Kvennablaðið - 16.07.1915, Síða 2

Kvennablaðið - 16.07.1915, Síða 2
42 RVENNABLAÐIÐ Að því stefnir för sú, sem hafin er hér, því heiti skal fylgt í orði' og verki. Vor þríliti fáni, vér fylkjumst undir þér! Vors frelsis vöggugjöf, vors réttar merki. Guð blessi þig, ísland, og hefji þinn hag til heiðurs, til meiri vegs og blóma! Vér lögfrjálsar konur, sem hittumst hér í dag, af hjarta skulum vinna að þínum sóma. Gudm. Magnússon. Þá las frk. I. B. upp svohljóðandi sím- skeyti, sem sent var frá fundinum til kon- ungs, og ávarpið til alþingis. Ávarpið til konungs og drotningar. „Vér íslenzkar konur, samankomnar á fundi í Reykjavík samtímis og Alþingi íslands kemur sam- an fyrsta sinni eftir að hin nýja stjórnarskrá vor hefir öðlast staðfestingu yðar hátignar, sendum yðar hátign og drotningunni allraþegnsamlegast kveðju og vottum yðar hátign þakklæti og gleði rhargra þúsunda íslenzkra kvenna yfir þeim fullu pólitísku réttindum, sem stjórnarskráin veitir oss, sem vér vonum og óskum að megi verða til heilla fyrir fósturjörð vora. Fyrir hönd kvennafundarins í Rvík 7. júlí 1915. Bríet Ásmundsson. Ingibjörg H. Bjarnason. Kristín V. Jakobsson. Þórunn Jónasson. Elín Stephensen". Ávarp kvenna til Alþingis. „Á þessum mikilvægu tímamótum, þegar hið háa Alþingi kemur saman í fyrsta sinni eftir að íslenzk- ar konur hafa með nýjum stjórnarskrárbreytingum öðlast full stjórnmálaleg réttindi, þá hafa konur Reykjavíkurbæjar óskað að votta hinu háa Alþingi og hæstvirtum ráðherra vorum gleði vora og þakk- læti fyrir þau mikilsverðu réttindi, sem stjórnarskrá- in veitir íslenzkum konum. Vér könnumst fyllilega við það frjálslyndi og réttlæti, sem hið háa Alþingi hefir sýnt í mörgum og mikilsverðum réttarbótum nú á síðari árum, íslenzkum konum til handa, sem jafnan hafa verið samþyktar af miklum meiri hluta allra hinna pólitfsku flokka þingsins. Vér vitum vel, að auknum réttindum fylgja aukn- ar skyldur. En vér tökum móti hvorutveggja með gleði. Vér vitum og skiljum að kosningaréttur til Alþingis og kjörgengi er lykillinn að löggjafarvaldi landsins, sem á að fjalla um alla hagsmuni þjóðar- innar, jafnt karla sem kvenna. Vér trúum því að fósturjörðin — stóra heimilið vor allra, þarfnist starfskrafta allra sinna barna, jafnt kvenna sem karla, eins og einkaheimilin þarfn- ast starfskrafta alls heimilisfólksins, og vér trúum því, að vér eigum skyldum að gegna og störf að rækja í löggjöf lands og þjóðar, eins og á einka- heimilum. Vér vonum einlæglega að hin nýja samvinna vor með bræðrum vorum á komandi tímum í landsmál- um verði þjóðinni til heilla". Þá hélt frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir eftir- fylgjandi ræðu: Háttvirta samkoma! Mér hefir hlotnast sú sæmd að mega á- varpa yður hér á þessum mikilvægu tíma- mótum okkar íslenzku kvennanna. Og fegin hefði eg viljað vera því vaxin, að geta látið. endurminningar, óskir og vonir okkar allra bergmála svo í orðum mínum, að þau snertu allar ykkar instu og beztu tilfinningar, að þau vektu heilar fylkingar af björtum hugsjónum og góðum framtíð- arvonum, um leið og þér mintust liðna tímans með öllu hans striti og stríði, gleði og sorgum. En einmitt af þvi að mér finst framtíð- in brosi svo sólbjört framundan okkur, þá er það einni ástæðunni fleira til að staldra við og líta til baka til liðna tímans, til þess að athuga, hvernig hann hefir skilið við okkur og hvað við höfum honum að þakka. Nítjánda öldin mun lengi verða í minn- um höfð fyrir sínar stórstígu framfarir í öllum efnum. Konurnar, sem hvarvetna í heiminum hafa átt erfiðara hlutskifti að sæta en karlmennirnir, hafa á henni risið upp til nýrrar menningar og nýrra starfa. Jafnvel hingað hefir ómurinn af framfara- gný stórþjóðanna borist, og hinar háværu jafnréttiskröfur systra vorra úti í heimin- um hafa vakið hér bergmál, þótt veikt sé, og borið ávöxt í meiri menningu, meira jafnrétti og belri kjörum að öllu leyti fyrir oss, heldur en vér áttum áður að fagna. Það yrði oflangt mál að fara hér að telja upp allar þær umbætur á kjörum vor- um, sem urðu á nítjándu öldinni, og það því fremur, sem vér getum ekki þakkað oss sjálfum fyrir þær. íslendingar hafa yfirleitt fremur verið á undan en eftir öðr- um þjóðum með að veita konum sinum ýmsar frjálslegar réttarbætur. Þannig voru erfðalögin, sem veittij systrunum jafnan arf

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.