Kvennablaðið - 30.12.1918, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.12.1918, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 91 hann gekk um gólf á undan, löngum skrefum, og barði bumbuna ósleitilega, eða blés í horn, þá var það mjög voldug sjón. En Gippi var allra duglegastur, því hann bæði blés í hornið og barði bumbuna um leið svo duglega, að hún tók yfir alla hina músikina. Og þegar þau höfðu nú gengið svo lengi, að þau voru oroin dálítið þreytt, þá settist amma niður, tók Gippa á kné sér og söng: Gippi átti að keyra, og Kráku fyrir reyra. en engan kúskinn kuuni fá svo kappinn veltist til og frá og sfðast hann ofan f sfkið datt, sá fékk votan hatt! Og þegar amma söng um hvernig hann valt til og frá þá hallaði hún Gippa langt sitt út í hvora hlið, og þegar hún söng um að hann va!t ofan. í síkið, þá íét 'hún Gippa velta ofan á gólfið, en auðvitað svo hægt að hann meiddi sig ekki. Og þar lá hann svo og spriklaði og hló hástöfum. Um hádegisbilið átti Gippi að fara að sofa, en það gekk nú heldur seint, því hann hafði auð- sjáanlega þá skoðun að það væri illa farið með tímanu að sofa svona snemma dagsins þegar hægt væri að nota hann á miklu skemtlegri hátt. Hann hljóðaði og mótmælti þessu þegar hann var lagð- ur ofan í rúmið, og hélt augunum með vilja gal- opnum, svo lengi sem hann gat. Mamma hans, sem hafði ýmislegt að gera, varð þreytt á þessu stauti og tók því þakksamlega að amma frelsaði hana frá þvf. Amma gamla fór að engu óðsiega. Gippi mátti hennar vegna liggja svo lengi vakandi sem hann vildi, og allra helzt með opnum augum. Augun hans voru svo falleg að maður gat aldrei þreyzt á að horfa í þau. Og hljóðin og mótmælin urðu lfka mjög lítil þegar amma svæfði hann. Hún fór svo hægt og fsllega að honum. Tók hann, setti hann fyrst í kné sér ofurlitla stund, og fór að segja honum sögu. Og mitt undir merkilegustu söguviðburðunum stóð hún hljóðlega upp og lagði hann gætilega ofan í rúmið hans, svo að hann vissi ekki einu sinni hvernig hann hefði komið þangað. Og væri hann nú ekki orðinn syfjaður, þegar sagan var húin þá söng hún við hann hverja vögguvísuna á fætur annari. Og dygði nú ekkert af þessu, þá ýtti hún rúminu svolítið til, svo það vaggaðist ofurlítið alveg eins og vagga. Það var nú auðvitað samt bannað. Hvorki mamma eða pabbi Gippa voru ánægð roeð þessa uppeldisað- ferð. En amma skildi ekki allar þessar nýmóðins uppeldisreglur, og þegar svo mörg börn frá henn- ar eigin imgdóms og fullorðinsárum höfðu þolað svo mikið rugg til og frá, og samt haldið heilsu og orðið duglegt og ágætt fóik, þá gat hún ekki skilið að það gæti geri Gippa nokkum skaða. Svo þegar búið var að loka hurðinni á milli her- bergjanna, og mamma og vinnukonan voru komn- ar fram, þá fór rúmið altaf að rugga dálítið, og löngu augnahárin hans Gippa lögðust þá bráðlega mjúkt og hægt ofan fyrir augun. Og þogar þau svo lukust upp aftur þá sat amma þar enn þá, og hafði prjónað margar um- ferðir á vetlingnum eða sokknum sínum. En nú varð aftur nóg að gera, því nú átti Gippi að fara að borða, og amma átti að mata hann. Það var nú Ifka verk, sem ekki gekk ætíð sérlega fljótt, því þá hafði Gippi ótal hluli að fást við, eðatala um milli skeiðanna, og hann var nú svoleiðis gerður, að hann hugsaði meira um að seðja áhuga og fróðleiksfýsn sfns starfsama andá, en að upp- fylla kröfur likamans. Et faðir hans hefði nú matað hann þá hefði hann sagt: „Ettu nú bara! Vertu ekki að neinu rugli!“ Og ef mamma hans hefði haldið á skeið- inni þá hefði hún sagt! „Vertu nú vænn drengur og flýttu þér að borða, annars færðu ekki að fara ofan í garðinn." Og þetta hvorutveggja hetði dug- að ágætlega, þvl Gippi vissi að pabbi og mamma höfðu alt húsbændavaldið. En með ömmu var það alt annað mál. Þar var ekkert að óttast, og gerði maður eins og hún vildi, þá var það af því að það var svo gaman. Þegar það var amma, sem hélt á skeiðinni, þá fann hún altaf litlar varir, sem voru svo fast klemdar saman eins og harðlæst garðshhð. Mað- ur varð að kunna inngönguorðið til þess að komast inn, og það inngönguorð breyttist altaf við hvert skeiðarblað. I fyrstu var byrjað með að þetta væri pabba skeið, sem nú vildi komast inn, svo kom mömmu skeið, og Gippi gat ekki verið svo óvingjarnlegur að neita að opna dyrnar fyrir þær báðar. En svo þegar allir kunnugir höfðu fengið sína skeid, þá varð að fara að leika leik- húsið. — Nú kemur kóngurinn, — sagði amma. — Hann ætlar ofan í kjallarann sinn, til að vita hvort hann á nokkuð eftir þar niðri af góðu víni. Og Gippi gat auðvitað ekki neitað kónginum um að komast ofan í kjallarann sinn. Svo kom drottn- ingin, sem vildi komast inn og vita hvert kóng- urinn hefði farið. Sfðan komu prinsinn og prinsessan og hirðmennirnir og hirðmoyjarnar, allir í sama erindi, til að gæta að hvert hin hefðu farið, og Gippi varð að hleypa þeim öllum inn, því kóngurinn varð að fá að hafa fólk hjá sér þarna niðri í kjallaranum, annars leiddist honum svo mikið. Óg svo var vellingsdiskurinn alt í einu orðfnn galtómur, og andlitið á ömmu Ijómaði af ánægju. Hún gat fengið Gippa til að borða, ekki síður en mamma og pabbi, og hennar lag var betra en þeirra, því það sameinaði það nytsama og það skemtilega. Og Gippi var fullkomlega sammála ömmu, bæði

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.