Kvennablaðið - 22.06.1904, Síða 4
44
KVENNABLAÐIÐ.
»Því fáið þér yður ekki ríka giftingu?« spurði
hún alt í einu.
Hann var feginn að það var myrkur, því
hann roðnaði.
»Eg, að gifta mig einhverjum ríkum erf-
ingjaU sagði hann.
»Já, það stríðir líklega móti yðar llfsregl-
um«, hélt hún áfram. »Eg mátti vita það. En neyðin
er enginn kaupmaður«, þér eruð »ópraktiskur«,
og það er skaði«.
»Já, í kvennamálum 1 það er satt 1 En mér
kæmi aldrei til hugar að selja mig«.
»En ef þér elskuðuð«.
»Ef hún væri auðug, þá bæði eg hennar
aldrei«, sagði hann dauflega.
»Jæja, ef þér elskuðuð stúlku og hún yður,
þá skylduð þér altaf þegja, bara ef hún ætti
peninga«.
»Já«, sagði hann fálega.
»Það skil eg ekki«, svaraði hún og lagði
grannvöxnu hendurnar fram á borðið. »Þérgæt-
uð af tómu drambi spilt bæði hennar og yðar
framtíðar hamingju. Já, svarið mér ekki! Þér
munduð gera konuna yðar hamingjusama, því
þér eruð vænn maður, og heiðursmaður frá hvirfli
til ilja«.
Hann hneigði sig með uppgerðarbrosi og
sagði: »Þér hafið víst alt of háar hugmyndir
um mig«.
»Eða þér gerið of lítið úr yður. Það gengur
ekki, skal eg segja yður. Þér komist aldrei áfram
í heiminum, ef þér eruð þverlyndur. En með
duglegri og efnaðri konu gætuð þér komist langt«.
»Þá sé eg mín sorglegu forlög«, sagði hann,
og reyndi að brosa.
»Þér skopist að þessu«, sagði hún og hló
lítið eitt við. »Ef eg væri í yðar sporum, þá skyldi
eg vera talsvert duglegri. Því til dæmis lítið
þér ekki við mér? Eg á talsverðar eigur, og
menn segja að eg sé ekki ljót«.
Hann þagði.
Þér eruð ekki sérlega kurteist, bætti hún
við. »En ef til vill takið þér ekki undir þenna
almenna lofsöng. Sérhver hefir sinn sérstaka
smekk.
»Verið þér fullviss um, fröken . . . .«
»Þér þurfið ekki að segja meira, eg veit
hvað þér ætluðuð að segja«-.
Hún lagaði á sér fötin og sagði: Ef til
vill haldið þér að eg kæri mig utn þessa herra
hérna, sem eru að draga sig eftir mér. Já, eftir
mér, því eg gef þeim alls ekkert undir fótinn.
Nei, aldrei 1 Eg vil eignast mann, virkilega stoð
og styttu, tryggan mann, sem elskar mig, en
ekki reiturnar mínar. En svo vildi eg að hann
væri Hka praktiskur maður, sem ekki léti með-
bræður sfna troða sig undir fótum«.
Þér sjáið víst þetta mál fullmikið í gegnum
amerísk gleraugu«, sagði hann.
»Haldið þér að eg geti þá ekki haft nokk-
urn snefil af »romantik« í mér«, sagði hún
glettuleg.
»Nei, uldrei svo að þér mistuð sjónar á því
sem »praktiskast« væri.«
Hún stóð upp.
»Sjáum til«, sagði hún. »Það skal eg sýna
yður. En segið mér nú hvort þér trúið mér til
að halda Ioforð mín?«
»Já, áreiðanlega«.
»Já, það geri eg líka ætíð, sagði hún ein-
lægnislega. Og nú heiti eg yður þvf, að ganga
á morgun skógargötuna upp að litlu tjörninni.
Fyrsta ógifta manninn, sem eg hitti á leiðinni,
skal eg svo eiga, ef hann vill mig«.
Hann rak í rogastans.
»Verið þér sælir, herra minn«, sagði hún, og
hneigði sig lítið eitt fyrir honum. Svo var hún
horfin burtu.
Morguninn var ljómandi fagur. Það var feg-
ursta Indiánaveður. En um það hugsaði ungi
maðurinn ekki þarna inn við skógarveginn.
»Svei mér ef eg drep ekki hvern einasta
karlmann, sem gengur þessa götu I Hér hef eg
nú staðið sfðan fyrst í morgun, en til allrar guðs-
lukku hefir ekkert enn komið fyrir«. — Hann
var í raun og veru í skapi til að gera einhverja
vitleysu.
Nú stökk hann nokkur skref áfram og hlust-
aði. »Eg hélt það væri einhver«, hélt hann á-
fram við sjálfan sig. »Eg verð að hafa augun
allstaðar, því hún kemur úr annari áttinni, og hann
kemur auðvitað úr hinni áttinni«, sagði hann,
og barði göngustafnum sfnum ofan í saklaust
lyngið, — og honum skal eg verja veginn.
I þessu bili heyrðist brak, eins og undan
fótum, og loksins sá hann sveitapilt koma í ljós
milli trjánna. Hann gekk óhikað leiðar sinnar,
þangað til sagt var við hann með þrumandi
röddu:
»Hvað ertu hér að gera?«
»Ef herranum kemur það við, þá ætla eg
til kirkju«.
»Heyrðu, ertu giftur?«