Kvennablaðið - 29.03.1908, Page 6
22
KVENNABLAÐIÐ.
efni hennar er ekki skemtandi. En pað er holt
og vekjandi efni, einkum nú, þegar svo mikil-
væg timamót standa fyrir dyrum. I þessari
hók getum vér séð að ef ekki er staðið áverði
fyrir þegnrétti og ríkisréttindum manna, þá eru
þau hrifsuð frá mönnum, ýmist með slægð og
undirferli, eða með oddi egg. Og slíkur synda-
svefn hefnir sín á niðjunum i þúsund liðu.
Vonandi er að íslenzkar konur telji ekki
fremnr en karlmennirnir bók þessa sér óvið-
komandi. Nú þegar vér erum að krefjast laga-
legra og stjórnarfarslegra réttinda til jafns við
karlmennina, verðum vér að nota hvert tæki-
færi til að kynna oss sem bezt, öll þau mál, sem
eru á dagskrá þjóðarinnar. »Ríkisréttindi Is-
land«, skýra einmitt frá upptökum deilu vorrar við
Dani, upptökum og undirrótum allrar stjórnar-
baráttu vorrar til þessara tima. Og einmitt slíkra
gagna höfum vér þarfnast öllu fremur í þessu
máli. Rví flestum hinnar yngri kynslóðar eru
rit Jóns Sigurðssonar mjög ókunn, svo þeir
hafa ekkert að byggja á í þessu efni, nema
blaðagreinar og fortölur flokkanna, sem naum-
ast verða taldar óhlutdrægar. í bókinni eru
það viðburðirnir sjálfir, sem tala, óhrekjandi og
óhlutdrægir að öllu leyti.
Kostnaðarmaðurinn hr. Sig. Kristjánsson á
þakkir skilið fyrir þessa bók eins og margar aðr-
ar góðar ísl. bækur sem hann hefir gefið út. Og
það því fremur nú, sem bók þessi er almenn-
ingi nauðsynleg og seld fyrir ekki meir en ^/s—
V* af hinu eigínlega verði hennar. Pjóðin ætti
því að meta svo viðleitni Sig. Kr., að gefa henni
færi á að kynnasér sjálf gang sögunnar,og orsakir
og afleiðingar viðhurðanna, að bók þessi yrði
svo að segja hvers manns eign. Þegar saga ís-
lands verður rituð, þá ættu heimildir þær, sem
þessi bók hefir að geima að vera teknar upp í
hana eða yfirlit yfir þær. En þangað til ættu
þeir sem kenna íslandssögu í efri skólunum að
hafa Ríkisréttindi íslands við hendina og skýra
merkustu atriðin fyrir nemendunum. Á þann hátt
gæti fróðleikur sá, sem þessi bók hefir að geyma
komið almenningi að sem beztum notum.
Til þess að komast
h]á misskiiningi
verður hver kaupandi jafnan að rann-
saka nákvæmlega, hvort varan, sem hann
kaupir, er frá því firma, er hann vill fá
vöruna frá. — Sé þessa eigi gætt, veldur
það oft vonbrigðum, hæði að því er til
kaupanda og seljanda kemur, ekki sizt
þegar tvö firma, er selja sömu vöru hafa
sama nafnið. — Ef þér kaujtið reiðhjól
frá danska firma-inu »Multiplex-import
Kompagnk í Kaupmannahöfn, fáið þér
beztu tryggingu, sent hægt er að fá, að
því er reiðhjól snertir; en þetta er þó að
sjálfsögðu því að eins, að reiðhjólið sé í
raun og' veru frá okkur. -- Hver maður
ætti að lesa skrá vora, sem er með mynd-
um. — Hún er send ókeypis og burðar-
gjaldsfrítt, sé þess óskað, á fimmaura
bréfspjaldi. — Yér mælumst því lil þess,
að þeir, sem vilja fá sér sterkt og gott
reiðhjól, hlandi eigi firma voru saman
við þj'zka firma-ið, sent er samnefnt, þar
sent vér eigum alls ekkert skylt við
það, og getum því eigi tekist neinar
skuldbindingar á hendur, að því er til
reiðhjóla kemur, sem þaðan eru.
Hlutaíelag.
01. Kongevej 1. Köbenhavn 11
Dauðinn sigrast
ekki, en lífið lengist og verður hamingju-
samara þegar séð er um að halda melt-
ingunni í góðu lagi og blóðinu hreinu og
óskemdu. Þetta tekst með því að neyta
daglega hins óviðjafnanlega heilsubitters
Kina-lifs-elixírs] frá Waldemar Petersen,
Frederikshavn Köbenhavn.
Garnakvef,
Eg hefi í 30 ár þjáðst af þessum
sjúkdómi, og var orðin svo veikburða,
að eg gat ekki lengur unnið neitt, jafn-
vel ekki léttustu verk. Eftir að eg nú