Kvennablaðið - 15.06.1911, Blaðsíða 2
34
KVENNABLAÐIÐ.
ungling að fá að lifa slíka þjóðarvakningu,
þvi það liefir æfilöng áhrif. En það fell-
ur ekki í hverrar kj'nslóðar hlut. Og því
reisa menn þessa mílusteina, til að minna
sig á það sem liðið er. — Til þess að
halda hugsjónunum á lofti, eins og brenn-
andi blysum, sem bendi á veginn, er
fara skal og takmarkið, sem stefna skal að.
Pólitísk Hjaðning'avíg’.
Það er ekki flein ný bóla, þótt vér kon-
ur sjáum og heyrum mótstöðumenn kven-
réttindamálanna tyggja sömu ástæðurnar
upp árum og jafnvel áratugum saman,
hversu oft sem þær hafa verið hraktar,
og tættar í sundur. Það er eins og í
Hjaðningavígunum í fornsögunum: þótt
gengið væri gersamlega milli bols og höf-
uðs á öllum mönnunum að kvöldi dags,
þá risu þeir upp næsta morgun bráðlif-
andi, og hörðust með sama ákafanum eftir
sem áður.
Til allrar hamingju þurfum vér ekki að
bera mörgum mönnum hér á landi slíkt
á brýn. Að minsta lcosti ekki þeim, sem
talað hafa opinberlega um þessi mál. Það
hefir oftast verið gert af skilningi og skyn-
semi. Það er aðeins blaðið Ingólfur, sem
hælir sér af að vera á annari skoðun, og
hefir sett hana fram bæði nú, i 23. tbl. og
eins í vetur, með svo dæmafárri vanþekk-
ingu á öllu því, sem þar er talað um, að
hér skal alls ekkert farið út í að elta það.
Þessum drengsnáða, sem þar ritar, væri
sýndur ofmikill heiður, ef við hann væri
deilt um nokkur landsmál, sem hann auð-
sjáanlega ber ekkert skynbragð á. Þeim
mönnum, sem ekki hafa svo mikla-þekk-
ingu til að bera, að þeir viti hvað pólitískt
kjörgengi er, er ekki vert að svara. —
Hér skulu aðeins teknar fram helztu
ástæðurnar, sem oftast eru tugðar upp á
móti pólitískum kosningarrétti kvenna.
Menn segja að konurnar séu svo óþrosk-
aðar, þær hafi ekki næga þekkingu til að bera,
þurfi fyrst að setja sig inn í málin, að ef
þær fái kosningarrélt, þá muni þær van-
rækja heimihn, að þær hlaupi frá börnum
og búi, til þess að taka þátt í pólitískum
æsingum, að þær muni jafnvel fjölmenna
svo á þinginu, að karlmennirnir verði að
gegna húsmóðurstörfunum heima fyrir.
Pær séu of æstar og tilflnningarríkar til að
fara út í þau máf, og þær séu of fínar og
of góðar til þess að standa í því skarn-
kasti sem ætíð fylgi hluttökunni í þeiin.
Það sé Qarri eðli þeirra og skyldu, sem
sé að vera altaf sólargeislinn á heimilun-
um, þær eigi að lifa einungis til þess, að
gera karlmönnunum lifið sem þægilegast.
Þeirra hlutverk sé ákvarðað frá fæðingu,
þær eigi að eiga börnin og fóstra þau upp
og komi annað ekkert við. Karlmennirnir
eigi að ráða öllu út á við, þær geti haft
nóg með heimilin. Of mikill lærdómur og
hluttaka í opinberum málum svifti þær
sinu kvenlega eðli, og inn á þau verksvið
eigi þær ekki að fara. Konur vilji þetta
ekki sjáifar. Það séu aðeins fáeinar konur,
sem þyrli þessu ryki upp.
Fyrsta ástæðan, fullyrðingin um þroska-
leysi kvenna, sem standi karlmönnunum í
þvi efni svo langt að baki, er algerlega á-
stæðulaus, að minsta kosti hér á landi.
Allir vita að uppeldi allrar alþýðu er
hér um bil alveg eins, hvort sem það eru
piltar eða stúlkur. Þau njóta sömu fræðslu
fram til fermingar, og eru þar samferða
og samhliða. Þar, sem um nokkra ung-
lingaskóla er að ræða, þá ganga hvoru-
tveggju kynin jafnt á þá. Munurinn er
einungis til, þar sem um embættisnám eða
eitthvert annað sérnám er að ræða. En
þegar tekið er tillil til þess að konur eru
4—5000 fleiri á landinu en karlar, þá er
þetta svo liverfandi lítill munur, að hann
verður ekki talinn.
Að segja að konur verði /yrst að afla
sér sérstakrar fræðslu á landsmálum, því
annars verði kosningarrétlurinn að voða-
vopni í höndum þeirra, er það sama um
alla kjósendur.hvort væru karlar eða konur.
En það er sama ástæðan og ef sagt væri
við einhvern, sem vildi læra að skjóta og
fengi sér til þess byssu: »Nei, góðurinn
minn, byssan er alt of hættulegt vopn til
þess þú megir fara með hana. Fyrst verð-
urðu að læra að skjóta!« — Hvernig gætu
menn það, ef þeir fengju aldrei að æfa sig
með byssuna? Nei, reynslan og æfingin
er besta þroskameðalið. Þeir kraftar, sem
aldrei eru æfðir fá aldrei þroska. Mögu-
leikarnir geta verið til staðar, en æfingin
er þroskaskilyrðið.
Ekki er gott að sjá hvernig unt væri að
knýja konur nauðugar út í hluttöku opin-
berra mála. Menn láta eins og það verði
að fylgja kosningarrétti kvenna, að þær
fari allar að bjóða sig fram til þingmensku
og læra til embætta. — Þetta er nú svo