Kvennablaðið - 14.07.1914, Síða 3
KVENNABLAÐIÐ
43
Benediktsdóttur, fyrir minni heiðursgestsins,
sem er prentað á öðrum stað hjer í blað-
inu. Ýmsar fleiri konur héldu ræður, þar
á meðal frú Theódóra Thoroddsen, sem
talaði mjög skemtilega, fyrir íslenska al-
þýðukveðskapnum sér í lagi ferskeytlun-
um, sem væru svo handhægar, að hafa á
hraðbergi, og samgrónar eðli og hugsun-
arhætti íslendinga, sem fjölda margir væru
hagyrðingar.
Um kvöldið kl. 1, fylgdu allir veizlu-
gestirnir heiðursgestinum heim þangað,
sem hún bjó, meðan hún dvaldi í bæn-
um. Kvaddi hún þær þá með stöku þess-
ari, sem hún hafði ort á leiðinni:
»Seinna löngu eg feng minn finn —
feng má engum tína.
Ljós og söng þið senduð inn
í sálarlöngun mína«.
Ræða frk. Laufeyjar.
Háttvirta samkoma!
Við höfum öll hlegið að kerlingunni, sem
ætlaði að bera sólskinið inn í bæinn, í
svuntu sinni, af því hún hafði ekki vit á
því, að það þyrfti að búa til glugga. En
stundum nægja gluggarnir ekki, þegar
dimmt er úti fyrir, þá vantar okkur einhvern
til þess að bera ljós inn í bæinn — þó
ekki væri nema lítil týra.
Eru ekki hugir mannanna oftsinnis eins
og lokaðir, gluggalausir klefar — við köll-
um hver til annars í myrkrinu — eins og
myrkfælin börn sitjum við alein með ang-
ist í hjartanu og hlustum eftir lífsmarki
frá hinum klefanum, og í hvert sinn, sem
við heyrum eitthvað, glaðnar yfir okkur.
En mest glaðnar yfir okkur, ef við sjá-
um ljós. Það eru andans menn — skáld
og listamenn, sem oftast bregða birtu yfir
okkar eigin huga, svo óljósu draumarnir,
sem búa þar inni, verða að björtum og
skínandi myndum.
Við erum komnar hingað í kvöld til
þess að fagna einum af þessum ljósberum,
einni af fyrstu skáldkonunum okkar.
Það er ekki mikið að vöxtunum, sem
eftir hana liggur, en gildi bóka verður ekki
metið eftir blaðsiðutali, heldur eftir hugs-
anaþroska þeim, sem kemur fram í þeim
og liggur á bak við það, sem sagt er.
Það er kona, sem hefir skrifað þessi
kvæði, þess vegna skiljum við þau svo
vel. Okkar eigin hugsanir, sem vakað
hafa fyrir okkur eins og fjarlægur ómur,
án þess að við heyrðum orðaskil, hafa
orðið að kvœðum hjá henni. Hvað lesum
við út úr þessum ljóðum? Svar á þeirri
spurningu, sem liggur öllum mönnum
þyngst á hjarta: hvernig við eigum að ná
í gæfusólskinið. Það hefir verið þröngt
um þessa konu, einvera, kuldi og veikindi
hafa þjakað henni. Það er ekki furða þótt
hún hafi sagt:
»Andann svangan eg sit og kúga,
sólargangurinn innra lækkar.
Hvað mig langar að fljúga, fljúga,
fljúga þangað, sem hugsjón stækkar«.
En lífið hefir kent henni að við þurf-
um ekki að leita langt eftir fegurð og
hamingju — feguröarheimurinn býr í okk-
ur sjálfum. Það er okkur í sjálfsvald sett
að opna fangelsin gluggalausu, sem hug-
ur okkar er innibyrgður í, þegar við grúf-
um yfir hörmum okkar og áhyggjum —
öll sæla felst í því að gleyma sjálfum sjer.
— þá hrökkva upp dyrnar, sem loka okk-
ur inni og heimurinn blasir við okkur,
skinandi, sólbjartur, og óendanlega víður.
Og alt sem lifir talar til okkar sínu máli,
ef við viljum hlusta eftir því.
Eg sagði áður að það væri ekki mikið
að vöxtunum, sem lægi eftir Ólöfu Sig-
urðardóttur. En alt ber það vott um ó-
venjulega einarða og þroskaða konusái.
Hún hefur sjálf náð því sem hún lýsir í
þessari vísu:
Gott er að vera fleyg og fær,
frjáls í hverju spori,
sinnið verður sumarblær
sálin full af vori.
Það er svo sjaldan hægt að þakka braut-
ryðjendnm, á meðan þeir lifa — okkur
þjrkir svo vænt um að okkur gafst færi á
því að þakka Ólöfu frá Hlöðum fyrir kvæð-