Kvennablaðið - 14.07.1914, Síða 6
46
KVENNABLAÐIÐ
í umræðunum var það tekið skýrt fram, að
nauðsynlegt væri að eitthvert sérstakt fram-
kvæmdarvald hefði öll þessi mál til meðferðar.
Mjög líklegt að stofnun, lík hinum dönsku
»Vergeraad«-um gæti orðið fulinægjandi, ef hún
fengi aukið vald í sínar hendur. Pegar ríkin
tækju að sér uppeldis umsjón barnanna, pá yrði
það einnig að sjá um, að gáfuðum börnum væri
ekki haldið niðri, heldur fengju þau að njóta
hæfileika sinna. En þetta mál væri fléttað sam-
an við bindindismálið, vinnuleysismálið, málið
um hjálp handa fátækum mæðrum, og í einu
orði sagt, gæti ekki orðið greitt úr því öðruvísi
en samhliða með framförum verkmannaflokks-
ins, bæði í efnalegu- og menningarlegu tilliti.
Síðari fundurinn um daginn, var um sérstök
lög eða bannlög fyrir konur, að vinna nætur-
vinnu, og ýmsar aðrar undantekningar og úti-
lokanir frá sérstökum vinnugreinum, sem þær
hefðu áður haft. Umræðurnar hóf frú Julia
Arenholt, umsjónarmaður dönsku stjórnarinnar
við allar þær verksmiðjur, sem konur og börn
vinna í. Hún hefirmikla reynslu i þessu máli,
enda sýndi hún fram á, hversu sérstök löggjöf
fyrir konur í þessumiltoum væri skaðleg fyrir
þær, bæði efnalega, og eins fyrir heimili þeirrá.
Auðvitað væri gott, ef engrar næturvinnu þyrfti
með. En meðan hún væri notuð, þá mistu
konur af bezt-launuðu atvínnunni, þegar þeim
værí fyrirboðin sú vinna, sem bezt borgaði sig,
t. d. við prentun, bakarastörf o. s. frv., það
leiddi aftur til þess, að þær yrðu að vera lengri
tíma frá heimilum sinum, til að innvinna sér
jafnmikið, eða taka illa launaða vinnu heim til
sín. Yfirleitt yrði árangurinn sá, að þær yrðu
að vinna miklu verri og ver borgaða vinnu,
sem enginn hefði opinbert eftirlit með.
Frk. Ida Johannsen frá Svíþjóð, kvað það
vera bæði sína og annara persónulega reynslu,
að tneð þessum næturvinnubannlögum fyrir
konur, þá hefðu mörg hundruð kvenna þar í
landi mist vel borgaða vinnu, sem setjarar í
prentsmiðjum. Danskar konurvoru svo heppn-
ar, með fjölmörgum mólmælum hvervetna
frá döttskum konum að geta hindrað, að Fólks-
þingið samþykti slik bannlög. Sænskar konur
mótmæltu líka, en það hafði engin áhrif. Lög-
in komust samt á. í Finnlandi og Noregi, þar
sem konur hafa kosningarrétt, hafa mótmæli
kvenna dtlgað, og þessi bannlög gegn nætur-
vinnu kvenna ekki gengið i gegnum þingin.
(— Við konur hér á íslandi, þar sem fáar eða
engar slíkar verksmiðjur eru, verðum vel að
gæta að þvi, að jafnóðum og einhverjar at-
vinnugreinar opnast konum, bæði við verk-
smiðjur, ef þær komast á, og fleira, þá verði
konur ekki útilokaðar frá bezt-launuðu atvinnu-
greinunum, eða á annan hátt bolað burt frá
vinnumarkaðinum og allri sæmilega launaðri
vinnu. Verkakonur verða sjálfar að hafa aug-
un opin, fyrir þeim háska, sem af því stafar,
og halda allar saman í kröfum sinum. —)
Ýmsar veislur voru gestunum haldnar. Par
á meðal glaðningur í ráðhúsinu, sem bæjar-
stjórn Kaupmannahafnar hafði boðið öllum
fulltrúunum til. Jensen borgarstjóri bauð gest-
ina velkomna og hvert af hinum 5 löndum
þakkaði aftur, fyrir munn einhvers af fulltrúun-
um. Siðasta veislan var haldin á sumarhótel-
inu »Marienlyst« út við Eyrarsundið. Pangað
voru fulltrúarnir fluttir í bifreiðum 12. júni, því
þar skyldi haldinn síðasti fundurinn um áfram-
lialdandi samvinnu milli allra þessara 5 nor-
rænu landa. Fyrst gæddu fulltrúarnir sér á
morgunmat, sem þeim var fyrirbúinn þar, og
svo var fundurinn á eftir. En niðurstaðan varð
sú, að félag varð ekki myndað að svo stöddu, en
skyldi bíða frekari undirbúnings, undir stjórn
»Dansk Kvindesamfunds«, og ræðast að líkind-
um til fulls, vorið 1915, á undan eða eftir al-
þjóðaþinginu í Berlín. —
(Eftir Röstrátt för Kvinnor).
Ferðapistlar.
ii.
Mikið af leiðinni inilli Wienar og Dres-
den er mjög skemtilegt. Meðfram Saxelf-
unni er landslagið mjög fagurt. Þar uppfrá
liggur hin »Saxneska Sviss«, orðlögð fyrir
náttúrufegurð sína og heilnæmt loftslag,
enda notar Qöldi manna sér af því og
ferðast þangað upp í sveitirnar sér til
heilsubótar á sumrin.
Saxelfan er á þessu svæði ekki stórfeng-
leg. Hún liggur þar víða í lægð og brekk-
ur ofan að henni. Eílaust er hún þar
djúp og vatnsmikil, þótt ekki sé hún breið.
Mjög virtist okkur skifta um útlit, við-
mót og svip fólks, þegar kom inn á
Þýskaland. Járnbrautarþjónarnir, sem bæði
suður i Austurriki og Ungverjalandi, og
líka hér á Norðurlöndum eru oft svo við-
mótsgóðir og liprir, voru með þessari
þýsku járnbraut, víða að sjá styrðir og
hrottalegir. Mjög auðséður hermannabrag-
ur á framkomu þeirra. Auðvitað eru und-
antekningar frá allri reglu. En svona
virtist mér það yfirleitt.
Gaman var að taka eftir fólkiuu sem
varð okkur samferða. Og mjög ólíkar
virtust mér þýsku konurnar ungverskum