Kvennablaðið - 15.06.1911, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 15.06.1911, Blaðsíða 1
Kveun&blftðiðkost* ar 1 kr. 60 au. inn- anl&nds, eilendis 3 kr. [60cent vestan- hafs) '/» vprðains borgist fyrfr&m, en */» fyrir 15. júli. Uppsögn skrifleg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 17. ár. Reykjavík, 15. júni 1911. M 5. Hátíðahaldid V7. jtluí. Nú er byrjaður undirbúningurinn undir hátiðahaldið 17. júni. Dagskráin prentuð og fest upp á götunum, og hvað annað, sem undirbúnings þarf við, á góðum vegi. Vonandi að bæði guð- og menn Ieggi nú saman að gera daginn sem ánægjuleg- astan: — að veðrið verði æskilegasta sól- hvarfaveður, með glóbjörtu sólskini og heið- ríkum júníhimni, og að mennirnir sýni þá reglu og prúðmensku, sem slíkum merkis- degi sæmir. Dagskráin verður auglýst aftar í blaðinu, svo konur geti séð hvernig alt á að fara fram og geti hagað sér þar eftir. Ef gott verður veður, ættu menn að vera sem prúðbúnastir. Mjög viðeigandi væri að konur skautuðu í skrúðgöngunni upp í kirkjugarðinn,ogkæmuþar með sem tlestar. Gangan hefst kl. D/2. Fi-emst í henni gengur landsstjórnin, þá alþingismenn, bæjarstjórn Reykjavikur og þeir sem ætla að leggja kransa á leiðið. Þar á eftir fé- lög, skólar og llokkar, sem undir sérstöku merki ganga. — — Leitt var það að Kvenréttindafélagið skipar sér ekki í fylkingu með sér- stöku merki, svo allar þær konur, sem vildu, gætu skipað sér þar undir. Mjög mörg- um konum mundi hafa þótt ánægjulegra að ganga þannig undir sameiginlegu merki kvenna, en hingað og þangað innan um fylkingarnar, með alveg óviðkomandi fólki. Menn munu máske segja að konurnar séu jafnókunnar hver annari, þótt þær gangi undir sama merkinu. — Já, og nei. — Þær eru það persónulega. En sameigin- legt merki, sameinar líka, lætur menn ó- sjálfrátt finna til heildartilfinningarinnar. Og þess þurfum vér konur sannarlega við. Ekki svo að skilja að vér viljum taka oss út úr félagslífinu, og lifa út af fyrir oss einar, heldur hitt, að vér íinnum að y>nœr er þó skinnið en skyrtan«. Og ein sé sú hugsjón, sem sameinar oss allar; að hefja oss sameiginlega á sem hæsl þroska og menningarstig, svo vér getum sem bezt skipað þau sæti, sem vér eigum að fylla i þjóðfélaginu. Sumir menn segja, að slíkir minningardag- ar séu »humbug«. Þeirséu aðeins »agitation« fyrir fólkið. Getur vel verið að þeir séu eins- konar „agitation« — nokkurskonar iögeggj- un, að standa þessum mönnum, sem verið er að minnast, sem minst að baki. Að fylkja sér undir það merki, sem þeir hófu svo liátt á loft. — En ætli það sé óþarfi? — Allir menn gleymast meira eða minna, hversu frægir sem þeir hafa verið. Kyn- slóðin, sem eftir þá kemur, hefir þá ekki í jafn fersku minni og samlíðarmennirnir. — Ekki á sama hált. Áhrifin verða öðru- vísi. Ef til vill verður mynd þeirra í hug- um eftirkomendanna eins glæsileg. En hún verður ekki eins lifandi, ekki eins mannleg. Hrífur þá ekki með sér. Nær ekki tökum á tilfinningum þeirra og vilja, eins og samtíðarmannanna. Stálpuðu börnin og unglingarnir, sem núna alasl upp, lifa ekki undir þeim áhrif- um sem við lifðum undir, sem vorum að vaxa upp um 1871 —1874. — Þau geta naumast ímyndað sér hvað Jón Sigurðs- son var fyrir okkur. í okkar huga var hann hinn fyrsti íslendingur, — merkis- berinn, sem við heyrðum engan mann finna blett á. Hann gagntók sálir okkar svo, að okkar insta ósk var það: að geta unnið eitthvað tfl gagns fyrir ísland, — eitthvað í sömu áttina, ogjhann stefndi að, og benti á. Því miður eru ekki slíkir eindrægnis og samhygðarlímar nú, eins og um 1874. Það er hin mesta hamingja fyrir livern

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.