Kvennablaðið - 07.05.1904, Síða 3

Kvennablaðið - 07.05.1904, Síða 3
KVENNABLAÐIÐ. 35 »Skila skjölunum? Steypa honum með mín- um eigin höndum í glötun, þótt við höfum búið saman í tuttugu og tvö ár, og lifað í alsnægtum og óhófi. — »Nei, það getur þú sannarlega ekki, —• ekki.« »Og þó væri það ekki nema rétt«, sagði Irma gröm. Nú — mitt í bágindunum — hefi eg fengið vissu fyrir því að hann var mér ótrúr. »Og samt vilt þú leggja sjálfa þig í sölurn- ar hans vegna ?« »Ef til viil bara þess vegna. Efeggerði það ekki, þá væri það ef til vill af auðvirðilegri hefnds. »Þú getur ekki framar, greint rétt eða rangt að«. »Hver veit hvort maður er vondur eða góð- ur, fyr en freistingin ber að dyrum. Þaðereins og alt það, sem eg hefi heyrt og hefi fest mig við, sé rifið upp með rótum. Fólk býr ekki heldur saman svona mörg ár, án þess að draga dám hvert af öðru, og annaðhvort batna eða versna«. »Hvernig væri að eg tæki skjölin«, sagði Karen, eg nam staðar frammi fyrir skrifborðinu. »Nei, nei! Hann bað mig þess, og eg verð ekki í rónni fyr enn eg fæ þau í mínar eigin hendur. Enginn getur heldur tekið þann rétt frá mér að Uða fyrir hann«. — Hún ýtti Karenu frá og laut ofan yfir skúffuna. »Lofaðu mér að segja þér . . .« bað gamla konan, og færði hana lítið eitt burtu. »Eg vil ekkert heyra! Hvernig ætti eg líka að leggja slíka samvizkubyrði á aðra? — það verður að gerast áður en það verður ofseint«. »Það er ofseint, sagði Karen. Þær voru ekki lengur tvær éinar. Anna var komin inn. Irma læsti skúffunni og stakk lyklunum 1 vasa sinn. »Eg skal gera það f nótt«, hugsaði hún með sér, »ef eg get það ekki fyrri.« »Eg kem til að biðja mömmu að hlífa sjálfri sér, og annaðhvort leggja sig út af, eða ganga út sér til hressingar. Þú ert alveg frá þér, að dæma eftir útliti þínu«. Irma leit snöggvast í spegilinn. Já, sannar- lega — hún hafði elzt um 10 ár, augun voru dauf og sýndust liggja inn í höfðinu. »Jú, það er líklegt eg fari út, að mæta fólki. Horfa á forvitnissvipinn á því! Þá er betra að sitja inni eins og fugl í búri, eins og hann«. »Reyndu að hugsa minna um manna dóma, og meira um guðs dóma. Einungis sá sem syndgar verður að deyja«, sagði Karen. »Vertu kyr hjá okkur amma«, bað Anna. — Henni hafði frá fyrstu fundist svoddan stoð og styrkur hjá henni. »Nei! — Heima finst mér ef til vill léttara að bera þetta — þar ætla eg líka að bera beinin«. »Má eg þá ekki sækja eitt glas af víni?« spurði Anna móður sína. »Nei, — en þú minnir mig á það, að eg þarf að fará fram í búr og ofan í kjallara og líta eftir öllu. Karlsson og Lísa sáu um sig og sögðu upp vistinni þegar eg mætti þeim áð- an þegar eg kom inn. »Það var skaðlaust«. »Já, — en eg verð að sjá um, að þau steli ekki of miklu — frá skuldunautum okkar«. Anna horfði á eftir móður sinni, með hálf- gerðum fyrirlitningarsvip. »Hvernig getur hún fengið af sér að hugsa um þetta núna«, sleit nún út úr sér. »An þessara smámuna, væri ómögulegt að bera hinar stærri byrðar í lffinu«, sagði Karen hugsandi. »Það varsvogott að hafa þig hérna ammaU »Ef til vill hefði ykkur þó verið betra að eg hefði aldrei komið«. »Mér finst eg geta sagt alt við þig, amma. Er.ginn elskaði hann eins og þú og eg«. »Eins og eg«, hugsaði móðir hans. »Elskaði«, sagði Anna áköf. Því þá ekki að segja elska?« Það er eitthvað svo kveljandi við það að tala um hann eins og eitthvað sem er undir lok liðið, og mamma er svo sár og bitur!« »Dæmdu hana ekki. Hún þarf mest að fyrirgefa«. Eg lofaði honum að verja hann og trúa honum, hvað sem kæmi fyrir, og eg hefi varið hann við alla aðra, en . . . rómurinn skálf af sorg — er það ekki voðalegt? Gagntfart til- finningum, sjálfrar minnar má eg mín einskis. Hjarta mitt ásakar hann. Eg spyr — bara spyr. — Hvernig gat hann — hvernig gat hann ? Það er eins og eg hafi mist alt, í einit vetfangi. Hverjum get eg nú trúað, fyrst eg má ekki leng- ur trúa honum ?« Hún æstist meira og meira. »Eg hefi ekki einusinni minninguna um hann, og barndómstrú rnína eftir. Æskan, gleð- in! Alt er farið ! Uppeldi mitt, og utanlands- vist, alt sem hann hefir borgað handa mér, hefir ef til vill verið þjöfnaður frá öðrum. Ó, ammá

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.