Kvennablaðið - 07.05.1904, Qupperneq 6

Kvennablaðið - 07.05.1904, Qupperneq 6
38 KVENNABLAÐÍÐ. »Móðir og píslarvottur fer oft saman, hugs- aði doktorinn og hneigði höfuðið með lotningu. Hún tók ekki eítir því. Manna dómarvoru á þessu augnabliki ekki til í huga hennar. Hún haíði lagt sitt mál undir guðs dóm. »Við höfum hér ekkert meira að gera«, sagði bæjarfulltrúinn. »Guð gefi að við hefðum aldrei þurft að koma, frú fríherrainna«, sagði doktorinn, og beygði sig með lotningu. Hann óskaði innilega, að hann hefði komið með jafnmikiu umburðarlyndi, og þegar hann fór. Andrés fylgdi þeim til dyra. Irma gekk til Karenar. Hvaðan fékstu þrek til þessa, — móðir, eins og þú elskar hann ?« spurði hún. »Elskar guð okkur mennina þá ekki líka, þegar hann hegnir*, spurði Karen hrifin. En það voru að eins stundar áhrif. Andlits- drættirnir eins og féllu saman, og urðu máttlausir. sFyrirgefðu, að eg þagði um, að eg gerði það«, hvískraði hún að tengdadóttur sinni, — »en samvizkufriður þinn var líka í veði, það vissi eg, og það neyddi mig til þess«. »Og traust og virðing barna minna á mér«. En svo skelfdist hún af þessum atburði og af- leiðingum hans og sagði sorgmædd: »Það er úti um hann!« »Nei, svaraði Karen rneð sannfæringarinnar krafti. Þessi hegning er einasti vegurinn til fyrirgefningarinnar hinu megin*. Kraftar hennar voru þrotnir. Hún beygðist niður undir sorgar- og elliþunganum. Baráttan hafði verið óttaleg. Henni hafði fundist það sjálfsagt, að skila skjölunum. En sfðan ? Hversu hægt hefði ekki verið að brenna þau. Hún hafði verið að því komin, að gera það. »Amma; kæra amma«, sagði Magnús, og laut niður að henni. Hún leit upp, og litlum vonargeisla brá fyrir í þreyttn augunum hennar. — Skilur þú hvað eg hefi gert, og þ v í eg hefi gert það. »Já, það held eg«. »Þá er það ekki árangurslaust gert, sagði hún forspá. * * * Dimm ský höfðu byrgt sólina, en enginn hafði tekið eftir því. En allt í einu varð aldimmt. Krónur trjánna bognuðu, sandurinn þyrlaðist upp og stormurinn sópaðist áfram um jörðina, slítandi upp blóm og greinarnar af trjánum. Öldurnar á vatninu reistu sig hátt f ltíft ktíl- svartar, en hvftar í toppinn, haglið skali í glugga- rúðunum, og leiftrandi eldingar blikuðu fram hjá hver á fætur annari, ásamt þrumandi skruggum. Þetta er hin óttalega reiði drottins«, hugs- aði Karen. »Svona er hún hræðileg. En hún hefir blessunina f för með sér, eins og sólin skín á eftir þrumuveðrinu, vorið kernur eftir vet- urinn, iðrunin eftir hegninguna, og lífið eftir dauðann. Endir. Eg vona að kaup. misvirði ekki, hvað sagan tekur mikið rúm af þessu biaði. Eg vissi, að margir voru orðnir leiðir á, að hún tæki aldrei enda, og vildi svo ljúka henni í þessu blaði. Næst verður byrjað á hæfi- lega stuttri sögu. Útg. ■áHSkó- fatnaður. VANDAÐUR. ÓDÝRASTUR í Austurstræti 4. S v o s e m: Karlm.stígvél og skór. Verð frá kr. 2,50—12,00 Kvenstigvél og skör. Verð frá kr. 2,25—9,25 Barnastigvél og skór. Verð frá kr. 0,75—4,75 Áburður — Reimar — Sápur — Tóbak — Barnaleikfóng og ýmislegt fleira. Hvergi ódýrarara. Ferðamenn og aðrir, sem þarfnast þess- ara vörutegunda, ættu að koma beina leið í Austurstræti 4 (Rafnshús), því það er bæði tíma- og peninga- sparnaður. Virðingarfyllst. Þorsteinn Sigurðsson.

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.