Kvennablaðið - 28.02.1901, Page 3

Kvennablaðið - 28.02.1901, Page 3
KVENNABLAÐIÐ. 11 bezt, en samsettir litr fari ljóshærðum aftur bet- ur. Bláeygð ung stúlka getur oft verið inndæl í vatnsbláum fötum, en þegar komið er fram yfir tvítugt, á reykblátt eða turkisblátt betur við. En dökkhærð fríðleiksstúlka getur hæglega klæðst sterkum bláum litum miklu lengur. Fallegir rós- rauðir litir eiga einkum við dökkhærðar stúlkur, en þó fer það sjaldan bjarthærðum vel, nema í mjög ljósum litum. Græni liturinn, sem áður hefir verið smáður og fyrirlitinn, hefir nú um undanfarin ár setið í hásætinu, enda fer hann öllum konum vel, ef þær eru ekki gulleitar í andiiti. Þó er Ijóshærðu stúlk- unum ráðlegast að halda sér helzt að blágrænu litbreytingunum, en láta dökkhærðu stúlkunum eftir hina hættulegu gulgrænu liti. Einkanlega fer mjög rjóðri konu vel blágrænt, sem hún verður að taka í staðinn iyrir rautt — af því hún verður að forðast allar rauðar litbreytingar, eins og sjálf- an eldinn. Dökkhærðum konum, sem eru fölar yfir- litum, fer fátt jafnvel og „karmosínrautt" eða „pur purarautt". En þetta má ekki ginna þær ljóshærðu til að fá sér samskonar föt, af því að htnar fínu hörunds litbreytingar njóta sín þá ekki. En aftur fer ljóshærðum konum að sfnu leyti jafnvel ljós- fjólulitað .(lilla), því við þann lit nýtur spengileg- ur vöxtur og fallegur ljós litarháttur sín mæta vel. Ef hörundsliturinn er mjög hreinhvítur og rjóður, þá eru hinar ljósari og bláleitu fjólulitbreytingar ' hæfilegastar, en fölum konum fara aftur betur rauð leitir „lilla“ litir. Öllum konum getur auðvitað farið vel bæði svart og hvftt; einkum eru svört föt talin ffn úr ýmsum léttum efnum, eða atlaski eða flöjeli. En við íslenzku konurnar förum heldur langt í eftirlæti okkar á svarta litnurn, og ættum því heldur að afrækja hann dálítið en taka hæfilegri liti upp í staðinn. Svart heyrir til sorg og aftur- för, en á ekki við brosandi augu, rauðar varirog spébolla 1 kinnum. Auðvitað er hér of kalt til þess, að hér verði gengið í þunnum hvítum fötum, en þó ættu ungu stúlkurnar okkar að koma hvíta litnum að þar sem hægt er, og vel færi á. Áður hef- ir það verið álitið, að einungis ungum hæfði hvltt. En það er að eins hjátrú. Enginn litur útheimtir prúðari framgöngu og látbragð en hvítt, og því fer oft fult svo vel á, að sjá þrítuga konu hvít- klædda sein unglingsstúlku, af því hún ber sig bet- ur. En ekki fer hvítt gildvöxnum konum jafnvel og grönnum. Svartur litur lætur vöxtinn sýnast grennri, en hvftur sýnir hann gildari, og því fer og grönnum konum hvítt bezt. Hvítir kjól- ar eða kyrtlar úr „moll, tyll“ eða „linon“ ættu að eins kornungar stúlkur að brúka. En kjól eða kyrtil úr mjúkum léttum ullardúki, sem fellur lið- lega niður, getur hver grönn kona borið, og þ^ð þó hún sé 20—40—eða 60 ára,—segir Margrét Italíu- drotning, sem jafnan er hvítklædd hvern einasta dag á árinu. Sku Idadagar nir. (Þýtt). (Framh.). ^RNA sat Karen horfandi sem lengst út í vornæturdimmuna, hugsandi um eins ogsvo oft áður, hvort hún hefði hætt að elska hann, af því að hann hefði breyzt svona, eða hvort hann hefði orðið svona af þvf að hún elskaði hann ekki eins og áður. »Guð elskar þá meira en aðra, sem eru glat- aðir, ógæfusamir og syndugir, en eg get það ekki«, andvarpaði hún örvæntingarfull. En nú var það hann sem kom, að minsta kosti. Hún stökk upp af arinhellunni og faldi sig fyrir aftan bæjarhurðina. Hún heyrði hann hósta niðri við vegamótin. En svo varð alt hljótt. Hún vissi ekki hvað lengi hún beið, en svo fanst henni hún heyra stunur, og þá stökk hún ofan fyrir brekkuna. Þar lá hann alveg ó- sjálf bjarga. »Lofaðu mér að liggja og deyja í friði«, draf- aði í honum. Hún lyfti honum upp og studdi hann í hverju spori. Ást og nærgætni skein út úr öllum hennar hreyfingum, og þrátt fyrir vesöld sína varð hann þó var við það. Hún vissi ekki hví tilfinningar hennar breyttust svo snögglega — en fann að eins hvað það var blessunarríkt. — Þannig komst hann hálf-borinn af henni heim að bæjardyr- unum. »Reyndu nú að hafa lágt, svo drengurinn vakni ekki«, sagði hún. »Mömmu barnið«, tautaði hann öfundsjúkur, en hún tók ekki eftir því. Þegar hann stóð á þreskildinum, sem hann gat varla komist yfir, sneri hann sér við og steytti hnefann móti »vill- unni« hinu megin, sem ljósin voru núsloknuð f. — Henni varð líka litið aftur fyrir sig út í vor- nóttina, sem var svo undarlega björt og dularfull, eins og gagnsýrð af ilminum af þúsundum af jurtum, sem alstaðar gægðust upp úr jörðinni, fagnandi af gleði lífsins. Snjórinn breiddi sig yfir skógana og hagana og lá í háum sköflum báðumegin við þjóðveginn, þar sem snjóplógurinn hafði farið um, beygði greinir trjánna niður, og sveipaði alt hvítri glitr- andi ábreiðu, sem fossinn gerði eins og stóra dökkleita rauf í tilsýndar, yfir ísinn á vatninu. Öll börnin í þorpinu vissu að hvergi fékst betri sleðabrekka en hlfðin uppi við Skógsþorp-

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.