Kvennablaðið - 19.12.1910, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 19.12.1910, Blaðsíða 2
90 KVENNABLAÐIÐ Útbreiðiö Kvennablaðið! — Frú Guðrún Jónasson mótmælti pessu og kvað hana ekki meina þetta. Segja það bara aö gamni sínu. • Svo var gengið með listann og urðu áskrif- endur 46, en ýmsar konur kváðust mundi síðar gerast kaupendur. Fundurinn fór hið skipulegasta fram, scm allir almennir kvennafundir hér. Alment var að heyra, að konur væru pví mjög meðmæltar, að blaðið gæti haldið áfram og yrði stækkað. Næsti almennur kvennafundur verður fyrir pingbyrjun og munu pá ýms mál tekin til um- ræðu sem konur varða, einkum kosningarrétt- armálið, og fleiri jafnréttismál kvenna og karla. Svo hefir Kvenréttindafélagið í hyggju, að halda við og við í vetur almenna fundi opin- berlega, til að ræða sameiginlega ýms mál kvenna. Hafa slíkir fundir ætíð verið mjög vel sóttir og haft góð og vekjandi áhrif á konur. Fyrirlestur um uppruna hjónabandsins hélt Ólafur ritstjóri Björnsson í Kvr.fél. ísl. i Reykjavík föstud. 9. des. siðastl. — Máttu félags- konur bjóða gestum en aðrir höfðu ekki að- gang. Fyrirlesturinn var fróðlegur og mjög vel fluttur. Skýrði ræðumaður frá hvernig félags- fræðingarnir álitu, að hjónabandið væritilkomið. Fyrst hefðu konurnar, að margra peirra áliti, verið sameign allra manna innan sama flokks. Síðar hefðu menn svo ekki getað gert sig á- nægða með, að fleiri karlar ættu konuna sína. Þá hefðu peir farið að ræna henni, til að hafa hana að eins fyrir sig. Petta sönnuðu ýmsar gamlar brúðkaupsvenjur hjá viltum pjóðum og jafnvel víða hjá siðuðum pjóðum enn pá, sem væru leyfar frá þeim tímum. Petta rán hefðu þeir orðið að horga flokknum með ærnu gjaldi. Konan hefði verið næsta réttlítil, og börnin hefði á þeim tímum verið kend við móð- ur sína. Síðar pegar einkvæni komst á væru börnin kend við föðurinn. Ræðumaður skýrði svo lauslega frá fram- förunum í þessu efni, og hversu mismunandi meðferðin hefði verið á konum í ýmsum lönd- um, og hvernig konur smám saman hefðu fengið aðgang að mentastofnunum og skólum. Nú kvað hann pær eiga eftir örðugasta hjallann, að ná pólitisku réttindunum. En vafalaust fengju pær þau. a Englandi væru konur áhugamestar. Par gæfu pær nýlega á einum fundi til kven- éttinda-baráttunnar 150,000 krónur. Par af ein kona 90,000 krónur. Slíkan áhuga fengi engin mótspyrna staðist. — Hér virtust konur vera alt of áhugalitlar í pessum málum. Pær yrðu að taka sig saman og ganga að þessum málum með einlægum áhuga, dugnaði og samtökum. Pá mundi ékki liða á löngu, að ýmsar at skör- ungum kvenna, færu að prýða þingbekkina, — Pá mundi ekki verða einungis talað og rifist um ráðherra íslands, heldur og ráðsfconn þess«. Til jdlanna. Heima tilbtiinn koníekt, miklu ljúffengari en útlendur konfekt. Að eins 1 lir. pd. Ennfremur marsipan myndir af ýmsum stærðum. Tekið móti pöutunum til jólanna. Félög og aðrir sem mikið kaupa, fá stóran afslátt. HT Þeir, §em framvisa þess- ari augl. í Kvbl. fá 10°/° af því sem þeir kaupa til jóla. Búðinni er lokað kl. 6 jólakvöldið og allan jóladaginn. Carla Olsen, Bankastræti 7. Xaupenður Xvennablalsins eru beðnir að athuga, að það kemur ekki út í janúar n. k. — Bíður eftir að vita um undirtektir kvenna undir boðsbréf það, sem sent var út með desemherpósti. Gleðileg jól og nýár! Þökk til alla góðra viðskiftamanna og vina Kvennablaðsins. Útgef.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.