Kvennablaðið - 16.07.1915, Síða 8

Kvennablaðið - 16.07.1915, Síða 8
48 KVENNABLAÐIÐ Björn Kristjánsson, Reykjavík, Vesturgötu 4, selur allskonar VEFNAÐARVÖRUR af vönduðusíu tegundum; litirnir óvenjulega haldgóðir. Meðal annars má nefna: Klæðl, enskt vaðiuál, fatatau allsk., kjólatau, svuntutau, sjöl stór, mikið úrval; herðasjöl, karlmannaföt, prjónnawföt fyrir börn og fullorðna o. m. m. fl. Verðskrá sendist ókeypis þeim er óska. Og nú er þér gangið inn í stríðið þá gætið tveggja dygða. Dygðir þær nefnast á voru máli: Drengskapur og hollusta. Um Bergþóru er það sagt í Njálu, að hún hafi verið drengur góður. Reynum jafnan að haga okkur svo, hver gagnvart annari og gagnvart samherjum vorum karlmönnunum, að þetta megi segja um okkur, en þegnskapinn og holl- ustuna eigum við að sýna í því, að vér berjumst jafnan fyrir góðu málefni, sem geti orðið öldum og óbornum til láns og blessunar. Og nú vil eg að siðustu biðja allar þær konur, sem hér eru saman komnar að biðja íslandi láns og blessunar; biðja yður að hrópa með mér ferfalt húrra! Fósturjörðin lifi! Húrra! Á eftir var sungið »Eldgamla ísafold«, og var þá fyrri hluta hátíðarinnar lokið. — Öll þessi athöfn fór sérlega vel fram. Hefir hér sjaldan eða aldrei sést svo mik- ill mannfjöldi í einu samankominn, og aldrei nokkru sinni svo margar og jafn- prúðbúnar konur. Einstöku þeirra skaut- uðu. Hjálpaðist að skínandi sólskin, stafa- logn og gleðibragur á öllum andlitum til að gera þessa minningarhátíð sem ánægju- legasta. Um kvöldið kl. 9 komu konur aftur saman í Iðnó. Voru þar dúkuð borð og skreytt með blómum, ljósum og flöggum. Voru ísl. flöggin og isl. litirnir yfirgnæf- andi bæði á borðunum og upp í salnum. Öllum var heimilt að koma þar, sem vildu, veitt var að eins kaffi, te, mjólk og gos- drykkir. Mátti þar sjá konur af öllum stéttum, bæði ungar og gamlar. Ýmsar ræður voru haldnar og sungið á milli. Hélst gleðskapurinn fram um kl. 12. Morguninn eftir kom eftirfylgjandi sím- skeyti frá konungi til nefndarinnar: „Dronningen og jeg bringer islandske Kvinder vor hjærtelige Tak og Genhilsen. Christian R.“ Talsverður kostnaður var við alt þetta hátíðahald, en hér fór sem oftar, þar sem konurnar standa fyrir einhverjum sam- komum. Þær höfðu líka sjeð fyrir tekjum sem báru mestallan kostnaðinn, með þvi að selja merki á 10 aura (slaufu með fánalit- unum í) og prentaða dagskrá fundarins með kvæðunum, fyrir 10 aura, sem bar þvi nær allan kostnaðinn. Að síðustu samþykti forstöðunefndin að allar fundargerðir, ávörp og símskeyti við- víkjandi þessari hátíð skyldu innfærast í sérstaka fundarbók, sem svo væri afhent landskjalasafninu til minningar um þenna dag. Mundi ýmsum konum á komandi öldum, þykja fróðlegt að sjá hvernig vér hefðum tekið þessum pólitísku réttindum í fyrsta sinni, er vér fengum þau. Útgefandi: Bríet liiainhéðiusdóttir. — Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.