Kvennablaðið - 14.07.1914, Side 5
RVENNABLAÐIÐ
45
atriðið var persónulegt samband milli foreldra
og barna. Par talaði hæstaréttarlögmaður Elísa
Sem frá Noregi. Lagðí hún sérstaka áherslu á
hinn mikla mismun á sambandi foreldranna
við skilgetin og óskilgetin börn sín. Yfir skil-
getna barninu hefði faðirinn nær því alt for-
eldravaldið, en vlð óskilgetna barnið sitt hefði
hann hvorki skyldur, né nokkurt foreldravald.
Hún mintist einnig á spurninguna um pað,
hvort óskilgetin börn ættu að hafa rétt til að
bera ættarnafn föðursins eins og skilgetín börn
og hvernig þá færi um þau börn, sem ekki
fengju neitt viðurkent faðerni, og yrðu þannig
eins og nokkurskonar afhrak í mannfélaginu,
enn þá ver sett, en þau væru nú.
Frú Frigga Carlberg frá Gautaborg, sendi
skrifaða ræðu sína um þetta efni, sem lesin
var upp. Par gerði hún grein fyrir þessu for-
eldravaldi föðursíns yfir börnunum frá elstu
tímum, frá því að karlmaðurinn hafði óbundið
einveldi eins yfir börnum sinum og konu, og
öðrum eignum. í Svíþjóð hefði ekki verið bann-
að að bera út börn fyr en á 12. öfd, og föður-
valdið sé enn þá svo mikið í Sviþjóð, að t. d.
glæpamenn, sem hefirverið hegnt, hafi alt vald-
ið yfir börnum sínum, og þótt móðirin vinni
fyrir heimilinu, þá hafi hann þá jafnt sem áður
alt vaidið yfir því að lögum. Og þótt faðirinn
hafi hér því engar skyldur við óskilgetin börn
sín, þá hafi hann þó að lögum erfðarétt eftir
það; föðurfrændur óskilgetins barns geti erft
það líka að lögum. Hún sannaði hvernig það
væru lögin sem stuðluðu að ungbárnamorðum
í stórum hlutföllum við eðiilegan barnadauða,
og bað löggjafana að minnast þess, þegar þeir
töluðu um fækkandi barnafæðingar.
Mikið af umræðunumvar um erfðarétt óskil-
getinna barna, eftir föðurinn, (og föðurfrænd-
ur) og rétt til að kallast nafni föður síns. Því
var meðal annars haldið fram, að eðlilegra
væri, að faðirinn væri skyldur til að gefa óskil-
getnu barni sínu ættarnafn sitt, en að móður-
faðir þess væri skyldur til þess. Og fyrst að
lögbækurnar sýknuðu karlmanninn frá öllum
lagalegum afleiðingum og ábyrgðum af föður-
skyldum óskilgetinna barna sinna, og skrifuðu
lögin o. venjan, sýknuðu hann, af allri vansæmd í
því tilliti, þá yrði það eðlilegt að siðgæðilögmál-
ið yrði ólíkt fjrrir karla og konur, og þetta hefði
aftur margskonar afleiðingar, sem kæmu niður
á saklausu börnunum.
Klukkan 7 síðdegis, var svo haldinn fuudur
í Grundtvigshúsi. Fundarefnið var kosningar-
réttur kvenna. Húsið var troðfult. Pár var
ger grein fyrir kosningarréttarmálinu í hverju
af þessum 5 Norðurlöndum. í Finnlandi og
Noregi hafa konur þegar fengið full pólitisk
réttindi. Árangurinn af því virðist hafa orðið
góður. Engin bylting, hvorki í stjórnmálum eða
öðrum þjóðfélagsmálum, heldur góð félagsleg
samvinna milli beggja kynjanna.
Fyrir Danmörku talaði próf. H. Höffding, og
hélt að vanda með þvi, að sjálfsagt væri að
konur fengju þessi réttindi, enda stæðu þau nú
fyrir dyrum í Danmörku, og yrðu eflaust að
lögum, ef ekki í sumar, þá á næstu missirum.
Pá talaði frú Ezaline Boheman frá Svíþjóð,
og bar fram heilhugar hamingjuóskir sænskra
kvenna, til danskra kvenna, með því að þær
væru komnar svo nærri þessu langþráða
takmarki. Hún kvartaði yfir þvi, að í Sví-
þjóð mundi enn langur vegur eftir, þangað
til konur kæmust svo langt, og tók fram hversu
stjórnmálahorfurnar þar og hin ábyrgðarlausu
áhrif þeirra, væru hættulegar.
Pá talaði frú Björg Blöndal og talaði um
kvenréttindamálið á íslandi, eins og því væri
nú komið. Konur hefðu þar aðgang að öllum
embættum landsins. Par væri eíginlega engin
mótstaða gegn því að konur fengi pólitísk rétt-
indi. Nú lægi fyrir frumvarp sem veitti konum
þau. En samkvæmt fengju aðeins 40 ára
konur kosningarrétt fyrsta árið, næsta ár þær,
sem væru 39 ára, og svo áfram niður á við,
þangað til allar konur hefðu fengið kosningar-
rétt þegar þær væru 25 ára. Að þessu frum-
varpi var mjög lilegið, en ræðukonan hélt að
það mundi ekki verða að lögum, en íslenskar
konur mundu þó bráðlega fá kosningarrétt.
Á eftir ræðunum frá hverju landi, var sung-
inn þjóðsöngur þess lands.
Annan fundardaginn, 11. júní var rætt aðal-
lega um barnalöggjöfina. Talaði þar fyrst
sænska konan Anna Lindhagen. Taldi hún öll
börn eiga sömu eðlilegar réttindakröfur: 1. rétt
til að lifa, 2. að fá fræðslu, 3. að fá verndun,
þótt það yrði hjá óviðkomandi fólki, 4. að vera
verndað fyrir foreldrum, sem ekki væru góðir,
5. að vera ekki ofboðið eða misbrúkað til
vinnu. Barnaiöggjöfin i Danmörku væri miklu
betri en i Svíþjóð, og hin dönsku »Værgeraad«
væru miklu betri en sænsku »Barnavárds-
namnder«. »Værgeraad«-in hefðu meiravaldog
gætu því komið meiri og betri framkvæmdum
í kring. Auk þess vernduðu lögin giftar mæð-
ur betur.
Frú Björg Blöndal gaf ýmsar góðar upplýs-
ingar frá íslandi i þessu efni. Sagði að þar
væru engar verksmiðjur, sem notuðu börn til
vinnu. Par þektust eigi barnaglæpir, og þar
hefði aðeins komið fyrir eitt barnsmorð, í manna
minnum. Par væru venjulega óskilgetin börn
kend við feður sína, sem hefði þær afleiðingar
að giftir menn tækju sjaldan framhjá.