Kvennablaðið - 31.07.1902, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 31.07.1902, Blaðsíða 6
54 KVEN NABLAÐIÐ. tekið til láns, og búðarmenn og verzlunareigend- ur beygðu sig og hneigðu, vegna þessa ríka tengda- sonar, sem þeir héldu að stæði bak við kaupin. »Brúðkaupið verður haldið seinna í vor«, skrifaði Anton rétt eftir trúlofunina, »líklega í maí«. Síðan hafði hún ekki frétt neitt. »Skyldi eg eiga að fara þangað«, hugsaði hún með sér, og hana tór að langa því meira til þess, sem hún hugsaði meira um að henni væri nú reyndar ofaukið í þann hóp. — »Hver ætli sé honum nákomnari en eg? Hvað væri hann nú án mln. Jæja, það kemur nú undir . . . Svo keypti hún sér svart tau og lét sauma úr því kjól, til þess að vera tilbúin. Alt annað gat hún fengið í Stockhólmi. Hún vissi nú ekki, hvernig það ætti að vera. Svo kom bréf til Karenar, og þótt hún væri ekki vön að opna þau í búðinni, þá var hún núna of forvitin til að geyma það. Skrautlegt bréfspjald með gyltri rönd t kring, datt út úr umslaginu. Það var boðsbréfið í brúð- kaupið, það vissi hún undir eins, og um leið fastréð hún að fara. Henni var ómögulegt að vera kyr heima. Hún las bréfspjaldið fyrst. Þar stóð: »Fyrst vígsla í kirkjunni, svo morg- unverður, útbúnaðartími o. fl.« »Veizluna á eftir kæri eg mig ekki um, þar er mér ofaukið, en 1 kirkjuna skal eg fara. Fyrir guði erum við öll jafningjar«, hugsaði hún með sér. Hún braut bréfið upp og las: Kæra, elskaða móðir! Það er eðlilegt að eg hugsi núna meira til þtn, en nokkru sinni áður; þtn, sem eg ( raun og veru á alt að þakka. Að þú ert ekki með okkur á þess- um hátfðardegi mínum, finst mér sárt, en eg skil vel að þú getur ekki ferðast svo langt, og mundir heldur ekki vilja vera með, hvað mikið sem eg bæði þig. En vel veit eg að þú ert hjá okkur í anda og árnar okkur allra heilla, og það er mér sönn gleði. Eg sendi þér þó boðsbréfið, til þess að þú sjáir hvernig alt lítur út. Blöðin tala sjálfsagt um brúðkaupið, og skal eg senda þér nokkur númer af þeim. Við hjónin ferð- ustum strax til útlanda, að afstaðinni veizlunni, og komum ekki heim fyr en ( júnílok. Það sem eftir er þá af sumrinu, verðum við í Stockhólmi. Þar búum við í villu utan við borgina, en ( haust flytjum við til......stað, þar er eg að láta byggja hús, það er nærri því tilbúið, og er í umsjón Andrésar þjóns míns, sem tengdafaðir minn hefir látið mér eftir — fyrir allmikla upphæð — sem eg hefði tvö- faldað ef þurft hefði við. Að heimsækja okkur par í kyrþey, vona eg að þér þyki ekki fyrir, þá færðu alt öðruvísi næði til að hafa okkur fyrir þig eina, heldur en nú. Eg hefði viljað skrifa miklu meira. En þú skil- ur víst kærasta mamma, hvað mikið eg hef að sýsla, og fyrirgefur þínum elskanda syni: Antotii". »Hann vonast ekki eptir að eg komi, en það skal hann nú ekki vera svo viss um, vel getur verið að eg komi samt«, sagði hún við sjálfa sig blóðrjóð af gremju. Hún tók upp bréfspjaldið og leit á það, án þess að skilja hvað á því stóð. sTuttugasti maí?« »Guð minn góður, það sem er einmitt núna — í dagl«. Það var eins og hvirfilbilnr af sorg, reiði og niðuriægingu geysaðí um hana, og skelti henni flatri fram á búðarborðið, þar sem hún lá á grúfu, alveg meðvitundarlaus um alt ( kringum sig. Hinn hrausti likami hennar hristist allur af geðshrær- ingu, hendurnar voru steyttar og tungan tautaði orð, sem hún hræddist, og meinti ekki. Tilfinningar hennar höfðu verið svo ákafar, að hún misti snöggvast vald yfir þeini. En það stóð að eins yfir stutta stund. Þegar hún stóð upp, þá var hún furðanlega stilt og róleg. »Þetta er brúðkaupsdagurinn einka barnsins míns, og hann held eg hátíðlegan á þenna hátt«, sagði hún í lágum og titrandi rómi. Hann held- ur mig vera sér nálæga í anda og með bænum mínum, og í stað þess.... Svo hripaði hún nokkrar línur á pappírsmiða, læsti búðardyrunum, og festi miðanum á hurðina. Síðan gekk hún upp að Skógþorpi. Loftið var ilmandi og hreint. Alt var svo háleitt og fagurt, að það hreyf huga hennar ósjálf- rátt. Eftir litla stund kom hún út á aldingarðs- tröppurnar með biblíuna í hendinni. Hún var í nýja, svarta kjólnum slnum, og andlitssvipur hennar lýsti hátíðlegri alvöru. »Ef til vill er eg honum þarfari hérna«, hvíslaði hún með sjálfri sér, um leið og hún sett- ist á litla bekkinn, undir stofuglugganum. Aftur og aftur datt henni 1 hug: — »Hann skammast sín fyrir hana móður s(na, vill ekki hafa mig með — en jafnóðum hratt hún þessari hugsun frá sér. Sóibjarminn lá eins og þunn slæða fyrir greni-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.