Kvennablaðið - 31.08.1916, Síða 4

Kvennablaðið - 31.08.1916, Síða 4
6o KVENNABLAÐIÐ margar voru svo lasburða að þær treystu sér ekki. Margar af miðaldra konunum, sem kosn- ingarrétt hafa, voru hingað og þangað í alskonar sumarvinnu, og var eðlilegt að þeim gleymdist, í fyrsta sinni er þær áttu að kjósa, að nota sér af þeim réttindum að kjósa heima áður en þær færu, eða út- búa sig með þau skilríki, að þær gætu það i því kjördæmi, sem þær yrðu í kosning- ardaginn; þetta er eðlilegt og fyrirgefanlegt svona í fyrsta sinni. En það, sem er i þessu efni algerlega ó- afsakanlegt, er hirðuleysi allra kaupstaða- búa, sem heima sitja, með að nota sér þessi réttindi, þvi, þótt menn segi að hér hafi aðeins verið um menn að kjósa en engin mál, þá er heldur ekki sama hverir menn eru kosnir til þingsetu. Það verða allir að gera sér ljóst. Ýmsir hafa talað um að konur hefðu átt að hafa sérlista, Kvbl. hefir frá upp- hafi verið því mótfallið að við byrjuðum okkar stjórnmála hluttöku aneð því. Og eins og kosningarnar hafa nú verið sóttar, megum við þakka okkar góðu hamingju fyrir að hafa ekki gert það. Pað hefði orðið ógleymanlegur ósigur, og óheilla- ríkur. þá hafa ýmsir fundið það til foráttu að konur voru ekki á öllum listunum. Segja sem satt er, að margir kvenkjósendur vildu gjarna hafa konur í þinginu, en bæði fyigjast konur oft með flokkunum, margar hverjar, og svo getur engin ein kona verið svo vinsæl að hafa fylgi allra kvenna. Auðvitað er þetta satt. En því miður hafa ekki flokkar þeir, sem sett hafa upp landkosningalistana sett nokkra konu á þá, nema Heimastjórnarflokkurinn, hvert sem það hefir heldur komið af því, að hinir hafa ekki átt völ á nokkurri konu, eða þeir hafa ekki gefið um að vera sér í út- vegum um þær. Nú fer að líða að því að menn fara að vita um kosninga úrslitin, sem búist er við að verði kunn fyrir miðjan september. Enginn getur nú sem stendur, spáð neinu í þær eyður hvernig þau verði. En eflaust getum við konurnar ýmislegt lært af þeim. Og eitt getum við gert; það að vera árvakrari í þessum efnum og skyldurækn- ari við kjördæma kosninguna fyrsta vetr- ardag í haust. Pá megum við hvorki láta kjötkatla eða sláturspotta halda okkur heima. Alþýðu-barnafræðsla. Niðurl. En eðli og skapferli karla og kvenna er auðvitað ólíkt. Móðureðli konunnar, með sínum næmu tilfinningum, fljótu skapbrigð- um og hlýleika, virðist vera sérlega vel fallið til að þroska hjá henni sjálfri einmitt þá hæfileika, sem alveg ósjálfrátt gefa sig í þjónustu barnauppeldisins. Staða karl- mannsins, sem fyrirvinnu heimilisins, og þar af leiðandi, að hann neyðist til að Ieita atvinnu utan heimilisins, hefir þær eðlilegu og óhjákvæmilegu afleiðingar, að foreldratilfinningin verður ekki eins inni- leg í framkvæmdinni og hjá móðurinni, sem altaf er heima. Þetta er eðlileg af- leiðing af þroskun þjóðfélagsins um marg- ar aldir. Með þessu er þó ekki sagt, að ekki séu til karlmenn, sem hafi þessa upp- eldislegu hæfileika inst í hjarta sínu. En venjulegt er það ekki. Höf. segist sjálfur hafa vermst við uppeldistilraunir sínar, en verði þó að játa það, að 1 hagsýnni fram- kvæmd takist konum venjulega betur, að leiða uppeldi barna og unglinga. Höf. heldur þvi ennfremur fram, að af því að launin við alþýðuskólana séu venju- lega lág, þá fái karlmennirnir, sem venju- lega heimti meira til lífsins viðurhalds, einhver aukastörf, sem eyði tíma þeirra og kröftum. Launin ættu því að vera svo há, að með því væri trygt, að auka- störf þyrftu ekki með kenslu við upp- eldisstofnanirnar, til þess að bæta fjárhag- inn. Það, að konur lifa einföldu lífi og gera minni kröfur en karlmenn, gerir það

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.