Kvennablaðið - 29.03.1908, Síða 3
KVENNAB LAÐIÐ.
19
Með því að æfa söngrödd barnsins fær
það betri málróm og á hægra með að lesa
fallega, með réttri áherzlu og framburði án
þess að reyna um of á röddina.
Mikið er betra að láta börnin æfa sigá
því að lesa nótur og syngja eftir blaðinu
en að eyða miklum tíma og kröftum til ó-
þarfa og þreytandi æfinga. Með því venst
eýrað við að þekkja mismunandi tóntegund-
ir, og tilfinningin fyrir hljóðfalli laganna
eykst.
Smábörn hafa unun af söng. Kennið
þeim létta og auðskllda sálma, sem er góð
hjálp til að leiða huga þeirra til föðursins á
himnum. Kennið þeirn einnig ljett kvæði og
vísur urn foreldra og börn, um foðurlandið
og alt, það sem getur vakið og glætt ást þeirra
til þess, sem er gott og fagurt. Á engan
hátt verður það gert varanlegar. En sjáið
um að þau skilji orðin.
Erika Nissen ritaði etnu sinni: »Þegar
ung stúika giftir sig, þá segi eg jafnan, legðu
ekki sönginn eða hljóðfæraleikinn á hilluna,
þú sér eftir því. Seinna koma svo börnin
þín og safnast saman við hljóðfærið og syngja
undir umsjón þinni meðan þú leikur lagið
fyrir þeim. Fyrst einraddað, en síðar radd-
sett. Menn ættu að vera varkárir með að
dæma, börn hafa enga sönghæfileika af því
þau í fyrstu syngja máske dálítið falskt. Lát-
ið þau bara syngja með, svo æfist bæði eyru
þeirra og raddir. Fáar manneskjur hafa enga
„musikalska" hæfileika".
Kennið börnunum yðar að elska söng
og hljóðfæraslátt. Það er hið bezta uppeld-
ismeða], sem hefir göfgandi og siðbætandi á-
hrif á börnin og slær töfraljóma yfir fullorð-
insár þeirra. Hér hefir móðirin sérstaka
köllun. Hún ginnir tónana fram hjá þeim,
næiri því hvert sem hún hefur sjálf sönghljóð
eða ekki. Einu sinni á æfinni verður hver
maður skáld — þegar hann er ásffanginn. —
Einu sinni á æfinni getur hver kona sungið
— þegar hún situr við vöggu barnsins síns.
Mesta þörf fyrir söng og áhrif hans höf-
um vér í daglega lífinu, þegar pabbi kemur
þreyttur heim og mamma er þreytt og nið-
urdregin af hinum margföldu heimilisáhyggj-
um og striti. Þá gefur glaðvær barnasöng-
ur oft dregið heimilisfólkið saman og eins og
fært þeim öllum frið og gleði.
Og enn þá eitt vil eg taka fram og
minna á: það er ekki einu sinni á gæfudög-
unum, sem sönglistin er til blessunar á heimil-
unum. Einnig þegar sorgin ber að dyrum,
flytnr hinn kæri barnasálmur eða uppáhalds-
söngvísa þess huggun, svölun og hjálp þeg-
ar vér þörfnumst þess mest. Nýlega lá in-
dæll, efnilegur, elzti drengurinn af stórum
barnahóp á farsælu heimili fyrir dauðanum.
Hann var með óráði eftir margra daga megna
hitaveiki. En þegar foreldrarnir hans sungu
jólasálminn, sem hann hafði sjálfur nýlega
sungið við jólatréð þá fékk hann frið og ró
í dauðastríðinu.
Á þessum tímum, þegar svo mikið er
kvartað yfir alls konar truflun á heimilunum
og yflr skorti unglinganna á ást til heimil-
anna og heimilisskyldanna — þá vil eg biðja
mæðurnar þess innilega að ljúka öllum dyrum
upp á gátt fyrir Söngnum, og setja hann x'
öndvegið, sem góða aðstoð og verndara
hamingjunnar á heimilinu. En heimtið ekki
neina framúrskarandi hæfileika. L'óngun til
að syngja hafa nær því öll börn. Það er
bezti grundvöllurinn til að byggja á með
þolinmæði og kærleika. Látið svo þá rödd
sem guð hefir gefið börnunum yðar, fá að
aukast og æfast í sólskininu, í stað þess að
deyja af kulda og hirðingarleysi.
„Líístykki46.
»Pað er liér uni bil jafn torvelt að
venja kvenþjóðina af þvi að nota »líf-
stykki«, eins og að aftra karlmönn-
um fra ofnautn áfengra rlrykkja«.
Einkunnarorð þessi hefi eg tekið úr
heilsufi’æði eftir A. Utne; hún er nýkomin
út á íslensku. Eg tók þau af því mér
fundust þau svo sönn. Hve fáar eru ekki
þær konur, er viðurkenna skaðsemi »líf-
stykkis«! Margar þeirra liafa þó heyrt að
skaðlegt sé að þrengja að brjóstholinu.
Kannast að eins ekki við að þær geri það.