Kvennablaðið - 29.07.1903, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 29.07.1903, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIB. 5i um hafði tekist að fá þau léð heim til sín nokkra daga — til rannsóknar. Og þegar lokaða um- slaginu var skilað seinna í bankann, þá voru 1 því alt önnur skjöl, alveg óverðmæt. Hann hafði hlegið með sjálfum sér, alveg viss um, að þau fengju að liggja þar um aldur og æfi. Engum kæmi til hugar að gruna hann um nokkurnjilut. Nú var komið annað hljóð í strokkinn. Hann hafði miklu fleira á samvizkunni. Og þegar hann hugsaði sig um, þá skildi hann ekk- ert í, hvemig alt hefði farið svo fljótt um koll. Utgjalda og tekjuáhallinn hafði eiginlega komið síðustu árin. — Hann mintist þess, hvað honum heíði þótt gaman að, þegar hann var drengur, að hnoða saman snjókökk 1 þ(ðu veðri og velta honum svo ofan hengju, og sjá hvernig hann tæki með sér alla lausafönn og alt sem fyrir yrði á leiðinni — þangað til snjókökkurinn væri orð- inn að stórri og óviðráðanlegri snjóskriðu. Það eina, sem nú gat bjargað honum var að drýgja nýjan glæp. Hann tók lyklakippuna og lauk upp skúffunni vinstra megin í skrifborðinu, og tók úr henni tvær höfuðbækur. »Bara að það væri búiðc, hugsaði hann og gekk fram að glugganum. »En það tunglskin«. Hann sá ( gegnum rjóðrin sem höggvin voru í skóginn stóra ræmu af vatninu. »En hvað þar er alt þögult og rólegt«. Hann var ekki gefinn fyrir að sökkva sér ofan í hugsanir. Náttúran var ekki sú lind, sem hann hafði sótt ( hressandi og styrkjandi svala- drykki lífsins. En nú varð hann hrifinn af feg- urð hennar. Hann hljóðnaði við og kendi í brjósti um sjálfan sig, og langaði ósjálfrátt eftir einhverjum hreinni nautnum, en hann hefði not- ið hingað til. En alt í einu kom honum til hugar, að hann stæði hér í tunglskininu hugsandi og dreymandi, og gerði sér upp viðkvæmni til þess að -fresta því erfiðasta, sem nú lægi fyrir honum. »Bezt að byrja á því með það sama«, hugs- aði hann með sér. Hann settist niður og fór að blaða í bókunum. En þá var barið að dyrum. »Hvað er nú á ferðum ?« kallaði hann upp óþolinmóðlega. »Anton minn«.— Það var móðirhans. líún var líka gestkomandi, og því haíði hann gleymt. Hann fór að ásaka sjálfan sig. »Sefur mamma ekki enn þá?« sagði hann, þegar hann lauk upp fyrirhenni, og hleypti henni inn. »Eg sá ljósbirtuna hjá þér og langaði svo ti! að bjóða þér góða nótt, og þakka fyrir skemt-' unina, sem eg hefi haft í kveld«. »Skemtunina ?« Hún hafði ekki staðið lengi í bláa herberg- inu. Þegar gestirnir gengu tveir og tveir ofan tröppurnar, með hljóðfæraleikarana ( broddi fylk- ingar, ofan að tjaldinu 1 skóggarðinum — banka- stjórinn fyrstur og Anna svo með unnusta sínum, Irma, leidd af einhverjum herra, sem var alþak- inn tignarmerkjum á brjóstinu — þá stóð hún í dyragættinni og horfði á. Svo gekk hún um alt húsið, sem var autt og leit eftir öllu — fanst hún hafa rétt til þess. Hristi hálf-hugsandi við og við höfuðið, en fanst þó yfir höfuð alt þetta heldur skemtilegt. Svo hafði hún á eftirfarið út í skóggarðinn, étið smurt brauð með alþýðunni og drukkið öl með, og fundist hún vera alveg heima hjá ser, síðan hafði hún talað við ýmsa og fengið þá að heyra, hvað vinsæll bankastjórinn væri af undir- mönnum sínum, og hvað þeim liði öllum vel. Svo byrjuðu skoteldarnir. Hún hafði aldrei séð neitt slíkt fyrri, og fanst það óviðjafnanlega fagurt. Bar það í huga sínum saman við gömlu mölunarofnalog^na. En svo fagrir voru þeir ekki. Eða var það bara hún, sem var nógu heimsk til að sýnast svo. »Víst hefi eg skemt mér«, svaraði hún hon- um. »Eg heyrði hátíðarræðuna og hvernig þú þakkaðir fyrir. Hvaðan hefir þú fengið þessa orðgnótt? Það var þó gott að eg kom hingað og fékk að sjá alt hátlðarhaldið. Nú skal eg ekki tefja lengur fyrir þér«. »Hamma má gjarnan sitja hér stundarkorn*. Honum fanst fróun í því að þurfa ekki að vera einn stundarkorn. — Fá enn þá nokkurra mínútna frest. »Eg hefi verk fyrir höndum, sem verður að gerast — áríðandi starf*. »Núna um hánóttina?«. »Þá þykir mér bezt að vinna. En nú hefði eg helat viljað spjalla stundarkorn fyrst — þá gengur verkið ef til vill betur síðar . . . «. Hún horfði rannsakandi á hann, með sínum skyr.samlegu góðlegu augum. »Þú lítur þreytulega út, og svo liggur illa á þér af einhverju. Þú skalt ekki reyna að glepja mér sjónir. Eg sá það áður enn gestirnir kotnu«. Það hefði verið fróun að mega leggja höf- uðið í kjöltu hennar og segja henni alt, fá svo ef til vill snuprur, en þó fyrirgefningu að lokum. En svívirðingin ? Til hennar hefði hann fundið margfalt sárara frammi fyrir henni en öðrum.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.