau bjuggu nú ekki um sig, eða útveguðu sér
neitt heintili. Það átti að bíða þangað til þau
kæmu aftur. Þau vissu heldur ekki hvar þau
mundti setjast að, því Eiríkur hafði ekkert fast
embætti enn þá.
Þetta átti að vera mjög fáment brúðkaup.
Skyldfólk hennar hafði reyndar í fyrstu verið
á móti þvf, en Beta og Eiríkur fengu sínum
vilja framgengt. Héraðshöfðingja hjónin og
Arnberg læknir voru einu vandalausu boðsgest-
irnir. Sundin assessor hafði ferðast eitthvað
brott, en sendi Betu áðurskrautlegt ferðaskrfn
í brúðargjöf ásamt mörgum hamingjuóskum.
Og svo stóðu þau Beta og Eirlkur einn
fagran suntardag frammi fyrir altarinu í gömlu
kirkjunni heima 1 feðraborg sinni — þau lof-
uðu að elska hvort annað í sorg og gleði og
jáorðið hljómaði svo skírt frá vörutn þeirra,
eins og þau væru fullviss um trúnað hvors
fyrir sig, og alveg óhrædd um framtíðina, þar
sem gleðin og sorgin ættu að vera sameigin-