Kvennablaðið - 22.06.1904, Side 3

Kvennablaðið - 22.06.1904, Side 3
KVENN ABLABIt). 43 Velja íslenzku. Það er ágætlega þroskað mentamál og það talar velment þjóð, sem er jafnvel ekki fjölmennari en tíundi hluti mil- jónar, og er þó í engii hættu fyrir því, að verða aldauða eða renna saman við aðra stærri. Tungan mundi ekki verða erfiið, þó hún sé óálítið hörð. Og enginn mundi öfunda þá íslendingana, því þeir mundu þá verða til þess eins, að fella úrskurð urn það, hvað gott ^ál væri og rétt, og verða þannig eins og alsherjar orðabók allra þeirra, sem málið not- uðu, því það væri þeirra móðurtunga, og þeir hefðu því þann eðlilega þjóðrétt, að skera úr öllum ágreiningi, sem upp kæmi um rétta ftieðferð hennar, setningaskipun og framþróun. Yrði framburðurinn lítið eitt harður, þá mundu útlendingar vafalaust mýkja hann lítið eitt, hver á sinn hátt, án þess þó að láta þessar smátilbreytingar landa og héraða á framburðinum á nokkurn hátt verða að nýj- tungum eða fjarlægjast verulega hina lif- andi íslenzku. En þetta eru að eins fánýtir draumar manns, sem í raun og veru hefur trú á vold ugri ensku og gefur henni sitt atkvæði. Grein þessa hefur finnskur maður, Wilfrid Hedmann að nafni skrifað í enskt blað, og beðið Kvbl. að þýða og taka upp. Hr. Hed- mann skilur eitthvað í íslenzku, og vill feginn l®ra hana betur. Líklegt er, þó stungið sé upp á íslenzku sem alsherjarmáli, að þess verði nokkuð langt að bíða, að það nái fram- gangi. Útg. Ameríska stúlkan. Þýtt. heyrðist daufur hljóðfærasláttur frá iPl *v>Hunn><<- Forskygnisdyrnar stóðu opnar upp á gátt, og ljósbirtan sló guluni bjarma á grasflötinn fyrir utan. If>n um gluggana sást dansandi fólki, tveimur og °8 tveimur saman, bregða fyrir, en eldri herrarnir höfðust við frammi í bókaherberginu og skemtu sör við að spila. Ameríska stúlkan hafði beðið þann, sem hún óansaði við, að gera sér þá ánægju, að ganga með sér til skemtunarí lystigarðinum. »Af því það var svo heitt inni«, sagði hún til útskýring- ingar, þegar þau gengu hvort við annars lilið, inn á milli blómanna í garðinum. En alt í einu slepti hún handleggnum á hin- um stórvaxna fylgdarmanni slnum og sagði ein- beitt: »Nú skulum við setjast hérna 1 lystihúsinu«. Og án þess að bíða eftir svari frá honum, sett- ist hún niður á tréstól. Hann stóð við borðið og laut niður fyrir sig. »Svo, þér leggið alla yðar krafta í þessa jörð yðar?« sagði hún og horfði beint framan í hann. Borgar það sig vel, að vera bóndi hérna í Svíþjóð ?« »Það lætur illa í ári núna«, sagði hann. »En jarðeignin hefur verið okkar ættar óðal, um mörg hundruð ár«. Og eg vildi ekki vinnn það fyrir öll heimsins auðæfi, að láta hana ganga úr minni eign. Eg hangi við þessa gömlu eign, jafn fast og stór »Newlands«-hundur lafir í því, sem hann á að bjarga. Það er skylda mín. Hún var hugsi nokkra stund. Svo sagði hún: »Það er eitthvað fagurt við þenna hugsunar- hátt. Hér í Evrópu er enn þá heilmikið eftir af hugsjónum, en I okkar praktisku Ameríku er enginn jarðvegur fyrir þær. Eg er hrædd um að eg sé talsvert »praktisk«, eins og aðrir Ameríku- menn, en eg skil ykkur vel«. Hann beygði höfuðið, en svaraði engu. Hon- um var ógeðfelt að tala um þetta. Hann var yfir höfuð feiminn, einkum við dömur. Og hin stranga barátta, sem hann átti I, að halda sam- an molunum af eignum þeim, sem faðir hans hafði sóað með eyðslusemi sinni, gerði hann dulan. En hún hafði ásett sér að fjörga hann upp, þenna gerfilega mann, sem ekki hafði verið í röð þeirra, sem dáðust að henni, gintir af auði hennar og fegurð. »Þér eruð mjög skuldugur?« hélthún áfram«. Hann vaknaði eins og af draumi og leit á hana. Þótt spurningin væri nærgöngul, gat hann þó ekki reiðst henni, því hann las I andiiti henn- ar, að henni gekk að eins velvild tll þess. »Já, því er nú ver«, sagði hann. »Og þér getið ekki bjargað yður eins og nú stendur?« »Eg veit það ekki, það verður víst erfitt«, játaði hann. Hún boraði tánni á skónum sínum ofan í jörðina. Það varð stundar þögn.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.