Dagskrá - 01.07.1896, Page 2
mundi í fljótu bragði virðast hún óaðgengileg, og var
einnig bent á tvær aðalmótbárur gegn uppástungunni,
sem tíklegt þótti að menn mundu helzt halda fram, sem
sje, að samþegnar vorir mundu njóta góðs af þessari
sjerstöku veiðiheimild með oss, og að slík ráðstöfun
mundi verða til þess að spilla fiskiveiðum við landið.
Yjer viljum nú fyrst geta þess að tillagan sjálf er
í öllu falli hættulaus fyrir oss. Slík lög sem þau er
greinin í Þjóðólfi ræðir um, geta því að eins komið fram,
að landsstjórnin sje þeim meðmælt og löggjafar þjóðar-
innar fallist á þau. — Það er því engin ástæða til þess
fyrir menn að láta sjer gremjast, þó þessu sje hreift.
Hjer er enginn að vísa útlendingum á miðin, hjer er
verið að vísa landsmönnum sjálfum á þau. — Tilgang-
ur greinarintíar var heldur enginn annar en sá, að vekja
umræður um þetta mál hleypidómalaust og með skyn-
samlegum ástæðum.
Og vjer verðnm einnig að segja, að oss virðist þið
varlega gerandi, að fleygja frá sjer íhugunarlaust, öllu
því er menn geta ekki strax fallist á, í jafu vandasömu
máli og þetta er. — Síst finust oss þetta eiga við hjer,
þar sem svo sárfáar hyggilegar lagaráðstafanir hafa ver-
ið gjörðar til þessa dags í þá átt, að nota gullnámur
sjáfarins við ísland. Þessar fáu þúsundir manna hafa
búið hjer í mörg hundruð ár, og eru fátækir enn í dag,
en enginn mun þó kenna því um, að hjer hafi verið of-
mikið um tillögur til umbóta á þessu hryggilega ástandi.
Það getur heldur enginn sagt með sanni, að sjómenn
liggi hjer á liði sínu. Flestum sem vel þekkja til, mun
koma saman um, að hjer sjeu fullt eins dugandi fiski-
menn eins og annarstaðar um heim. — Hver er svo á-
stæðan til þess að íslendingar halda áfram að vera fá-
tækir, og eiga þó það, sem aðrir verða auðugir af að
stela molum af?
Yjer þykjumst vissir um, að þeir verði nú æ fleiri
og fleiri sem sjá, að hjer vantar hyggilegar fjelagsráð-
stafanir, ekki einungis hyggilegar samþykktir, heidur
eiunig góða og framsýna löggjöf. En vjer viljum ekki
fara hjer út í þetta almenna spursmál, heldur taka nánar
fram nokkur atriði, er lúta að tillögunni um botnvörpu-
veiðar innan landhelgi.
Þótt menn sjeu hjer allsendis ófróðir um það, hve
miklu tjóni botnvörpuveiðar valda, þegar á allt er litið,
og þótt fiskifróða menn annarstaðar deili mjög á um
það atriði, skulum vjer nú álíta það víst, að þessi veiði-
aðferð sje skaðleg fyrir önnur veiðarfæri á sama svæði
og íyrir viðkomu fisksins. — En tillaga sú, sem hjer
ræðir um, getur ekki fallið fyrir þá ástæðu eina; því
tillagan fer ekki fram á að hagnýta sjer sjóinn við ís-
land á þann hátt sem æskilegast væri í sjálfu sjer. Til
þess að slíkt væri unnt, yrðu hjer að búa milljónir manna
í stað örfárra þúsunda. — í tillögunni er einungis far-
ið farið fram á umbætur frá því sem nú er. En eins
og allir vita, er botnvarpan dregin dag frá degi kring-
um allt ísland, innan landhelgi, þó heimildarlaust sje,
og þessi veiðiskapur hlýtur þó að valda jöfnu tjóni á
fiskistöðvunum, hvort sem arðurinn af honum renuur
inn í landið, eða til útlendinga. Úr því vjer getum ekki
varið oss fyrir lagabrotum útlendinganna eins og nú er
— og það játa allir — virðist þó liggja nær að vjer
höfum ágóðann af því sjálfir að spilla veiðistöðvum vor-
um með þessari veiðiaðferð hinnar nýjustu tízku. — Væri
hjer innlendur trawlfloti, þó ekki væri nema ein 20
skip, og væru ennfremur forboðslögin gegn hinum út-
lendu vörpuveiðurum nógu ströng, mundi slíkum skip-
um, að vorri hyggju fœlcka hjer við land en ekki fjölga,
því þá mundi auðveldara en nú er að kæra lögbrjótana,
ef mörg skip jafn hraðskreið og hin útlendu, með hvöt
síns eigin hagnaðar, til þess að halda uppi rjetti lands-
manna, væru fyrir ströndunum. — Menn kunna ef til
vill að segja, að útlendingar ættu hægt með að leyna
skipsnafninu, en bæði er það, að slíkt er óyndisúrræði
sem fæstir skipstjórar grípa til, vegna þess hve strang-
lega er hegnt fyrir það ytra, og eins mundi opt mega
benda herskipunum á veiðimenn sem hefðu brotið, þótt
nafn sæist ekki á skipum þeirra. — Vjer byggjum þessa
ætlun vora um fækkun botnvörpuskipanna hjer við
land auðvitað á því, að það sje erfitt fyrir útlendinga
að gera út skip hingað í því skyni að veiða utanland-
helgi, án þess að þeir geti haft von um að græða á laga-
brotum gegn oss, og hygg jeg að mörgum muni vera
kunnugt um að svo er, enda hafa hinir erlendu fiski-
menn opt sagt hjer frá því sjálfir, að þeir væru illa
komnir, ef þeir gætu aldrei farið inn fyrir merkin. Á
hinn bóginn mundi ekki þurfa að óttast, að svo mörg
botnvörpuskip kæmust í eign íslendinga fyrst um sinn,
að þau gerðu jafnmikinu usla og floti sá af útlendum
trawlskipum, sem nú er hjer við laud árlega, en færi
svo, að íslendingar eignuðust fleiri skip en útlendingar
eiga hjer nú, þá væri vel, og mundi arðurinn af þeim
veiðiskap verða margfallt meiri en sá sem landsmenn
hafa nú af opnu fleytunum öllum, að þilskipum þeirra
meðtöldum, en þe3S má jafnframt geta, að menn álíta
að botnvörpurnar geti alls ekki gert þilskipaveiðinni
neitt verulegt tjón, nema ef til vill á afarlöngum tíma,
og væri þá gott tóm til að tala síðar um afnám þess-
ara botnvörpulaga, ef mönnum sýndist svo. Á hinn bóg-
inn virðist ekki gerandi, að halda of fast í opnu kæn-
urnar, ef annað betra fengist i aðra hönd, er almenn-
ingur gæti haft tryggari og meiri hagnað af. — Og hvað
það atriði málsins snertir, hvort hægt mundi að tryggja
sjer að mestallur arðurinn af botnvörpuveiðum innan