Kvennablaðið - 07.05.1904, Side 5

Kvennablaðið - 07.05.1904, Side 5
KVENNABLAÐIÐ. 37 »Hver þessara gengur að skrifborðsskúffunni«. »Þessi!« Hún vissi að hér var ekkert und- anfæri, en hafði viljað draga þetta, þó henni hægði þegar alt væri afstaðið. Karen studdi sig við vegginn með krefta hnefana, og leit hjálpar- leitandi, angistarfullum bænaraugum á banka- mennina, svo andvarpaði hún þungt, og gekk inn í bókaherbergið. »Afsakið að við gerum okkurheimakomna«. sagði bæjaríulltrúinn, og fór að leita með dokt- ornum í skúffunum. »Það skal finnast«, sagði doktorinn harð- neskjulega, »svo framarlega . . .« Hann ieit tortrygnislega í kring um sig. Bæjarfulltrúinn opnaði seinustu skúffuna, þá neðstu vinstra megin. Hún var tóm. »Tóm«, át doktorinn eftir. »Eg læt ekk fara í kringum mig«. »Eg veit ekkert og geymi ekkert«, stamaði Irma. »Við höfum engan rétt til að halda neitt, en . . .« Hún skildi vel, að hún var grunuð. Þeir töluðu stundarkorn saman hljótt og af- slðis. Skyldi hann hafa náð í skjölin með sér, og fundið einhver ráð«. »Nei, það er ómögulegt; hans var altaf gætt, og svo var leitað á honum undir eins og hann var tekinn fastur. »Hann hefir ef til vill grunað hvað til stóð og eyðilagt þau áður«. »Því líkt er ekki gert fyr en í sfðustu lög, og það vissi hann ekki um. Reyndar var kvis komið á, en honutn barst það aldrei. Og þó hann þekti fjárhag sinn, þá bjóst hann altaf við, að það mundi rætast úr öllu fyrir sér, eins og menn með hans ekapferli gera. Svo var hann tekinn óviðbúinn um miðja nótt, til þess að alt skyldi koma honum óvart, — það líklegasta er, að . . .« »Eékk bankastjórinn sjálfur yður lyklana«, spurði doktorinn Irmu. »Nei, þeir lágu á skrifborðinu. Eg var ný- búin að stinga þeim 1 vasann. »Þeir hafa þá átt að liggja þar í nótt«. »Já«. »Það er ekki trúlegt. Þá hefðu allir getað tekið þá«. Irma hafði kvalist af sömu hugsun. »Þvl voru þeir ekki teknir til handargagns?« »Eg fékk krampa og gat það ekki . . .« Doktorinn var sannfærður um, að kona Ant- ons væri honum samsek, og hefði fengið ákveðn- ar fyrirskípanir hjá ho'num. »Getur nokkur annar hafa opnað skúffuna, og tekið skjölin?« »Hún hristi höfuðið, en gat engu orði komið upp. »Eða? — Vissi fríherrainnan að skúffan var tóm ?« »Eg veit ekkert! alls ekkert, — þessu get eg ekki svarað«. Hún hneig niður alveg frá sér af geðshrær- ingu, með höndurnar fyrir andlitinu. »Aumingja mamma!« Það var Magnús, sem lagði höfuðið á henni upp að brjóstinu á sér. Anna kom líka til hennar, og klappaði höndun- um á henni. Irma hugsaði með skelfingu um, hvað hún hefði átt skamt eftir til að svíkja traust þeirra. Bara fyrir guðs sérstöku náð hafði hún frelsast frá því, það gæti hún aldrei nóg- samlega þakkað. En nú kom Karen úr bóka- herberginu, og gekk fram til bæjarfulltrúans. »Það var eitthvað af skjölum og reiknings- bókum — hér eru þær«. — Hún horfði hvast á Irmu. Eg tók þær úr borðinu í nótt, til þess að þær lentu ekki í annara höndum. Eg hafði ætl- að að fara með þær til borgarinnar og skila þeim heimullega, svo enginn þyrfti að vita að það hefði verið eg, sem —«. Hún gat varla komið upp orði, — þau gætu líklega ekki fyrirgefið .... Nú verðar því ekki frestað«. Hún skilaði skjölum og bókunum, sem hún hafði geymt í bókaherberginu og ætlað að skila leynilega, til þess að tengdadóttir og sonarbörn sín vissu ekki að hún hefði átt þátt í að fella Anton. Doktorinn blaðaði í skjölunum, og sagði hróðugur: »Það er eins og eg hélt«. »Hver eruð þér þá?« spurði bæjarfulltrúinn Karenu. Karen leit djarflega upp, eins og hún hefði ástæðu til að verða hreykin, og svaraði einbeitt: »Móðir hans«. »Móðir hansl Guð komi til«! andvarpaði Andrés gamli kjökrandi«. »Móðir hansl« Orðin bergmáluðu í hjörtum ókunnu mannanna. »Vissuð þér að þessi skjöl yrðu til að sak- fella hann?« spurði doktorinn. Rómurinn var undarlega mildur og óskýr. »Já, — annars hefði eg ekki þurft að skila þeim«. Hún stóð þarna þráðbeiu og róleg, með fullri vitund um, hvað þessi barátta hefði kostað hana, og að hún hefði ekki getað farið öðru vísi að, þótt hún héfði viíjað,

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.