Kvennablaðið - 14.07.1914, Blaðsíða 4
44
KVÉNNABLAÐIÐ
in hennar. Við metum hana því meira af
því að við sjáum að það á við hana sjálfa
sem hún segir um vin sinn látinn:
— »þjer mátti hver vera maður jafn
í metorða-alríkinu — —«
Við vonum að konurnar verði til þess
að kenna mannkyninu að menn hækka
ekki sjálfir þó þeir traðki öðrum. — Lífið
er svo margbreytilegt, að það er þörf á
kröftum okkar allra, og erfitt að dæma
um það, hver sé mestur. Er hægt að fá
fallegri eftirmæli, en þessa vísu Ólafar, sem
mjer finst að gæti verið um hana sjálfa:
»Þín spor sjást ei stór en hvertspor er hreint
þú spark hvergi eftir þig lætur,
en gekst svo varfær þinn veg og beint,
að vegna þin enginn grætur.«
Ólöf Sigurðardóttir lengi lifi!
* ★ ★ ★ ★ ★
¥ ¥ ¥
Úr norðurátt oss bárust hörpuhljómar
með hlýjum, léttum, undurhreinum blæ;
frá auðn og kyrð þeir komu — þessir ómar
þars kona sat í litlum sveitabæ.
Við fögnum þér, sem hefir stilt þá strengi,
svo sterkt sem veikt, þar lék þín haga mund;
já, hreimar þínir hafa töfrað lengi —
þeir hafa leitt oss saman þessa stund.
í kvöld við vildum öðrum önnum gleyma
og allar gleðjast við þau strengjahljóð.
Við eigum litlu kverin hjá oss heima,
í huga geymum mörg þín beztu ljóð:
þau sumarblóm, sem yl og yndi færa,
sem anga ljúft við sólbros mild og hlý,
og blika döggvuð líkt og lindin tæra,
þar lífsins þrár og draumar speglast i.
Við skiljum þig! En fæstar fengið hafa
þó færri geisla’ að vöggustokknum inn.
Við skiljum: Það er kvöl að kyrkja’ og grafa
í kalinn jarðveg andans gróður sinn.
Við skiljum, hvernig húm og þrautir þjaka,
við þekkjum margar líkan skapadóm.
En hitt er gátan, hvernig í þeim klaka
úr klungur-urð fá sprottið svona blóm.
Með göfgi’ á svip og gleðibragð um hvarma
í gfiti slíkra blóma situr þú,
svo ern og hress í aftansólarbjarma,
og aldrei söngstu fegri ljóð en nú!
Við yzta sjónhring sér þú blysin loga,
sem sigrað gátu skugga, tár og þraut,
svo nú sézt hvergi nótt á himinboga —
og nú er lif þitt orðið sigurbraut.
/. B.
Annað norræna kvennaþingið.
Á öðrum stað hér í blaðinu hefir frú Björg
Blöndal gefið Kvenréttindafélaginu, sem hafði
fengið hana til að mæta fyrir sig á fundinum,
skýrslu um hann. Hér skal pví að eins getið
hins helsta, sem þar er ekki tekið fram.
Fundurinn var haldinn i stóra salnum í Odd-
félagahöllinni og hófst kl. 9 árd. þ. 10. júni.
Var salurinn troðfullur, og voru áheyrendurnir
mestmegnis konur. .
Var fyrst sunginn hátíðasöngur eftir frú
Gyrithe Lemche, en lagið var búið til af frú
Teklu Griebel Wandall.
Inngangsræðuna hélt formaður félagsins:
»Dansk Kvinda-Samfund«, sem stóð fyrir fund-
inum, stiftamtmannsekkja frú Astrid Stampe
Feddersen. Talaði hún um þann ófrið, sem
fyr á öldum hefði verið milli hinna norrænu
þjóða, og um þær friðarumleitanir, sem á síð-
ari árum hefðu hvervetna í heiminum, gert
vart við sig, og orðið æ háværari og ákveðnari.
Hún kvaðst tagna því, að hinar norrænu þjóðir
tækju nú saman höndum, til þess í einlægni að
sækja þenna fund.
Prófessor Viggo Bentzon, formaður í norrænu
Hjónabands-löggjafarnefndinni tók síðan til máls
i langri ræðu um þetta mál. Kvenlögfræðingar
frá Sviþjóð, Noregi og Danmörku, gerðu síðan
grein fyrir þeim göllum, sem konum þættu sér-
staklega þurfa, að bæta úr með þessum lögum, og
hvernig þær umbætur ættu að verða.
Síðast talaði prófessor Bentzon, og lauk máli
sinu á þessa leið:
»Kvenlögfræðingar Norðurlanda hafa í dag tal-
að af mikilli þekkingu uin mjög erfið lögiræðileg
viðfangsefni, og við karlmenn, sem erum lög-
fræðingar, viljum fegnir vera í samvinnu við
þær. Fundurinn í dag hefir styrkt mig í þeirri
trú, að samvinnan gangi vel«.
Aðal atriðin, sem rædd voru og fundið var að,
voru réttarfarsleg staða giftra kvenna, og hvern-
ig ósanngjörn lög legðu eiginmanninum alt
valdið í hendur á sameiginlegri eign hjónanna,
án þess að hann beri nokkra ábyrgð á með-
ferð sinni á henni, gagnvart konu sinni. Annað