Kvennablaðið - 31.07.1902, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 31.07.1902, Blaðsíða 4
5£ KVENNABLAÐIÐ. nóga hirðingu hörundsins, andlitsþvott úr ein- tómu volgu vatni, án þess að andlitið sé skol- að yfir úr köldu vatni á eptir, illt lopt í her- bergjum og oflitla útiveru í hreinu lofti. Svo hafa ungar stúlkur oft ýmsa smá- kæki með andlitið, og af því myndast hrukk- urnar of snemma. Þær hrukka oft ennið og hleypa í brýrnar, þegar þær eru við einhverja vinnu, eða þykir eitthvað miður. Stundum gera þær sig svo alvarlegar og leggja and- Htið í þvílíkar fellingar, láta varirnar hanga niður og gera á sig allskonar fettur og brett- ur, þegar þær eru að tala. Án þess að taka tillit til, að þetta grettir andlitið og myndar í það hrukkur, þá er þetta líka ljótur óvani og óþægilegt fyrir þá, sem horfa á. Ment- að fólk ætti að gæta að því, að andlitsbreyt- ingar, sem spegla hugsanir og tilfinningar þeirra, sem tala, geta því aðeins orðið fall- egar og lausar við brettur og fettur, að þær sé ósjálfráð og eðlileg hreyfing. Andlitsbrettur fara ölluin illa. jafnvel fríðustu andlitum. Ákafar geðshræringar, ástríður, sársauki, gremja, sorg og áhyggjur geta auðvitað líka verið orsakir þess, að hrukkur komi of snemma í andlitin. Verst áhrif á andlitið í þessu til- liti, til þess að andlitsvöðvarnir dragist snemma saman, hefur ofmikil birta af sólargeislnm, því þá kipra menn augun saman, þótt það sé alveg gagnslaust. Fyrstu aldurshrukkurnar koma í kringum augun og munninn; fyrst sárfínar, en svo smádýpka þær og verða auðsæari. Þessar hrukkur fá allir fyr eða síðar, sem komast til nokkurs aldurs. En eins og sagt hefir verið áður hér í blaðinu, þá má margt gera til að varna hrukk- unum að koma. Andlitsnudd og andlitsböð yfir heitri vatnsgufu, góð ósaknæm andlits- smyrsl og góð mjúk þvottasápa, sem eng- in sterk efni eru saman við. Sömuleiðis að- gætni með að láta ekki andlitið gjalda hverr- ar gremju eða óþæginda, sem fyrir kann að koma, stöðugt hreinlæti, gott loft og glað- legur svipur, — alt þetta stuðlar að því, að varðveita fegurðina og halda andlitunum sem lengst ungum, og það ættu í raun og veru allir að óska eftir. Nógur er tíminn, þegar ekki verður lengur komist hjá hrukkunum og afturförinni. Skuldadagarnir. (Þýtt). (Framh.). rÚlofunarkortin með samardregnum nöfnunum Anton Stjernskóg — Irma von Döhlen voru send út, og gerðar við þau venjulegar athugasemdir. Baróninn veitti þeim miðdagsveizlu á Grand- hóteli, og brúðgumaefnið borgaði hana í kyrþey á eftir; það höfðu þeir orðið ásáttir með. Nokkrum dögum eftir trúlofunarveizluna átti heitkonan að skoða herbergin, sem hann bjó í, og því hafði hann boðið fáeinum vinum sínum til kveldverðar ( híbýli sín í Strandgötunni. Herbergin voru ekki niörg. Auk svefnherbergja, sem voru aflæst, voru: lítil dagstofa, salur, reyk- ingaherhergi og matsalur, Allur húsbúnaðurinn var mjög smekklegur, og var auðséð, að hann var bæði dýr, umhyggjusamlega valinn og vel kornið fyrir. Ekkert vantaði, og alt var í fyllsta samræmi hvað við annað. Enginn hlutur var annarstaðar en þar sem hann fór bezt, og var auðséð að til þessa þurfti smekk og listamanns- augu. Alt var glóbjart af ljósum, málverkum, blómstrum og listaverkum, mjúkir gólfdúkar, veggja- tjöld og dyratjöld með fínum samsvarandi litum, miklu dýrmætari, en það sýndist alt í fyrstu. Hann sómdi sér ágætlega sem húsbóndi, og var ant um að hún tæki eftir því. Hann var hreykinn af að hafa komið öllu svo smekklega fyrir. Dyravörðurinn stóð við dyrnar. En þegar Irma kom, þá lauk Anton sjálfur upp, ýtti dyra- verðinum frá og tók af henni skinnbúnu kápuna. Hún var alveg hvítklædd, án allra skraut- gripa, svo föl, að varla sást roði í kinnunum. Ennið var lágt, af því hárið, sem var svart og þykt féll ofan yflr það, — augun stór, dökk og leiftrandi, andlitsdrættirnir reglulegir, en nokkuð skarpir, munnurinn viðkvæmnislegur, vaxtarlagið höfðinglegt og fagurt, en lítið eitt lotið. »Hún er fyrirkona frá hvirfli til ilja«, hugsaði hann með sjálfum sér, og horfði lengi á löngu, hanzkaklæddu hendina hennar. Hann lagði handlegginn utan um hana, og

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.