Kvennablaðið - 07.05.1904, Blaðsíða 4
36
K V E N|N ABLA61 B .
m(n! Hún faldi höfuð sitt í kjöltu hennar. Eg
get ekki borið það. Alt hefir hrunið til
grunna«.
»Nei, bara sorinn«, svaraði gamla konan
og strauk þýðlega yfir gullna glitrandi hárið,
sem hrökk upp fram við ennið.
»Önnu og Magnúsi, get eg að minsta kosti
greitt veginn«, hugsaðihún, og mintist sparisjóðs-
bókanna þeirra, sem hún hafði altaf dregið sam-
an í. Ef hún bara gæti unnið áfram — viljinn
var meiri en nokkru sinni áður, — en það sem
margra ára strit og erfiði hafði ekki getað gert, það
hafði fárra klukkustunda hjartasorg og hugarstríð
áorkað. Henni fanst hún vera gömu! og þreytt,
og leit framtíðina þreyttum vonleysisaugum.
Anna lá grafkyr með höfuðið í kjöltu henn-
ar. Svefninn hafði lokað augum hennar. Hörðu
vinnu bendurnar höfðu svæft hana.
Karen þorði ekki að hreyfa sig, en andlit
hennar breyttist og hýrnaði. Mitt f sorginni og
ógæfunni streymdi gegnum hana vermandi gleði-
tilfinning. Það var barna barnið, barnið hans,
sem hún hélt í faðmi sér.
Dyrunum var lokið upp snögglega. Það var
kandídatinn, sem spurði eftir fríherrainnunni.
Anna vaknaði, og spratt upp glaðvakandi.
»Eg hefi hann, að treysta á, og elska«, hugs-
aði hún, og efinn og sorgin hvarf eins og þoka
fyrir sólskini.
En hann hafði gleymt erindinu — öllu
öðru en henni.
Amma hennar horfði á þau ; sá ástina skína
úr augum þeirra, heita, trúfasta og sterka. —
»Mér finst eins og það sé rangt að vera ham-
ingjusöm núna«, — »en eg er það«, — hvíslaði
Anna.
Henni fanst það verða að Kða nokkur tími,
— Kkt og sorgartíminn eftir dauða ástvini — áð-
ur en þau gætu notist. En hvað gerði það ?
I sál og hjarta voru þau sameinuð til dauðadags.
Hann skildi hana. »í'ramtfðin er okkar«,
sagði hann blíðlega.
»Já, og við skulum vinnahvort í sínu lagi«,
sagði hún glöð yfir að finna starfsþol sitt, og
starfsmöguleika, það átti hún föður sínum að
þakka. Því hvorki mátti hún né skyldi gleyma.
Nú kom Magnús hlaupandi inn, þá mundi
kandldatinn eftir erindinu við frúna.
»Nú eru þeir komnir — Bankamennirnir,
Ask bæjarfulltrúi, og Ström læknir.
»Hvað vilja þeir?« spurði Karen.
»Ta1a við mömmilí. Hvar er hun ?
»Það veit eg ekki. Láttu Andrés finna
hana«, sagði Anna ráðalaus, og leit til unnusta
síns, eins og þar mundi hún finna hjálp í ógæf-
unni. Hann þrýsti hönd hennar og fór út.
»Hvað ætli standi nú til?« spurði hún.
»Ef til vill það lakasta af því öllu«, svaraði
Karen.
Ar.drés lauk nú upp jafn hátíðlega og vant
var á veizludögunum, fyrir fríherrafrúnni og tveim-
ur ókunnum herrum, og á eftir þeim kom Magn-
ús fölur og skjálfandi.
»Ask bæjarfulltrúi var feitur og glaðlegur,
mjög vinsæll í samkvæmum, og hafði áður verið
góður vinur Antons Stjernskógs og haft margar
skemtistundir með honum.
»Afsakið frú mín góð«, sagði hann kurteis-
lega. Okkur þykir þetta mjög leitt, en banka-
stjórnin . . .
»Hvað vilja herrarnir?« stamaði Irma náföl
og gat varla staðið á fótunum.
»Skoða skjölin hans«, svaraði doktor Ström.
í andliti hans sást ekki votta fyrir umburðarlyndi
eða mildi. Hann var ósveigjanlega ráðvandur,
frá því var ekki unt að múta honum. Hann
hafði brotist áfram úr fátækt, með óþreytandi
dugnaði, var nú í góðum efnurn, og þoldi engan
fjárdrátt eða humbugt. Anton Stjernskóg hafði
aldrei verið einn af vinum hans. Doktorinn
hafði tortryggt hann og verið mótfallinn eyðslu-
semi hans og óhófi, og spáð honum illum af-
drifum. Doktorinn var hár maður og hraust-
legur, en fremur stóð mönnum af honum ótti.
Þó var hann rnjög vinsæll læknir, sem gat hlegið
þýtt og hjartanlega við sjúklinga sína, og alla
þá, sem þurftu hjálpar og aðstoðar við.
Skjölin hans!
Fleiri en einn af áheyrendunum fengu sting
f hjartað við að heyra þau nefnd.
»Getur fríherrafrúin sagt mér hvar hann var
vanur að geyma þau?« spurði bæjarfulltrúinn
kurteislega.
»Það veit eg sannarlega ekki«, sagði hún.
»Hér í skrifborðinu — það veit ég«, sagði
doktorinn stygglega.
Ætli fríherrafrúin viti ekki af lyklunum*.
— Köldum svita sló út um bæjarfulltrúann. Þetta
var eitthvað af þvf versta, sem hann hafði gert.
»Það var stundar þögn. Loksins sagði dokt-
orinn í hótunarróm: »Það er hægt að stinga
upp lása«.
Irma tók lyklakippuna og fékk bæjarfulltrú-
ánum hána.