Kvennablaðið - 30.05.1903, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 30.05.1903, Blaðsíða 5
KVEN NABLAÐIÐ. borginni, eitt vorkveld, þegar henni sjálfri hafði dottið í hug að drekka þar te. Síðan voru nú liðin tvö ár. Einstöku orð og meiningar, sem hún hafði ráðið í hjá vinnufólkinu hafði haldiðgrun hennar vakandi, en hingað til hafði hún þó engaaðra á- tyllu fengið. Einhver óljós tilfinning sagði henni líka að Júlía væri ekki sú eina, sem hún hefði ástæðu til að vera hrædd um hann fyrir. Nú byrjuðu skoteldarnir. Fyrsta eldflugan gaus upp, brast og skyrpti í allar áttir, svo komu rómversk ljós og eldsólir, sem sveimuðu í hring- um hægt og tignarlega, áður en þau dóu út. Til- komumest og fegurst var fangamark bankastjór- ans og 50 með tölustöfum neðan undir, eins og úr demöntum, glitrandi og ljómandi litum f svolitlu mustei, gerðu úr allavega litum ljósalogum. Skóggarðurinn, byggingarnar, mannfjöldinn, alt þetta varð snöggvast uppljómað af þessum skrautlegu ljósabrotum. Svo brast seinasta eld- flugan. Vagnarnir komu nú. Ljósin sloknuðu. Ef tunglskin hefði ekki verið, þá hefði myrkrið sýnst voðalega dimt. Ráðleggingar handa brjóstveiku fólki. Kvennablaðið kemur víst á flestöl! heim- ili á landinu, þess vegna sný eg mér til rit- stýrunnar með vingjarnlega fyrirspurn um, hvort blaðið mundi ekki vilja flytja fáeinar ráðleggingar handa — hvað á eg að kalla það? — bágstöddum brjóstveiklingum ? Menn eru svo daglega farnir að heyra og sjá þenna voðalega sjúkdóm, svo mér datt f hug, að koma með þesssi ráð, sem eg hefi vitað verða að góðu, og aldrei geta skemt. Fyrst og fremst útheimtist traust á guði, (sem ætfð þarf með). Svo gott skaplyndi og traust á batanum! Mikil varkárni! Verið svo mikið úti að sumrinu sem unt er, en þó aldrei eftir sólarlag ef þokuloft eða hvassviðri er. Haldið fótunum jafnan hlýjum. Hugsið jafnan: Eg verð að éta vel! Drekkið aldrei kalda drykki. Hafið ekki sterkt krydd í matnum, það æsir hóstann. Umfram alt, hafið matarhæfið sem fjölbreytt- 37 ast. Drekkið sem mest af spenavolgri, hreinni nýmjólk, sem þið vitið er úr heil- brigðum kúm, (það hefir bjnrgað mörgum), en annars af soðinni mjólk. Byrjið með að drekka 1 bolla af mjólk, og bætið svo altaf við, því meira þess betra er það. Ef þið eigið bágt með að drekka mikið af mjólk, þá mætti til breytingar láta I—2 teskeiðar af konjakki eða sherry í mjólkurbolla. í hrærðar eggjarauður má líka láta lftið eitt af konjakki. Annars brúka engan spiritus. Hald- ið áfram nokkurn tfma með mjólkurdrykkj- una. Byrjið svo á hafrasúpu, (hafragrjón soð- in í vatni með salti í eða sykri). Sjóðið „kat- arínublommur" í’vatni og sykri og látlðseyðið f súpuna (eða lítið af hindberjasaft ef blommurnar eru ekki til). Það er lystugt að drekka það. Svo má aftur byrja á mjólkurdrykkjunni. Áríðandi er að maturinn sé kröftugur og nærandi. Einu verður enn við að bæta, og það eru böð. Heit baðherbergi og hálfböð með stórum baðdúkum dýfðum í kalt vatn, sem þvegið er fast með á eftir, eða köldum vatns- gusum á eptir volga baðinu. Þessu hefir brjóstveiklingur einn fylgt, sem hafði áður haft blóðspýju. Hann var orðinn feitur eftir 1 l/i ár, án þess þó að vera alinn, og læknirinn hans úrskurðaði hann al- bata. Margt mætti fleira segja um þetta, en eg læt mér þetta nægja að sinni. H. — * Lítilsvirtar tekjur. Eg þykist nú vita, að flestir álíti, að til séu fáar tekjugreinar, sem auðveldar séu fyrir alla, sem þeir hafi ekki komið auga á. Menn eru svo alt af að leita að hamingju, og fljótteknum tekjum. Hvað ætli sé hægt að bjóða nýtt í þeirri grein. En stundum sjá menn ekki skóginn fyrir tóm- um trjám. Hvað haldið þið konur um það, að fá ykkur nokkur hænsni? Reyndir menn segja, að þegar hænsni séu vel hirt, þá megi reikna 3 krónur í tekjur eftir hverja varphænu, að frádregnum kostnaði. Upp til sveita ættu hænsni ekki að kosta mikið, einkum þar, sem talsvert er af görðum. Þar fellur svo mikið til handa hænsnum. Sömu-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.