Kvennablaðið - 31.05.1901, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 31.05.1901, Blaðsíða 6
38 KVENNABLAÐIÐ, alla virku dagana í vikunni, en á sunnudögum kom hann oftast upp að Skógsþorpi síðdegis og tafði þá venjulega 2—3 kl.tíma. Karenu leiddist þá ef hann kom ekki. Hann var tveim árum eldri en hún, og gagnólíkur henni í mörgu. Hann var minni vexti, grannvaxinn, og svo bjartur yfirlitum, að hann sýndist næstum litlaus. Augun voru lít- il og andlitið sýndist í fyrstu mjög fjörlaust og tilbreytingarlaust, hreyfingarnar voru seinlegar og hálffeimnislegar. Hann hafði ótrúlega mikið vald yfir skóla- börnunum, þótt hann væri tilkomulaus og hæg- fara. Þegar mönnum varð litið inn í bláu djúpu augun hans, sást fljótt að inni fyrir voru góðsemi og trúfesti, sem kom börnunum til að hlýða hpn- um og bera traust til hans. Hann hafði sagt Karenu að drengurinn væri fljótur að læra, en hefði hvorki vilja eða krafta til á- reynslu vinnu. Og á meðan hún vigtaði og mældi, festu orð hans rætur hjá henni. Oft þegar umferð var mikil.þurfti hún hjálp- ar við, og saknaði þá Ingiríðar, sem oftast hafði verið við hendina áður enn Anton kom heim. En nú komu bæði börnin oftast saman, þv( hvern- ig sem Anton lék sér, þá vildi hann helzt vera niður við búðina. Honum leiddist ekki eftir móð- ur sinni, heldur langaði hann tit, að standa fyrir innan búðarborðið til að selja, taka við pening- um, láta þá I skúffuna, og stinga svo einstöku eyri við og við í sinn vasa, án þess nokkur tæki eftir. Móðir hans, sem hafði þótt vænt um að hafa Ingiriði, var ekki um að hafa hann 1 búðinni, og varð þá óviss og óróleg. En hann talaði fyrir vörunum, og slepti eng- um fyrri en hann hafði verzlað eitthvað; hann var líka svo fljótur og viss < reikningi, að Karen ruglaðist, og vissi ekki alminnilega hvað miklir peningar hefðu komið inn. Undir eins og hún var búin að draga 30—40 krónur saman, þá fékk hún Holm þær, því hann var milligöngumaðurinn með afborganirnar. Dags- kassinn, eða peningarnir sem inn komu á hverj- um degi, var geymdur á nóttunni í búðinni, því þar þótti henni öruggara að geyma enn heima 1 ólæstum hirzlum. Hún skoðaði alla kramvörusala, sem komu til bæjarins við og við, eins og skæðustu óvini, sem reyndu að tæla fólkið frá henni til þess að kaupa lélegar vörur af sér. Nú hafði Gyðingur nokkur nýlega komið þangað, sem seldi úr fyrir dæmalaust lágt verð. En um það gaf hún minna, því hún verzlaði ekki með úr. Anton kom nú til hennar brennandi af ákafa og áhuga að fá sér úr. »Mamma, hann hefir silf- urúr með keðjum fyrir tuttugu krónur. Ó, keyptu eitt handa mér!« »Hvernig getur þér dottið það í hug?« sagði hún hægt. »Einhvern tíma get eg líklega gefið þér það eða þú getur keypt þér það. En þangað til get- ur þú beðið«. Hann hypjaði sig burtu bæði hryggur og reiður. Litlu barónarnir áttu úr, og honum fanst að öll slitnu fötin hans fengju annan blæ, ef hvað lítil- fjörleg úrfesti sem væri hengi utan á vestinu. Laugardagskvöldið eftir var mikil ös, og þeg- ar Ingirlður kom ofan eftir, þá bað Karen hana að bíða og hjálpa sér. Anton kom ekki ofan eftir um kveldið, og þegar móðir hans kom heim þá var hann sofn- aður. Hún var dauðþreytt bæði á sál og líkama, og steinsofnaði eins og vant var. Hún vissi ekki hvað hún hafði lengi legið svo, þegar hún alt í einu rumskaði við það, að henni fanst einhver hreyfa við hurðinni eða snerta á búðarlyklinum, sem hékk á naglanum við eld- stóna. Hún var enn þá hálfsofandi og gat ekki gert sér grein fyrir hvað um var að vera. En samt stóð hún upp og gekk fram að dyrunum, og þreif- aði líka á naglanum. En alt var kyrt. — Það hafði bara verið hugarburður eða draumur. Þegar hún fór upp í rúmið.strauk hún hend- inni um kinninni á drengnum sínum. Þá var svefninum hennar lokið. Morguninn eftir fór hún til kirkju eins og hún var vön. En áður en hún fór, stakk hún búðarlyklinum í vasa sinn. Seinna um daginn kom Holm — en hún var fámælt, og honum fanst hún helzt vilja vera ein og hann ætti að fara. Það fyrsta, sein hún gerði á mánudagsmorg- uninn, þegar hún kom inn f búðina, var að draga út peningaskúffuna. Það vantaði peninga í hana, en hvað mikið það var, vissi hún ekki; þó saknaði hún 4 tvíkróna- peninga, sem þar áttu að vera. Hún hafði áður haft kvfðablandinn ótta við þá hættu, sem var á ferðum, og varla þorað, að sjá framan í hana. »Lofum sunnudeginum að llða. Drottinsdagurinn skal í heiðri haldinn, og ekki

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.