Kvennablaðið - 29.03.1908, Side 4
20
KVENNABLAÐIÐ.
Bera það fyrir sig til varnar að þær geti
komið hendi á milli »lífstykkisins« og lik-
amans. En það er engin sönnun. Lik-
aminn lætur undan í lengstu lög.
Drykkjumenn viðurkenna þó einstöku
sinnum skaðsemi áfengis, viðurkenna að
þeir séu að eyðileggja heilsu sína og stytta
lif sitt. Aftur á móti þekki eg enga stúlku,
sem er að eyðileggja heilsu sina með »lif-
stvkki«, og viðurkenna þó skaðsemi þess.
Þetta, að »lífstykki« er handhægasta
verkfæri, sem til er, til þess að þrengja
að líkamanum, er þó ekki eini ókosturinn.
Það veikir líka þá vöðva, sem ætlaðir eru
til að halda líkamanum uppréttum. Því
afsaka margar konur sig með því, að þær
geti ekki vanið sig af að nota »lífstykki«,
af því þær geti ekki haldið sér uppréttum
án þess. Vera má að þær séu búnar að
veikja likamann svo að þeim veitist það
örðugt í fyrstu. En það mega þær reiða
sig á, að líkami þeirra er ekki svo útbú-
inn frá náttúrunnar hendi, að þær þurfi
stoðir til að styðja hann með.
Kvöl hlýtur það að vera fyrir þær að
vera í svo óþægilegu fati. En hví leggja
þær á sig þær þrautir? Hégómagirnin á
þar mestan og beztan þáttinn í. Þær ætla
sér að laga líkama sinn, gera hann fegri
með »lífstykkinu«. En hvernig tekst það?
Hrapallega, finst mér. Mjóa mittið þeirra
verður nokkurs konar vanskapnaður, og
hreyfmgarnar verða stirðlegar og óeðlilegar.
Einhver elsta sögn, sem menn liafa af
lífstykkinu«, er í bréfi frá biskupi einum
í Afríku (skrifað um árið 400 e. Krist).
Hann segir frá skipstrandi einu. Á skip-
inu var stúlka ein, sem hafði þrengt sér
svo saman um mittið með »lífstykki«, að
mönnum fanst hún vera líkust skorkvik-
indi. Hún varð fyrir almennri hluttekningu,
því álitið var að hún hefði lagt þetta á
sig í guðræknisskini. Undruðust allir að
hún skyldi lífi halda, með því að taka
þannig fram fyrir hendurnar á náttúrunni.
Ætli þeim fínu með mjóu mittin þætti
vel við eigandi að láta líkja sér við skor-
kvikindi. Sumum þeirra þykja þau dýr,
ef til vill, ekki svo geðsleg, að þær langi
til að líkjast þeim.
Mikið hefir verið gert á síðari árum
til þess að útrýma áfengi. En livað gerir
kvenþjóðin til að útrýma »lífstykkjum«?
Sáralítið held eg. Væri ekki vel til fallið
að gerð væru samtök í kvenfélögum um
að nota ekki lífstykki? Nauðsynlegt að
gera eitthvað. Gerði ekki til fmst mér, þó
það væri lagaákvæði í félögunum að með-
limir megi ekki nota þau, því »lífstykkið«
er »þjóðarskömm« og »þjóðarböl«.
Islenzkar konur, ungar og gamlar!
Sýnið nú þann dugnað að hrinda þessum
ófögnuði í burtu! Sýnið að þér séuð ekki
svo blindar að þér metið meir að ganga í
augu þeirra heimskingja, er fagurt þykir
»skordýramittið«, en heilsu yðar.
Pingeijsk sveilaslúlka.
AthugaTerðar auglýsingar.
I síðasta tölubl. »Þjóðólfs«, stóð auglýsing
um að ensk hjón i New-York, óskuðu eftir að
fá unga, efnilega íslenzka stúlku. Upplýsingar
gæfl G. Vigfússon i New-York.
Það er mjög varasamt fyrir stúlkur að fara
eftir slíkum auglýsingum, og verða þær aldrei
nógsamlega varaðar við að hlaupa ekki eftir
þeim. Auðvitað gela þær verið hættulausar, og
settar i blöð af heiðarlegu fólki. En hitt er
orðið mjög títt, að slíkar auglýsingar eru snara,
sem ungar og auðtrúa stúlkur eru veiddar i af
aðstoðarfólki »hvíta mansalsins«.
Kvennablaðið heflr oft skýrt frá ýmsum
samskonar veiðibrellum, sem stúlkur hafa ver-
ið gintar með frá heimilum sinum í von um
góða stöðu í annari heimsálfu, og síðan verið
settar til vændiskvenna, eða aðstoðarmanna
þeirra,þaðan hafaþær aldrei átt kostá að komast
aftur, en hafa sokkið stöðugt dýpra og dýpra í
eymd og spillingu. Engin trygging er það held-
ur þótt út líti fyrir að íslenzkur maður gangi
þeirra í milli, því það er ekkert ólíklegra, að
til séu einhverjir meðal þeirra, sem fengist til
slíkra starfa, heldur en annarsstaðar.
í flestum ríkjum Norðurálfunnar, liafa kon-
ur og stjórnir tekið höndum saman og myndað
félög til að vernda ungar stúlkur frá að falla í
hendur þessara kvennaveiðar. Sérstaklega gefa