Kvennablaðið - 28.02.1901, Side 1

Kvennablaðið - 28.02.1901, Side 1
Kvennablaðíd kost- ar i kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 2 kr. (60 cents vestan hafs). 1 verðsins borgist fyrirfam, en a/3 fyrir 15. júlí. frlttttaMftbib 1 ♦ Uppsögn skrifleg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- gef. fyrir 1 okt. og kaupandi hafi borgað að fullu. 7. ár. Reykjavík, 28. febrúar 1901. J\s 2. Amerískir heimilishættir, 1. VERNIG eigum vér að innræta börnunum meiri virðingn fyrir inn- anhússvinnunni ? Þessari spurningu svara Ameríkumenn með því að láta börnin taka þátt í heimilis störfunum, frá því þau fara að geta nokkuð. Ekkert furðar þá. sem fara að venjast amerískum siðum, eins mikið og hvað lítið húsmæður þar þurfa að nota vinnu- konur eða aðra óviðkomandi til heimilisstarf- anna. Og á engu furða Ameríkumenn sig jafnmikið a eins og því, hvað Norðurlanda- búar þurfa margt vinnufólk. Stórir og stæði- legir strákar og stelpur láta stjana undir sér, og meira að segja finst það vera eðlilegt, að móðir þeirra standi á nálum þeirra vegna. En það er rangt að ala börn sín upp til að verða svo ónýt. Hér sýnist það vera viðkvæðið, að því fleiri sem börnin séu, þess fleiri þurfi vinnukonurnar. En í Ameríku eríhvertsinn sagt sem bætist við barnahópinn: „Þarnabæt- ist einn við til hjálpar". Ameríkumenn hugsa skynsamlega, því þeir meta vinnu konunnar heima jafnmikils og störf húsbóndans utan heimilis í þarfir þess. Og barnið fær í tannfé réttinn og skylduna til að taka þátt í baráttu lífsins, rétt og skyldu til að vera til hjálpar í smástörfunum, svo pabbi og mamma eigi hægra með að vinna stærri verkin. Um það, hvernig Ameríkumenn hagi sér í þessu tilliti, segir norsk kona á þessa leið: „Eg ólst upp hjá mentuðum foreldrum al- veg á sama hátt eins og eg sé að enn þá er siður hér heima. Svo fluttist eg 17 ára göm- ul lengst vestur í Ameríku. Ástandið þar gerði það að verkum, að vinnukonulaun voru mjög há, 60—150 kr. á mánuði. Af þessu er auðsætt, að fólk fer fljótt að læra að bjarg- ast áfram án annara hjálpar, og nota heldur þá hjálp, sem fá má á heimilinu. Hér sá eg prestsfrúna, sem var útlærð af háskólanum, standa á hverjum mánudagsmorgni við þvotta- balann, eða þvottavélina, og báða syni henn- ar vera að snúa þvottavindunni, og sjálfur presturinn þóttist ekki of góður til að hjálpa til að bera þungar vatnsfötur. En svo var frúin líka honum mjög hjálpleg í embættis- verkum hans, og haf ði mikinn áhuga á þeim. Hún kendi við sunnudagaskólann, veitti trú- bragðafélaginu forstöðu, fátækrahjúkruninni o. fl. En samt kom hún öllum heimilisverkun- um af með aðstoð beggja sona sinna. Þó hafði hún ungbarn á höndunum, og varð að taka með gestrisni móti öllu sóknarfólkinu, sem ekki var búsett þar f bænum. í nágrenni við okkur bjuggu líka kap- teinshjón. Frúin var oftast rúmföst, og fað- irinn og fjórir synir þeirra, sem voru frá 12 til 18 ára gamlir, gerðu öll heimilisverkin. Þeir bökuðu, suðu, skúruðu, þvoðu, sléttuðu lín o. s. frv. Drengirnir voru í skóla frá kl. 9—4, og sá elzti gekk á lærða skólann, sem var 4 enskar mílur þaðan. Dómarafrúin feimaði sér heldur ekki við að gera heimilisverkin, og þó var hún fín og inndæl kona, mjög gefin fyrir „musik" og # bókmentir. Hún þvoði sjálf og sléttaði líka allan sinn þvott, eingöngu með 2 sonum sín- um. (Fæstir af nágrönnum mínum áttu dæt- ur). Hún saumaði öll fötin handa heimilis- fólkinu fyrra hluta dagsins, meðan dreng- irnir voru í skólanum, en kveldin voru höfð til að lesa og spila á hljóðfæri og syngja. Hvert sem eg leit þá sá eg hjónin og börnin önnutn kafin í sameiginlegri heimil- isvinnu. Hin gafaða og duglega nagranna-

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.