Kvennablaðið - 30.08.1901, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 30.08.1901, Blaðsíða 4
6o KVENNABLAÐIÐ. niðurgrafinn, en rúniar 3 álnirupp úr jörð; glugg- ar á honum eru því eins stórir og ( hverri ann- ari stofu, enda er þar borðstofa og er hún 16 áln- ir að lengd, einnig eldhús, búr, þvottahús, baðhús, 2 geymsluherbergi og 2 útgangar. A næstu hæð eru 2 forstofur, 3 skólastofur og 5 minni herbergi, ætluð sitt til hvers. Þar fyrir ofan er loft með háu porti og tveimur kvistum þvert í gegnum mitt húsið; hver um sig er 12 álnirað lengd. Þar í er 1 forstofa og 7 herbergi, 6 ætluð til 'að sofa í og eitt til geymslu. Efst er háaloft, ætlað til þurk- lofts og geymslu. Ut í gangana eru dyr úr öllum herbergjum skólans og auk þess dyr á milli her- bergja eins og þurfa þykir. I húsinu eru t6 ofn- ar, 1 strauofn, 1 baðofn með baðkeri, þvottapott- ur og tvöföld eldavél. 3 múrpípur eru í húsinu; eru þær allar hlaðnar tvöfaldar og annað hólfið ætlað til lofthreinsunar. Alls eru 26 ventilar í húsinu; svo vel er séð fyrir því sem öðru, að hægt sé að hafa gott loft í herbergjunum. Ur eldhúsi, þvottahúsi og báðum efri göngunum eru vaskar með skólprennum út í aðalrennuna frá húsinu. I kring um alt húsið er 5 álna breið stétt, sem hall- ar lítið eitt frá húsinu; þaðan tekur við fyrir fram- an aðalhlið húsins sléttur grasflötur fram á ár- bakka. Frá hvaða hlið sem litið er, er skólahús þetta mjög ásjálegt og fallegt til að sjá. Forstöðunefnd kvennaskólans hefir sýnt fram- úrskarandi dugnað í öllu þessu byggingarmáli og valið sér beztu menn til aðstoðar, og má sérstak- lega nefna til þess sýslumann Húnv. Gísla ísleifs- son og amtmann Pál Briem á Akureyri, sem þeir fólu að semja við timburmeistara Snorra Jónsson, er sent hafði teikningu og tilboð um að taka að sér byggingu á skólanum. Um leið og samning- ar voru gerðir var ýmsu bætt við, tilhögun breytt til mikilla bóta og auk þess gerð ákvæði um ým- islegt, er miðuðu til þess að gera húsið vandaðra og traustara en í fyrstu var áætlað, en jafnframt hlaut það að verða nokkuð dýrara. Eins og Snorri Jónsson skilar því í haust kostar það 18,600 krónur. Kenslukonur skólans eru þessar: 1. Elín Eyj- ólfsson f. Briem, 2. Kristín Jónsdóttir frá Auð- ólfsstöðum í Langadal, fyrverandi kenslukona, en nú um nokkur ár við nám ( Kaupmannahöfn, 3. Jórunn Þóiðardóttir úr Reykjavík, sem hefir gert fatasaum að aðalstarfi sínu. Hinar 2 fyr- nefndu kenslukonur hafa bóklegu kensluna á hendi og auk þess handavinnu-kenslu að meiru eða minna leyti. Akveðið er að hafa góðan kenn- ara í söng og orgelspili, en ekki er fullráðið enn hver hann verður. Vefnað er ákveðið að kenna við skólann, þeim sem þess óska, bæði almenn- an vefnað og útvefnað, eins og tíðkast í samskon- ar skólum í útlöndum. Vefnaður er bæði gagn- leg og skemtileg vinna, og stendur víða á heim- ilum svo á, að einhver hefir tíma til þess að sinna vefnaði að vetrinum, ef kunnáttu til þess vantaði ekki. Það er tilkomumikið, að koma upp allri álnavöru á sjálfu heimilinu, því þrátt fyrir það, þó kaupa þurfi nokkuð af efni, svo sem tvist, hör o. fl., verður það eigi að síður notadrýgra og ó- dýrara, en að kaupa því nær hverja al. í kaup- staðnum. Vefstaðir pantaðir frá útlöndum með öllum áhöldum kosta viðlíka mikið og góð sauma- vél, og eru svo laglegir útlits, að þeir mega heita stofuprýði, en annars má vefa mjög margbreytt- an vefnað í hvaða vefstól sem vera skal, að eins með því að bæta við nokkrum áhöldum. Það mætti virðast sem sjálfsagt, að þessi nýi kvennaskóli yrði vel sóttur, en þó er ýmislegt, sem getur staðið í vegi fyrir því nú í byrjun, með- al annars ókunnugleiki manna um skólann lengra í burtu og nokkrir flokkadrættir í sýslubúum, sem eiga skólann, út af flutningi hans, og hefir heyrst á sumum, að þeim þætti það helzt að, hve hrað- lega hefði verið undið að því að flytja skólann, en sú skoðun hlýtur annaðhvort að vera af ókunn- ugleika á skólamálinu eða þá af gleymsku, því 1883, þegar Skagfirðingar og Húnvetningar sam- einuðu skóla sína, var þetta gamla timburhús á Ytriey keypt að eins til bráðabirgða, af því það var til sölu fyrir lágt verð, og síðan hefir árlega verið talað um að flytja skólann. Skagfirðingar vildu láta flytja hann á Sauðárkrók, en Húnvetn- ingar á Blönduós; síðar komu Eyfirðingar til og vildu láta sameina báða norðlenzku kvennaskól- ana í einn skóla, en ekki er kunnugt um með vissu hvar þeir vildu láta hann standa. Nú hafa Húnvetningar tekið skarið af og bygt skólann upp á Blönduósi, þegar þeim fanst húsið á Ytri- ey orðið alveg óbrúkandi sem skólahús. Sumir hafa kastað steini til sýslunefndarinn- ar og skólanefndarinnar í Húnavatnssýslu fyrir framkvæmdir sínar í skólamálinu, en þeir, sem skoða það mál með nokkurri sanngirni og eru svo kunnugir, að þeir geti nokkuð um það dæmt, hljóta að sannfærast um, að allar framkvæmdir þessara tveggja nefnda miða eingöngu til þess að efla skólann, fullkomna hann og bæta. Aður en eg enda Knur þessar vil eg taka það fram, þó eg viti að skólanefndin hafi þegar auglýst skólann, að hver stúlka borgar fyrir sig á skólan- um 60 aura á dag og verður það 135 krónur fyrir allan tfmann frá 1, okt. — 14. maí. Þær stúlkur, sem þurfa að sæta skipaferðum, mega koma fyrir eða eftir 1. okt. eftir því sem á stendur. Umsóknir um skólann má senda annaðhvort forstöðunefnd skólans eða undirritaðri forstöðu- konu hans á Blönduósi. Sé ekki tími til þess að koma svari aftur, er stúlkum óhætt að koma án þess. Elín Eyjólfsson.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.