Kvennablaðið - 30.08.1913, Side 4

Kvennablaðið - 30.08.1913, Side 4
60 KVENNABIVAÐIÐ skoðanirnar á þessum málum eru að breyt- ast í heiminum. Þá hélt mrs. Catt forsetaræðu sína með yflrliti yflr það, sem gerst hefði í heiminum síðan á stórþinginu í Stockhólmi 1911. ís- land taldi hún með allra frjálslyndustu lönd- um og tók það fram, að það hefði ekki verið kosningaréttaréttur kvenna, sem staðið hefði i stjórnarskrármálinu í vegi 1912 heldur það að ýms önnur mál hefðu fléttast þar saman við. „Stjórnarskránni heíði því verið heiðar- lega frestað". Sem merki um það hvað íslenzká stjórnin og þjóðin væri jafnréttismálum vorum kvenna vinveitt, taldi hún fjárveitinguna til Kvenrétt- indafélagsins handa fulltrúa þess. En þá þótti okkur íslenzku fulltrúunum koma furðulegar fréttir, þegar hún sagði, að „af því að ekkert fé hefði verið fyrir hendi, þá hefði þessi styrk- ur verið veittur af póstfé íslands, svo þetta ár heíði ísland einni póstferð færra“. — Okk- ur varð hverft við. Fyrir framan hápallinn, þar sem mrs. Catt stóð á, sátu blaðamenn og fréttaritarar frá nær því öllum löndum heimsins og svo færu þeir að flytja þessa dömadags vitleysu! Að taka fram í var ekki hægt við svona hátíðlegt tækifæri, sjálfa þing- setninguna, það hefði orðið stórhneyxli. En eftir fundinn kom ein aí fundarkonunum og spurði hvort við hefðum tekið eftir þessu. Og þegar við furðuðum okkur á þessu, þá sagði hún, að eitthvað líkt þessu heíði verið skrif- að héðan frá Reykjavík, og vísaði okkur á konuna, sem bréfið heíði fengið. Hjá henni fengum við svo að heyra hvernig á þessu stóð og skiidist mér hún leið yfir því að hafa flutt bréf þetta til formanns móttökunefndar- innar í Budapest. Því hún gerði það, veit ég ekki. Þótt það auðvitað liggi nærri að í- mynda sér, að hún hafl beinlínis gert það að undirlagi bréfritarans, tii þess að leitast við að hafa áhrif á skoðanir manna um ís- lenzka fulltrúann. En til alirar hamingju hafði þetta bréf alveg gagnstæð áhrif við það, sem tilgangur þess auðsjáanlega var. Auðvitað fórum við þegar til mrs. Catt og komum henni í skilning um hvernig féð hefði verið veitt og skildi hún það fljótt, með því svo væri jafnan alstaðar annarsstaðar, þegar einhver útgjöld bæru að hendi, sem ekki væri ráð fyrir gert á fjárlögum. Sömuleiðis kom- um við leiðréttingu til flestra fulltrúanna og blaðamannaskrifstofunnar. Þessi misskilning- ur kom því hvergi fram í nokkrum blöðum, sem við vissum til, þar suðurfrá. Um kvöldið kl. 8 voru svo allir þingfull- trúarnir beðnir í konunglega leikhúsið og þeim gefin beztu sætin. Leikurinn var „Kvenna- búrið“ eða „Lausn úr kvenn.ibúrinu" og sýndi stúlku, sem var uppáhaldsambátt í kvenna- búri einhvers höfðingja. Hún var ástfangin í öðrum manni og hann í henni. En hús- bóndi hennar komst að því og fór mjög illa með hana. Við sáum hana skríðandi á hnján- um fyrir fótum hans og hann kasta henni til og frá. En að lokum gaf hann henni frelsi og hún fékk unnusta sinn. Leikurinn var að sjá ágætlega leikinn, en auðvitað skildum við ekki nokkurt orð, því alt var talað og sung- ið á ungversku, Á eftir var leikinn stuttur söngdansleikur (ballett). Við komum ekki heim fyr en kl. 1 um nóttina. Þann 16. hófst þingið íyrir alvöru El. 9 árd. Voru þá öll sambandslöndin kölluð upp og tala og nöfn fulltrúa þeirra. Síðan bar Sambands- stjórnin upp svo hljóðandi tillögu, sem var samþykt: „Ekkert land skal hafa leyfi til að fylla fulltrúatölu sína með ferðamönnum frá öðrum löndum. Mrs. Catt gaf sem ástæðu fyrir þessari tillögu, að tvö lönd hefðu óskað einmitt eítir að fylla fulltrúatölu sína á þenna hátt. En tillagan var samþykt með öllum atkvæðum. Þá bar þriggja kvenna nefnd sú, sem rann- saka átti kjörbréf fulltrúanna, fram skýrslu sína um að þau væru öll gild og lögum sam- kvæm. Dr. Anna Shaw gerði fyrirspurn um eftir hvaða reglum systrafulltrúum væri leyfð aðganga að fundinum. Formaður svaraði, að þeim hefði verið boðið á þingið eftir meðmæl- um kvenréttindalandsfélaganna, en þeim væri ekki ætlaður tími á dagskránni fyr en nöfn þeirra yrðu samþykt. Um hluttöku þeirra urðu svo langar umræður, sem enduðu með því að samþykt var að engum félögum, sem ekki væru í sambandinu væri leyft að kjósa

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.