Kvennablaðið - 28.06.1926, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 28.06.1926, Blaðsíða 2
2 KVENNABLAÐIÐ Kosning’araðferðin við hlutbundna landskjörið er sú sama og við bæjarstjórnarkosningarnar hérna. Menn gera kross framan við bókstaf þess lista sem þeir vilja kjósa, t. d. framan við B-lissitaiiii. Lítur kjörseð- illinn að lokinni kosningu út þannig: A-listi X B-listi C-listi D-listi E-Iisti jón Baldvinsson. jónína Jónatansdóttir. Erlingur Friðjónsson. Rebekka ]ónsdóttir. Ríkharður Jónsson. Pjetur G. Guðmundsson. Bríet Bjarnhjeðinsdóttir. Guðrún Lárusdóttir. Halldóra Bjarnadóttir. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Jón Þorláksson. Þórarinn Jónsson. Guðrún J. Briem. Jónatan J. Líndai. Sigurgeir Gísiason. Jón Jónsson. Magnús Kristjánsson. Jón Jónsson. Kristinn Guðlaugsson. Þorsteinn Briem. Páll Hermannsson. Tryggvi Þórhalisson. Sigurður Eggerz. Sigurður E. Hlíðar. Magnús Friðriksson. Magnús Gíslason. Einar Einarsson. Jakob Möller. Og þá er krossinn á sínum rétta stað. er. Þær eru þó oft mjög óánægðar með ýmsa af þeim mönnum sem kosnir eru. En á því hafa þær sömu ábyrgð og karl- menn. Vanræki þær þessa skyldu sína, eða gefi atkvæði sín hugsunarlaust út í loftið, þá er það þeim að kenna þegar kosningar fara illa. Öllum þeim konum, sem Kvennalist- ann vilja styðja, ráðum vér til að koma heldur til kosninganna fyrri hluta dags- ins, en geyma það ekki fram á kvöld. Vér væntum að þær geri alt til að fá sem flestar með sér, og taki grannkonur sín- ar með, ef þær eru á líku máli. Einnig viljum vér minna þær konur á, sem ætla sér ekki að vera í bænum 1. júlí, að vera búnar að kjósa áður á skrifstofu bæjarfógeta, og geta þær feng- ið þar allar nauðsynlegar upplýsingar um það. Einnig ættu utanbæjarkonur, er hér kunna að vera staddar að geta kosið hér, ef þær sýna vottorð frá kjörstjórn í þeirra hreppi eða sýslumanni sýslunn- ar um þær séu á kjörskrá. Gætið þess að eitt einasta atkvæði getur ráðið kosn- ingar úrslitunum. Vér vitum, að flestum konum er ljóst hverig kosningin fer fram, svo um það þarf varla að tala hér. Ef sjóndepra eða eitthvað annað hamlar einhverjum frá að kjósa sjálfur, þá getur hann fengið alla nauðsynlega hjálp hjá kjörstjórn- unum í hverri deild. ; Munið "það, konur, að þ^lileíb at- kvæði, sem kvénnalistinn (IJ-listinn) fær nú, og ætíð þegar þið hafið sérlista, þvi meira álit vinnið þið í augum flokk- anna, og því mefra tillit taka þeir til ykkar áhugamála. Komið allar, sem kosningarétt hafið, og kjósið á fimtu- daginn 1. júlí. KJÓSIÐ B-LISTANN Við landkjörið 1922 þá voru íslenskar konur ekki í pólitískri samvinnu við flokkana. Þá höfðu þær sérlista með kon- um einum. Af þeim lista komst ein kona að, sem þingmaður í Efri deild Alþingis. Af því að konurnar fóru þá ekki í þessa hátt- lofuðu pólitísku samvinnu, sem þær höfðu i seinni tíð tekið upp, heldur voru einar um sinn kvennalista og höfðu einar ábyrgðina, á að vinna honum sig- ur. Árangurinn varð sá, að konur fengu fulltrúa inn í þingið. 2. LANDSFUNDUR KVENNA Á AKUREYRI Dagana 8.-^14. júní þ. á var haldinn annar landsfundur kvenna á Akureyri. Fundur þessi er að ýmsu leyti merkilegt tímanna tákn í starfsögu konunnar ut- an heimilisins hér á landi. Á fundinum mættu fulltrúar úr flestum sýslum lands- ins, a'ðallega kosnir af kvenfélögum, en auk þess sátu fundinn margar konur af Akureyri og úr nærsveitunum, svo vana- lega munu fundarkonur hafa verið á 3ja hundrað. Allar höfðu konurnar mál- frelsi, en að eins fúlltrúar tillögu- og at- kvæðisrétt, um einstaka tillögu greiddu þó allar fundarkonur atkvæði, sam- kvæmt ósk tillögumannanna. Fróðlegt er nú að veita því athygli hvaða mál það eru, sem konurnar taka til umræðu á slíkum fundi sem þessum. Kvenfélögin, sem fulltrúana sendu voru ýmist líknarfélög, hjúkrunarfélög, heim- ilisiðnaðarfélög og svo „Kvenréttindafé- lag íslands“. Þau mál, sem félögin þann- ig sérstaklega bera fyrir brjósti voru auð- vitað á dagskrá fundarins, en auk þess var heilan dag rætt um fræðslumál og alþýðumentun þjóðarinnar, og annan dag heilan um sérmentun kvenna. Á- hugi fyrir öllum þessum málum sýndist geysimikill og fjöldi kvenna tók til máls. Var það mál ýmsra karlmanna, sem fundinn sátu við og við, að fundur þessi færi á engan hátt síður fram hjá konun- um, en samskonar fundir fara hjá karl- mönnunum, og að þær flyttu mál sín yfirleitt engu síður vel og skipulega en þeir. Félagsstarfsemi kvenna hér á landi hefir að þessu einkum snúist að líknar- starfsemi í ýmsum myndum og að heim- ilisiðnaðarmálum. Það er svo að segja eingöngu „Kvenréttindafélag íslands“, sem hefir snúið sér að þvi að vinna fyr- ir réttindakröfur kvenna og fá konurnar til þess að nota þessi réttindi, þegar þau voru fengin. Öllum þorra kvenna hefir að þessu ekki verið nægilega ljós þörfin á þessari starfsemi, þær hafa þóst geta unnið að sínum sérstöku málum án nokkurra aukinna réttinda eða þátttöku i opinberum málum, þess vegna hafa þær líka að þessu notað svo litið réttindi þau, sem þeim þegar hafa hlotnast. Hið merkilega tímanna tákn, sem ég mintist á í upphafi þessarar greinar er einmitt það, að konurnar eru að vakna á þessu sviði. Við svo að segja hvert ein- asta mál, sem rætt var á þessum fundi, og alt voru það mál, sem konurnar telja sérmál sín, kom það í ljós að ekki var hægt að koma þeim verulega áleiðis, nema með einhverjum tilstyrk frá því opinbera, annaðhvort löggjöf eða fjár- framlögum. Þetta varð konunum því ljós- ara, sem lengra leið á fundinn, og jafn- framt jókst skilningur þeirra og samúð með þeirri konunni, sem fyrst allra ís- lenskra kvenna uppgötvaði hið nána samband milli hinna svokölluðu sérmála konunnar og starfsemi hennar á þjóð- málasviðinu. Ailir vita, að það er Bríet Bjarnhéðins- dóttir, efsta kona kvennalistans, sem ég á hér við. Hún gat þess í lok fundarins, að hún hefði aldrei hér á landi mætt slík- um skilningi og hjartanlegri samúð eins_ og á þessum fundi. Það byggist á því, að íslenskar konur eru að byrja að skilja, hvert starf hún hefir þegar leyst af hendi fyrir þeirra hönd. En þeim konum, sem Akureyrarfundinn sátu, varð það líka ljóst, að frú Bríet hefir öll skilyrði til þess að leysa enn af hendi mikið starf fyrir þeirra hönd, ekki síst ef hún, sem fulltrúi þeirra fengi sæti á löggjafarþingi þjóðarinnar. íslenskar konur, treystum sjálfum okkur best fyrir áhugamálum vorum og sendum á þing þá konuna, sem best þekkir til opinberrar starfsemi kon- unnar og mestan áhuga hefir haft á því máli, bæði fyr og síðar. A. S. Útgeíandi: Kvennréttindafélag íslands. Ritstjóri: Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Gutenberg 1926.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.