Kvennablaðið - 16.07.1915, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 16.07.1915, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ 45 kvenfélags var sú, að félagið skyldi vinna að fullu jafnrétti í öllum málum milli karla og kvenna, pólitískum kosningarrétti og kjörgengi, »og öðrum þeim málum, sem efst væru á dagskrá þjóðarinnar«. í ann- ari grein laganna stóð að félagið skyldi gefa út ársrit, og skyldi þar jafnan standa ein ritgerð um kvenréttindamál. Sömuleiðis átti félagið að láta halda að minsta kosti 2 fyrirlestra árlega, »og skyldi annar þeirra jafnan vera um kvenréttindamál«. Lög fé- lagsins voru að mörgu leyti góð, hefði þeim verið fylgt fram. Það er undarlegt, að á vissum tímabil- um virðist eins og öflugar hreyfingar í vissar stefnur gangi um heiminn. Þetta átti sér stað um 1894—95. Kvenréttinda- málið fær þá byr undir báða vængi víða hjá kvenþjóðinni og hér á Norðurlöndum er merkilegt að taka eftir því, að einmitt árið 1895 eru mörg blöð og timarit stofn- uð af konum. — Sama árið sem Kvenna- blaðið og Framsókn voru stofnuð hér á íslandi, — án þess að við vissum hverjar af annari. Boðsbréf Kvbl. kom út 6. nóv. 1894, en 1. tbl. þess 21. febr. 1895. Framsókn og Kvennablaðið mörkuðu tvær hliðar kvenréttindahreyfingarinnar hér. Kvbl. ætlaði sér einkum uppeldismál, fræðslumál og atvinnumál, en Framsókn stjórnmál, þar á meðal kosningarrélt og kjörgengi kvenna til alþingis, og bindind- ismál. Enginn vafi er á því, að bæði þessi blöð hafa haft mikil áhrif á íslenzkar kon- ur og þroska þeirra. Árið 1895 sendi hið ísl. kvenfélag undir forstöðu Þorbjargar Sveinsdóttur, út áskor- un til Alþingis um jafnrétti í öllum mál- um handa konum á við karla, og skvldu nú íslenzkar konur undirskrifa þessa bæn- arskrá eða áskorun til þingsins. Undir- skriftir kvenna urðu um 2200, og getur það kallast mikið á þeim tímum. Eins og áður er á vikið, samþykti al- þingi 1891 lög um kjörgengi allra þeirra kvenna, sem höfðu kosningarrétt í sveita-, sókna- og héraðamálum. 1899 fengum vér einnig lög um fjármál hjóna, stórum betri en þau gömlu. Aðalréttarbótin í þeim lög- um er: að giftar konur skuli hafa sama íjárforræði og ógiftar, a ð hægra verði að gera kaupmála milli hjóna en áður var, og með honum tryggja svo fjárhagslega hagsmuni konunnar í hjónabandinu, a ð takmarka að nokkru leyti rétt og umráð húsbóndans yfir félagsbúinu. Þau setja ýmsar ákveðnar reglur milli hjóna til hags- muna fyrir konuna. Þau veita hjónum, og þá einkum konunni, rétt til að geta slitið félagsbúinu með séreign, án þess að það hafi þá hjónaskilnað í för með sér, og tryggja eigur hennar gagnvart skuldunautum mannsins. — Síðan um síðustu aldamótin höfum vér fengið ýms mikilsvarðandi lög konunum til handa. Má þar til nefna kosningar- og kjörgengislög i sveita og héraðamálum frá 1908, með sömu skilyrðum fyrir alla, karla og konur. Þá eru lögin um rétt kvenna til embættisnáms.námsstyrks og allra embættalandsins frá 11. júlí 1911 sem H.Haf- stein flutti, fyrir Kvrfél.ísl., sem eru merkileg- ustu réttarbætur, sem vér höfum enn fengið, að undanskyldum stjórnarfarslegu réttind- unum, sem vér erum nú að þakka fyrir. Svo langt veit eg ekki neina aðra þjóð komna enn, að hún hafi veitt konum sín- um með lögum aðgang að æðstu embætt- um ríkisins og kirkjunnar. Hér er ekkert því til fyrirstöðu laganna vegna, að kon- ur geti orðið bæði biskup og ráðherra, ef þær hafa sjálfar þau skilyrði, sem til þess eru nauðsynleg. Eg hef áður tekið það fram, að lengi framan af hafi ísl. konurnar sjálfar lítið eða ekkert gert til að fá kjör sin bætt með lögum. Það hafi að eins verið gert af frjálslyndum karlmönnum, sem hafi tekið málið upp á stefnuskrá sína. Margir halda því fram, að vér konur höfum aldrei gert neitt til þess. — En það er alls ekki rétt. Þegar£Framsóknj hætti að^koma *út, þá tók Kvennablaðið upp kvenréttindastefnu hennar. Aðra pólitík hefir það aldrei feng- ist við. Árið 1906 var hér gerður undirbúningur

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.