Kvennablaðið - 14.07.1914, Blaðsíða 2
42
kVENNABLAÐIÐ
höndum — og að barnalöggjöfinni. Var
stungið upp á, s'em æskilegu formi fyrir
samvinnuna, að hvert þeirra kvenfélaga —
er taka vilja þátt í henni, vildu kjósa einn
eða fleiri fulltrúa, eftir því sem bezt þætti
henda. Skyldu svo allir hinir kosnu full-
trúar mætast á fundi hjer í Kaupmanna-
höfn á undan eða eftir hinum fyrirhugaða
alþjóða kvennafundi í Beriín, næsta sumar
(1915), og semja þá fasta skipulagsskrá
fyrir samvinnuna.
»Dansk Kvindesamfunds Hovedkontor«,
Studiestræde 49 K0benhavn, er aðalstöð
hins fyrirhugaða Qelagsskapar, þangað til
ef öðruvísi verður ákveðið á stofnfundin-
um 1915, og tekur aðalstöðin á móti öll-
um fyrirspurnum og svarar þeim, að svo
miklu leyti, sem unt er.
Björg Blöndal.
Um fráfærur.
(Niðuri.) Þessar fáu og lélegu kýr eru þó
ekki fullnægjandi þar, sem margt er fólk
að framfæra, síður en svo sé.
Væri þá ekki reynandi að færa ánum
frá og koma því lagi á að sameina sig
með hjásetuna að sumrinu, og fá einkum
gamla menn er ekki geta orðið unnið
erfiðisvinnu til að passa ærnar frá
tveimur bæjum og bændur borguðu svo
báðir þessum eina manni eptir skepnu-
fjölda. Þetta myndi vel geta verið svo,
einkum þar sem þéttbýlt er. Og svo eru
en til góðir og dyggir unglingsdrengir er
ekki er teljandi eptir að setja hjá ám
alveg eins og áður var. Það mætti alveg
eins kenna þeim að mjólka ær og kýr
meira en gert hefir verið, til að létta
undir með kvenfólkinu.
Þá er nú líka kvartað um að stúlkur
kunni ekki nú orðið að mjólka ær síðan
hætt var að færa frá; en þessu er nú
ekki ansandi, því til eru enn konur er vel
kunna það og geta þá kent þeim er ekki
þykjast kunna eða geta; ekkert er svo
vandasamt að ekki megi læra. Því svo er
nú almennt hátt kaup kvenna að þær
ættu engan veginn að skorast undan því
að vinna öll algeng verk er heimilið þarfn-
ast, þetta ætti nú ekki að standa í vegi.
Það mun víst flestum konum er reynt
hafa, ólíkt betra og drýgra að búa til skyr
úr sauðamjólk en kúamjólk.
Eg er stórþakklát herra Torfa í Ólafs-
dal fyrir hans mörgu og góðu bendingar
um fráfærur, og konur ættu að lesa ræki-
lega hans ritgerðir og%.athuga vel hvað
hann segir þar um.
Nú eru farnir að heyrast raddir úr ýms-
um áttum að margir sjúkdómar séu nú
einmitt að koma í ljós, er stafi frá vondu
viðurværi og óhollri og ónotalegri fæðu.
Eg vil benda á þýdda ritgerð í Tímariti
kaupfélaganna 1912. (Þjóðleg fæða). Fyrir-
lestur eftir norskan gerlafræðing, er telur
súrinn sem einkar holla fæðu, og er það
ekki svo lítið spursmál fyrir okkur þessa
fátæku og fámennu þjóð að nota sem allra
bezt það, sem við framleiðum í landinu
sjálfu, en vilja síður rænast eftir afar
dýrri vöru frá útlöndum og borða hana
svo aftur í staðinn.
Það er mín föst sannfæring að okkur
myndi líða miklu betur ef við færðum
frá og borðuðum mjólkina og skyrið í
stað grautanna og þá um leið að fækka
að stórum mun lélegustu kúnum og eins
hrossunum er nú eru orðin altof mörg í
flestum sveitum.
Athugum þetta alt nákvæmlega og breyt-
um þá til, ef betur sýnist.
G. E.
Úr bænum.
Samsæti héldu ýmsar konur bæjarins
skáldkonunni Ólöfu Sigurðardóltur frá Hlöð-
um í Eyjafjarðarsýslu þ. 8. júní. Voru það
um 40 konur og skemtu þær sér bið bezta.
Frk. Laufey Valdímarsdóttir hélt aðal-
ræðuna fyrir heiðursgestinum. Á eftir
henni sungu allir veizlugestirnir standandi
mjög snoturt kvæði eftir frk. Ingibjörgu