Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 20.07.1896, Blaðsíða 1

Dagskrá - 20.07.1896, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst 104 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. TJppsögn skrifleg bundin við 1. júli komi til útgefanda fyrir októberlok. D AGSKR A. I, Reyk.javík, mámidaginn 20. júlí. 1896. Nærsveitamenn eru beðnir góðfúslega að vitja „Dagskrár11 á afgreiðslustofu blaðsins, \ est- urgðtu 5. (Grlasgovv). Sauðasölubaniiið. Sú fregn barst hingað raeð „Yestu“ að lögin um bann þetta væru samþykkt af þingi Englendinga, en að þau mundu ekki öðlast gildi fyrr en í byrjun næsta árs. Þetta er einkar heppilegt. Hætta sú sem þetta bann stofnaði verslun íslendinga í, var að mestu fólgin í því, að það kom mönnum óvart og í opna skjöldu á því fyrirkomulagi á viðskiptum við útlönd, sem kaupfjelög- in hafa stofnsett, að nokkru leyti samkvæmt hinum upp- haflegu reglum er fjelögin settu með sjer, og að nokkru leyti vegna síðari framkvæmda fjelaganna, sem ríða í bága við hina almennu hugmynd um kaupfjelög. En nú gefst mönnum færi á að búa sig undir um- skiptin, og að snúa við í tækan tíma. Það er eDginn eíi á því. að ísland hefur fulla reynslu fyrir að sauða- sala á fæti er alls ekki neitt nauðsynlegt skilyrði fyrir velmegun þjóðarinnar. Ef öllu er á botninn hvolft, er efnahagur þjóðarinnar nú engu betri heldur en hann var opt og einatt áður en þessi verslun við England | hófst, — jafnvel þegar Danir voru einir um hituna. — Það er ekki til neins fyrir menn að neita því. Það er ! hægt að sýna svart á hvítu, að efni íslendinga hafa ! ekki vaxið við þá tilbreytni, og menn mega ekki slengja því öllu á aukna eyðslu í landinu, eða að nú sje betur hýst hjá mönnum, og að kiæðaburður og viðurværi | manna sje nú almennt betra. — Það er aðeins stundar- | friðun að hugga sig við slíkt. Menn verða að gæta þess um leið, hve stórkostlega framleiðslan af sjónum hefur aukist frá því sem áður var, og að framfarir þær sem þó hafa orðið í vinnubrögðum, verkfærum og öðru sem að landbúnaði lýtur verða að reiknast með. Hvern- ig stendur svo á því að önnur og þriðja hver þúfa er nú veðsett upp í toppinn um allt endilangt íslaud, þar sem áður hvíldu litlar eða engar skuldir á og að versl- unarskuldirnar eru enn svo stórkostlegar, þrátt fyrir alla viðleitni manna á síðustu áratugum til þess að losast úr þeirn? Það er ekki lengur verðhæð hins útlenda varnings sem stendur íslendingum fyrir þrifum. Allvíðast eru smákramarar kakkþjettir hver ofan í öðrum, sem und- irbjóða á víxl hvern þann sem ætlar að reyna að selja við skaplegu verði. — Hjer getur engin innlend versl- unarstjett þrifist vegna þess að verslunarmagni landsins er skipt niður á allt of margar hendur. — Sje einhver viðskiptamaður skuldbundinn við eina verzlun verður hann að gjalda þess, að hinir sem eru það ekki, ganga búð úr búð til þess að þrefa um miklu minni upphæð heldur en það kostar þá, að ganga á milli. Hjer eru held- ur engir kaupmenn sem versla með einstakar vöruteg- undir eingöngu; allir vilja versla með allt, og því hef- almenningur enga leiðbeining um það hvar best sje að kaupa. Þetta á nú að vísu allt rót sína í lands og þjóðar- högum, sem ekki geta breytst bráðlega, en ekki virðist nema rjettlátt að menn minnist þess að hið vonda versl- unarástand er ekki lengur neinni einokun að kenna, nema í örfáum prangaraholum úti um laud. — í Reykjavik er t, a. m. opt hægt að fá ódýrari kaup heldur en auð- gert er að fá í Kaupmannahöfn, jafnvel á þeim varningi sem sóttur er til Dana, svo mikil samkeppni og smá- kaupmannafjöldi er hjer. Það er heldur ekki svo lágt verð í sjálfu sjer á hinni innlendu vöru, að hægt sje að gefa þvi sökina. — Öll vara er mikið betur borguð en áður, meðan hagur bænda, stóð þó miklu vænlegar en nú; það er raeir að segja hægt að sýna fram á að kaupmenn gjalda oþt svo mikið fyrir kjöt, ull og annan innlendan varning að þeir mega telja sjer víst þegar þeir kaupa, að þeir muni verða að selja með skaða sínum þegar á hinn erlenda markað kemur. En hver er svo ástæðan? Ástæðan blasir viðhverj- um þeim sem vill líta rjett á. — íslendingar selja of mikið út úr iandinu af því sem þeir gætu gert sjer meiri arð úr heima, og kaupa of mikið inn af því sem bæði er óhentugt og óþarft, og sem þeir gætu veitt sjer betra sjálfir. Með öðrum orðum, íslendingar versla of mikið i hlutfalli við framleiðslu og iðnað. Það er ekki „aukin eyðs!a“ eða „aukin Iífsþægindi“ að láta gott fæði sem maður hefur sjálfur, og þiggja aptur í staðinn verra fæði frá öðrum, sem er minna verðmæti i. Það eru blátt áfram óhyggileg skipti. Það er heldur ekki nein menning eða framfarir í því að klæða sig í útlendan búning, og Iáta í staðinn hald- betra og ódýrara klæðaefni, sem maður gæti tekið hjá

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.