Kvennablaðið - 11.04.1912, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 11.04.1912, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 11 ferð, heilsu og líf i sölurnar fj'rir petta mál. Þær eru eklci margar, þegar miðað erviðíbúa- tölu Englands, en bak við þær standa tugir og þúsundir þúsunda kvenna. Auk þess standa að þeim fjöldi hámentaðra og háttstandandi manna. Nú í bili eru menn gramir þeim fyrir rúðubrot þetta, uppæstir af fjandmönnum þeirra, sem sáu sér leik á borði, af því að tíminn var ekki heppilega valinn. En lýðurinn sefast fljótt, þegar liann hefir fengið fórn sína framselda. Og þvi ver, sem farið verður með þær í fang- elsunum, því meiri hluttöku njóta þær hjá allri þjóðinni, þegar írá líður, jafnvel þeim sömu, sem nú heimtuðu að þær yrðu »kross- festar«. Og því meir hrindist þetta mál nær takmarkinu, — uppfyllingu óska þeirra — hvort sem stjórnmálamennirnir vilja eða ekki vilja. Pessi hreyfingaralda ryður sér nú til rúms í heýninum, og hún er svo sterk, að hana fá stjórnmálamennirnir ekki brotið. Peir geta sett stýflur, sem standa litla hríö. En þær skolast burtu áður en þeir vita af, og þeir verða nauð- ugir viljugir að fylgjast með. Það er eftirtektarvert að uppreisn og of- beldi Englendinga, til þess að fá aukinn kosn- inagrétt, hefir ætíð af stjórnmálamönnunum ensku, þótt næg ástæða til að slaka til. 1832, þegar þeir kröfðust aukins kosningarréttar, þá brendu þeir Notthingham-kastala og margar fleiri byggingar, auk fjölda manna sem drepnirvoru. Pá var þctta gildasta ástæðan í augum stjórn- málamannanna. Pegar verkfallsmenn baka þjóðinni 8—10 rniljóna tjón daglega með verk- falli, auk allra annara vandræða, — þá liggja æðstu stjórnmálamennirnir á linjánum til að biðja þá að vera góða. En þegar fáeinar kon- ur taka upp litið brot af sömu aðferðinni — livert sem hún er rétt eða röng — þá er pað eitl næg ástæða til þess, að allar konur um all- an heim, ættu aldrei til eilífðar að fá nokkur jrólitísk réttindi. Og tungumálin eiga ekki nógu sterk orð, til að einkenna óskammfeilni þessara kvenna, í blöðum og samræðum karl- mannanna. Viljum vér konur vera með að taka undir þann söng? Sjáum vér ekki mismuninn? Heiinilisiönaöiii*. iii. Og Norðmenn láta ekki sitt eftirliggja heldur. Þótt ekki fái þeir eins stórkostleg fjárfrarnlög af almannafé eins og Svíar, þá hafa þeír þó fengið góða hjálp til viðreisnar heimilisiðnaðinum. Þannig hefir Stórþingið veitt árlega 20,000 kr. til kenslu ( þeim greinum. Og mörg önnur félög hafa veitt fé til þess, auk þess sem einstöku rnenn hafa gefið, og heimilisiðnaðarfél. og ungmennafélögin, sem tekið hafa málið upp á sína dagskrá. Námskeið og skólar hafa verið settir upp í flestum sveitum landsins, í fleiri eða færri greinum heimilisiðnaðarins. Til að geta gengið úr skugga um áslandið í þessum efnum áður, og árangurinn af námsskeiðum og skólum, hafa verið send út spurninga eyðublöð, sem öllum sveitastjórnaroddvitum hafa verið send. Þar er spurt um: Eru jarðirnar í sérstökum veðböndum? og hvað mikið ? Er algengt að hefilbekkur sé til á hverjum bæ? Eru nægileg verkfæri til? Eru snikkara viðgerðir gerðar að mestu leyti af heimamönnum, eða þarf að fá það gert að mestu leyti af iðnaðarmönnum á húsgögnum, búsáhöldum og verkfærum utanhúss? Býr heimilisfólkið til ný áhöld og hluti? T. d. axarsköft, hamra og járnkarla, búrfjalir kvenna, aópa, þvörur, hrífur, trog, sleifar, spæni, ausur, skeiðar o. s. frv.? Búa heimamennirnir til utanhúss amboð og á- höld af tré, kerrur, hjólbörur, vagna, sleða o. s. frv.? Búa heimilismenn til nokkuð af húsbúnaðinum? Er nokkur beykisvinna gerð á heimilinu, t. d. fötur, kollur, tunnur o. s. frv.? Á hvað mörgum heimilum í sveitinni eru renni- smiðjur? Mála menn sjálfir hús sín og áhöld? Eru venjulega smiðjur á hverjum bæ? Eru einföldustu áhöld úr járni smíðuð af heima- mönnum? Járna menn sjálfir hesta sína? Nota nokkrir í sveitinni vatnsafl til heimilis- iðnaðar? Er vefstóll til á flestum heimilum? Er ofið fataefni handa karlmönnunum á bænum? Utanyfirföt? Nærföt? Eru ofin fataefni kvenna á bænum? Utanyfirföt? Nærföt? Eru rúmföt og aðrir nauðsynlegir dúkar, sem til heimilisins þurfa, ofnir þar? Eru öll nærföt heimilisfólksins saumuð heima af heimilisfólkinu? Saumar kvenfólkið á heimilinu kjólana sína sjálft? Er saumavél til á hverju heimili? Er litað heima? Með jurtalitum af mosa eða laufi o. s. ftv. €ða með aðkeyptum litum? Er nokkuð til muna gert að fínni handavinnu á heimilunum? Prjónar heimilisfólkið sjálft sokka og vetlinga sína? Er prjónavél til á nokkru heimili? Býr heimilisfólkið sjálft til skófatnaðinn handa sér? Eða gerir það við hann?

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.