Kvennablaðið - 22.06.1904, Page 6
46
KVENNABLAÐIÐ,
Litirnir á tauunum sýnast vera Hkir og
í fyrra. í útikjóla allavega einlit tau með
hvítum smá írum eða teistum. Einlit tau
eru líka höfð, einkum blá og rauð.
Yfirtreyjurnar eru ennþá líkar og í fyrra,
nema hvað ermarnar eru allar með smokk
að framan og ryktar undir hann. Þó sjést
í blöðum, að þær eru farnar að vera heldur
styttri, einkum á ungum dömum og telpum
um fermingu. Víðast eru þær með kraga
yfir herðarnar, ýmist kliptan í heilt eða í
tvennu lagi, sem mætist á miðju baki.
Hattarnir eru allavega. Á litlar telpur
eru mikið brúkaðir barðastórir hattar, kolllágir
með slútandi börðum fram og aftur. Þeir
eru oft skreyttir með silkibandi kringum koll-
inn og gengur þá stór slaufa ofan á barðið
að aftanverðu. Auðvitað má bera svo mikið
eða lítið í skraut á þá, sem hver vill. Líka
eru brúkaðir saumaðir hattar úr taui. Hvít-
ir, rauðir eða svartir hattar fara börnum venju-
lega bezt.
Á smátelpur eru sloppkjólarnir brúkaðir
ennþá, eins og að undanförnu.
Drengjafötin breytast minna. Þeir eru
nú sem stendur hér mest í stuttbuxum og
jökkum og vestum eins og fullorðnir, bara
að vestin eru alveg heil upp að hálsi, en
ekkert flegin niður.
Um klæðnað fullorðnu stúlknanna ætla
eg ekkert að segja þér. Þær eru ekki enn
farnar að sýna sig í sumarfötunum, og svo
þurfið þið í sveitinni lítið á þeim móðum að
halda. En út lítur fyrir, að þeir muni verða
svipaðir og í fyrra.
Þessi grein komst ekki í seinasta tölubl.,
og er því orðin á eptir tímanum.
Útg.
Eldhússbálkur.
Fisksalat. Fiskurinn má vera hvernig sem vera
vill, og er fyrir hendi. Þegar hann er soðinn,
þá eru beinin týnd vandlega frá, og fiskurinn
bitaður í sundur í þunna lagbita. Á móti hverj-
um hálfum djúpum diski af bituðum fiski, er búin
til sósa úr T/2 pt. af rjóma, sem gjarna má vera
súr, og saman við hann er hrært tveimur mat-
skeiðum af „syltuðum" ætisveppum (champignons),
litlu af ediki og ofurlitlu salti og steyttum mús-
katsblómum. Ef sósan er ekki nógu súr, þá bæt-
ist edik í, og svo er fiskinum hrært saman við
sósuna. Þetta salat er mjög bragðgott.
Möndluhringir. 20 kv. sykur, 21 kv. steyttar
möndlur, rifið hýði af x/2 sítrónu, >/2 ftnt steytt
múskatshnota, 3—5 eggjarauður og 10 kv. hveiti
er hrært vel saman í þétt deig. Því er svo velt á
borði, þangað til að það er orðið ámóta gildur sívaln-
ingur og þumalfingur á fullorðnum. Þá er því
skift í 30 jafna hluta. Svo er hverri deigsneið
velt þangað til hún er orðin 9—12 centim. gild
stöng. Endunum er þá fest saman, svo er hring-
urinn kominn. Hringirnir eru nú lagðir á smurða
ofnplötu, borin á þá eggjarauða, og stráð yfir þá
enskum, steyttum sykri og bakaðir svo í vel heit-
um bakaraofni.
Her er Penge at tjene!!!
Enhver, som kan onske at faa sin Livs-
stilling forbedret, at blive gjort bekendt med
nye Ideer, komme i Forbindelse med Firmaer,
der giver hoi Provision og gode Betingelser
til Agenterne — og i det hele taget altid
blive holdt bekendt med, hvad der kan tjen-
es store Penge paa, bor sende sin Adresse
og 20 0re i Frimærker til:
„Skandinavisk Korrespondanceklub“
Kobenhavn K.
Eimreiðin,
fjölbreyttasta tímarit á íslenzku.
Ritgerðir, myndir, sögur, kvæði.
Munið eftir að panta skrautbindi á
Kvennabl. og Barnabl. í tíma; mikið
af þeim uppselt.