Kvennablaðið - 31.08.1916, Síða 1
Kvennnblaðið Vo*t-
ar 9 kr.innanlanda
erlendia kr. 2 60
(90 cent vestan-
hafa) '/» verðain*
borgiat fyrfram, en
*/» fyrir 16. júli.
Uppaögn ekrifleg
bundin við fctft-
m6t, 6gild nema
komin aé til út-
gef. fyrir 1. okt
og kaupandi hafl
borgað að fullu.
22. ár.
Reykjavík, 31. ágúst 1916.
M 8.
Fyrstu kröfurnar.
i.
Þegar við konurnar förum nú í haust
að nota atkvæðisrétt okkar og kjósa þing-
mennina, sem eiga að ráða lögum og loí-
um í landinu um næstu 6 árin, þá vaknar
eðlilega þessi spurning hjá okkur: Hverjar
verða fyrstu kröfurnar sem við konurnar
gerum til þingmannanna sem við ætlum
að kjósa? Það verðum við allar að hafa
gert okkur ijóst.
Því þótt við séum nokkur hluti þjóðar-
innar, bundnar og tengdar hinum hlutan-
um sterkum skyldleika og venslaböndum,
og hafandi satneiginleg áhugamái með
honum, þá erum við þó líka sérstakt kyn,
með sérstökum eðlis eiginleikum, sem hing-
að til hefir aldrei verið tekið tillit til.
Við höfum líka hingað til verið atkvæðis-
lausar og fullrúalausar í þinginu, og því
jafnan átt þar »formælendur fá«. Þessa
liöfuin vér goldið. Okkar hagsmunir hafa
ætíð setið á hakanum.
Karlmennirnir hafa skipað og skapað oss
stöðurnar. En undirbúningurinn til þeirra
hefir enginn verið. Og nú, þegar farið er
að ijúka upp dyrunum að atvinnumarkað-
inum, þá komum við til þeirra alveg ó-
undirbúnar. Fávísar og vankunnandi í
öllum efnum.
Þetta er því tilfinnahlegra sem vér höf-
um nú fengið réttinn til allra sýslana og
embætta í landinu, »með sömu skilyrðum
og karlmenn«. En — það ern einmitt þessi
skilyrði sem oss vanta: Uppeldið, fræðsl-
una, og þekkinguna í öllum efnum.
Aðrar þjóðir eiga margar konur, sem
standa karlmönnum jafnfætis bæði í vís-
indalegri þekkingu og.þjóðfélagslegri. Þær
geta ekki einungis kept um margskonar
stöður og embælti við karlmenn, heldur
geta þær tekið að sér forgöngu kvenna, í
öllum þeirra sérmálum, og staðið á verði
fyrir þær.
Hér höfum við fáum eða engum slíkum
konum á að skipa. Við erum alveg í ráða-
leysi ef við viljum fá fyrirlestra um ein-
hver almenn efni, eða ahnenn þjóðfélags-
mál. Allt slíkt verðum við að sækja til
karlmannanna, jafvel um uppeldismál og
fræðslumál barna og unglinga, getum við
ekki fengið nokkura konu til að halda
fyrirlestra um, þrátt fyrir það að konur
eru víst orðnar í meiri hluta við alþýðu-
fræðsluna hér á Iandi.
Fyrsta krafa vor til þings og þjóðar
verður því:. Meiri frœðslu handa konum
í öllum efnum, og meiri og hagkvœmari al-
þýðafrœðslu yfirieitt.
Aðrar þjóðir, einkum stórþjóðirnar, leggja
fram ógrynni fjár til alþýðumentunar, og
þykjast vinna með því mest að andlegri,
siðgæðislegri og efnalegri velferð þjóðarinn-
ar. Allir menn verða að geta fengið tækifæri
til að geta aflað sér fræðslu í þeirn efnum,
sem menn þurfa að þekkja eða hafa áhuga
fyrir. Þeir verða að hafa átt kost á fræðslu
í hverja stöðu, sem þeir kynnu að vilja
taka að sér, hvert sem það eru embætti
eða þjóðfélagsleg störf og sýslanir.
Eftir því sem tímarnir breytast, og lifn-
aðarhættirnir, koma fram fleiri og marg-
breyttari atvinnugreinar og lífsskilyrði,
sein aftur krefur meira eftirlits og umsjón-
ar frá ríkinu og sveita og bæjafélögunum,
þannig skapast nær árlega n57jar stöður,
sem áður voru ekki til. í þær eru svo
einhverjir menn skipaðir. En engin skil-
yrði eru þá venjulega í byrjuninni til þess
að þessir menn geti staðið fullnægjandi í