Kvennablaðið - 31.08.1916, Síða 7

Kvennablaðið - 31.08.1916, Síða 7
KVENNABLAÐIÐ 63 sigra í þessari baráttu, þá fá þær kjark til að halda lengra. Látum oss Iesa i gegn allar þær laga-ákvarðanir, sem forfeður vorir gerðu kvenna vegna, til þess að geta ráðið við þetta sjálfræðis-æði kvenna, og neytt þær til að vera karlmönnum undirgefnar. Pá munuð þér finna, að þótt þessar skoðanir hefti þær, þá eigið þér fult í fangi með, að ráða við þær. Hvernig ætli að færi fyrir oss, ef þér leyfið þeim að plokka laga-ákvarðanirnar í sundur hverja á fætur annari, og siðan þegar þær hafa snúið vopnið úr höndum yðar, þá eru þær orðnar yðar jafpingjar? Haldið þér, að þérþoliðþað? Sannarlega, á sömu stundu, sem þær verða yðar líkar, þá verða þær yðar herrara. Pað er óvíst, hvaða áhrif þetta ágæta sýnis- horn af afturhaldssamri mælsku hefði haft, ef einn af alþýðu-foringjunum hefði ekki gert sig að verjanda kvennanna. Hann sýndi fram á, hvernig konurnar hefðu ætið verið fúsar, að fórna öllu á hættu og neyðartímum, í þarfir föðurlandsins. Og í öðru lagi létu konurnar ekki sitja við orðin tóm, heldur settu þær hart á móti hörðu: þær settust um húsið, sem þeir tveir alþýðuforingjar bjuggu i, sem ráðið gátu úrslitum atkvæðanna, og fóru ekki þaðan fyrri, en þeir höfðu slakað til og heitið konunum atkvæði sínu: Honni soit qui maly y pense! Tvenns konar konur. (Pýtt úr sænsku). Dyrabjallan hringdi og Berger hersir leit ó- ánægjulega upp frá bókinni, sem hann var að lesa i. Haustsólin streymdi inn í fallegu stofuna hans, glóðin í ofninum breiddi milda hlýju út í herbergið, og bókin var mjög skemtileg. Hersirinn vildi alls ekki láta trufla sig með heimsóknum. Hann heyrði þrammandi fótatakið gömlu ráðs- konunnar sinnar fram í fordyrinu, heyrði þeg- ar hún lauk upp húsdyrunum, og að ungleg stúlkurödd sagði þýðlega: »Góðan daginn, kæra gamla, Soffía mín! Pað er heil eilífð siðan, að eg var hérna síðast, en nú ætla eg að staldra við, og bíða eftir kaffinu, og Soffia verður endilega að hafa eitthvað gott með því handa mér«. Pað hýrnuðu brýrnar á hersinum. Hann Iagði vindilinn frá sér, strauk hvíta skeggið sitt til hliðar, og lauk upp stofudyrunum. »Gunnivi, það var óvænt ánægja! Velkomin, telpa mín. Parna hefir þú þá loksins munað eftir þvi, að þú ættir enn þá hann gamla afa þinn á lífi«. Gunnivi Berger hló. Fór svo úr kápu, og tók af sér hattinn, og kysti svo gamla mann- inn innilega. »Finst þér, afi minn, að eg hafi vanrækt þig? Reyndar er langt síðan eg kom seinast, en þú vcizt, hvað mikið eg hefi að gera«. »Fyrir alla muni, vertu ekki að afsaka þig, Gunna mín. Pú veizt, að eg geri engar kröfur«. »Nei, og þess vegna þykir mér lika svo ótta- lega vænt um þig, afi minn. Pú ert svo ólíkur öllum öðrum«. »Öllum gömlum körlum, áttu við. Jæa, seztu nú niður, telpa mín og segðu mer svo frá þvi, sem á dagana hefir drifið núua siðast fyrir pér«. »En hvað hér er vistlegt og viðkunnanlegt hjá þér, afi minn«. Gunnivi settist í lágan ruggustól og leit í kringum sig í öllu herberginu. »Eiginlega skil eg ekki, að eg skuli ekki koma til þín á hverjum degi, fyrst eg nýt þess æfin- lega svo mikið, að heimsækja þig«. »Hm! — Pér fyndist það ef til vill ekki jafn skemtilegt, ef þú kæmir oft. En hverju á eg nú að þakka þessa ánægju i dag?« »Pvi skyldi það svo sem þurfa að vera nokk- uð sérstakt. Manstu, afi minn, eftir því, þegar eg var dálítil stelpa? — Svona fyrir svo sem átta eða tiu árum síðan?« »Ó-já! Fyrir mér hafa árin víst liðið hrað- ara en þér, síðan«. »Veistu, að mér fanst ætíð, að enginn gæti útskýrt alt svo vel fyrir mér, eins og þú. — Pabbi hló að spurningum mínum, og það særði mig, þótt hann síðan byðist til að segja mér það, sem eg spurði að. Helena frænka mín, hélt alt af siðalærdómsræður yfir mér, og því reiddist eg. En þú varst alt af svo vænn og vinalegur, og mundir all af eftir, að eg væri móðurlaus«. »Eg reyndi að minsta kosti til þess«, sagði hersirinn, og leit hýrlega á unga andfitið, sem alt í einu var orðið viðkvæmt og alvarlegt. »Já, og það skildí eg, svo lítil sem eg var. Pví leitaði eg líka helzt til þín með allar mín- ar áhyggjur«. »Og einhverjar slíkar áhyggjur eru þá Iíka ástæðan til þessarar heimsóknar þinnar í dag, eða er ekki svo? Og þú vilt, að eg hjálpi þér? Eg verð líklega að reyna það, ef þú bara segir mér, hvað það er«. Gunnivi sat hugsandi og hljóð og horfði ofan í gaupnir sér. Svo leit hún beint framan i hersirinn og sagði hægt og seint, eins og hún hefði lengi hugsað um torskilið efni: »Eg skal segja þér nokkuð, afi minn, það er svo óttalega örðugt, að vera ung stúlka«.

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.