Kvennablaðið - 31.05.1901, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 31.05.1901, Blaðsíða 2
34 KVENNABLAÐI©. home is my castle“. Lífið í veitingahús- unum, kaffihúsum, leikhúsum og á öðrum op- inberum stöðum er eigi líf sjálfra Parísbúa, að minnsta kosti eigi nema eins flokks þeirra. Uti í heiminum gjöra mann sjer opt rangar hug- myndir um heimilislíf Frakka, einmitt sökum þess, að þeir, sem sem rita ferðasögu hjeðan, hafa eigi sjeð annað en Hfið á opinberum stöðum; þá lýsa þeir þvf, og lesendurnir fá þá hugmynd, að Parísbúar lífi mest á strætunum i veitingahúsum og leikhúsum, og að heim- ilislíf eigi sjer varla stað. Þetta er eigi svo. Frakkar eru í rauninni apturhaldsmenn, og hinar göfugu ættir halda uppi siðvenjum og hátium liðinna tíma. Svo jeg taki einungis eitt dæmi, uppeldi dætranna: Ungar stúlkur af góðum ættum eru aldar upp svo strang- lega, að furðu gegnir. Alla uppfræðslu fá þær í klaustrum, þar sem þær verða að taka þátt í bænagjörðum öllum og öðru þvílíku. Þær mega hvorki senda eða taka á inóti brjefi, nema abbadísin hafi lesið það áður. Þegar ættingjar þeirra heimsækja þær, er æfinlega einhver nunna viðstödd. Skaldsögur og ver- aldlegar skemmtibækur eru bannfærðarfrá aug- um þeirra, o. s. frv. Þegar kennslutíminn er á enda og þær koma heirn aptur, byrja þær reyndar að taka þátt í skemmtunum, en eru eigi látnar fara eitt spor einar. í leikhúsið fá þær að eins að fara, er framúrskarandi leik- rit eru leikin, og eigi lesa þær aðrar bækur en þær, sem foreldrarnir velja handa þeim. Það eru jafnvel hjer þær ungar stúlkur, sem aldrei hafa komið í leikhús, aldrei verið við- staddur opinberar skemmtanir fyr en þær giptast. Hjer er einungis talað um hinar æðstu og göfugustu stéttir. Smáborgarar og fátæklingar geta auðvitað eigi upp alið dæt- ur sínar þannig. Það getur auðvitað verið spurning um, hvort þetta uppeldi sje hið rjetta. En svona er það, og hinar ungu meyjar eru vanalega ánægðar með það. Greifafrú ein sagði mjer sjálf frá því, að hún hefði aldrei komið í leikhús áður en hún giptist, „og", bætti hún við, „það var eigi af því, að for- eldrar mínir vildu eigi lofa mjer með sjer, ’neldur var það jeg sjálf, sem vildi eiga allt þetta til góða, þangað til jeg væri gipt. Jeg vildi láta eiginmann minn hafa ánægjuna af, að sýna mjer heiminn og dýrð hans; jeg vildi gefast honum ný og óreynd, og láta hann kenna mjer að þekkja lífið". Hjónabandið er og allt fyrir frakkneska stúlku. En að giptast er og erfitt og torvelt einkum fyrir þær, sem eru fátækar. Heim- anmundurinn ræður hjer mestu. Astin kem- ur á eptir. Foreldarnir búa allt undir sín á milli. Hjóna-efnin eru látin sjást nokkrum sinnum, auðvitað í viðurvist foreldranna, og mánuði síðar er brúðkaupið haldið. Ef ást- in svo vill eigi gjöra svo vel að sameina hjón- in, skilja þau eptir stuttan tíma, eða lifa hvort við annars hlið, eins og þau væru ókunnugt hvort öðru. Lífið í stórborgunum hefur það í för með sjer, að kunningjarnir eru margir, en sannir vinir fáir. Hin alkunna skáldkona Frakka, George Sand, kallar Parfs „un desert d’hommes"; það er að segja: innan um þennan aragrúa af ókunnugum gagntekur manninn sama tilfinning, eins og hann væri einn úti á eyðimörku. Hjerhúa menn árum saman í sama húsi, án þess að hafa nokkra hugmynd um, hverjir búa í herbergjunum við hliðina eða á loptinu fyrir ofan. Menn heim- sækja eigi hver annan, þá er þá langar til þess, heldur hefur hver sinn tiltekna dag í vikunni til að taka á móti vinum sínum. Auð- vitað eru það húsfreyjurnar, sem mest halda uppi heimsóknunum. Húsbóndinn er eigi inni, þegar kona hans tekur á móti gestum. Til þess að gefa lesendunum nokkurn veginn rjetta hugmynd um þessa „móttökudaga", skal jeg stuttlega lýsa slíkum degi hjá heldri konu einni, E. L., ekkju eptir stórembættismann. Jeg verð þó áður að benda á, að í París er borðað tvisvar á dag, morgunverður um há- degi, og kveldverður kl. 7 um kveldið. Kl. 3 eptir hádegi taka gestirnir að koma. Þjónn- inn kaliar hátt nafn gestsins um leið og hann opnar dyrnar. Húsfreyjan stendur þá upp og gengur á móti gestinum og leiðir hann til sætis. Húsgögnunum er allt öðruvísi skipað niður en á íslenzkum og dönskum heimilum. Borð verða þar eigi sjen á miðju gólfi (nema lítil borð hjer og hvar); stólar og legubekk-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.